Haukar komnir yfir
Haukastúlkur hafa heldur betur tekið sig saman í andlitinu í leiknum gegn Keflavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Haukar voru 11 stigum undir í hálfleik, en þegar þriðja leikhluta lauk hafði liðið náð forystu 61-56. Leikurinn fer fram í Keflavík, en nái Haukar að sigra í kvöld getur liðið klárað dæmið á heimavelli sínum á föstudaginn.
Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
