Vilja að hækkanir taki strax gildi 25. apríl 2006 23:37 Hrafnista í Reykjavík MYND/Vísir Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu ákváðu að hækka laun ófaglærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra í dag. Talsmaður starfsmannanna segir þessa einhliða ákvörðun ekki eðlilega starfshætti og segir að hækkunin hefði strax átt að taka gildi. Eftir að það slitnaði upp úr samningafundi tilkynnti stjórn samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu að ákveðið hefði verið að hækka laun starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum til jafns við laun starfsfólks Reykjavíkurborgar í sambærilegum störfum. Heimilin sem um ræðir eru Ás, Eir, Grund, Hrafnista í Reykjavík og í Hafnarfirði, Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Skógarbær, Sóltún, Sunnuhlíð, Víðines og Vífilstaðir. Tveir þriðju hlutar hækkunarinnar koma til framkvæmda frá og með 1. maí næst komandi, fjögra prósenta hækkun kemur svo til framkvæmda 1. september og laun verða að fullu sambærileg þann 1. janúar 2007. Kristján Sigurðsson, formaður samninganefndar fyrirtækjanna, segir að þeir hefðu viljað sjá hækkanirnar eiga sér stað yfir lengri tíma en raunin varð. Álfheiður Bjarnadóttir, talsmaður starfsfólksins, segir þau ósátt við hvernig staðið hafi verið að málum. Eðlilegt hefði verið að ná samkomulagi við hópinn. Kristján segir það hafa verið fyrsta kostinn en þar sem þeir litu svo á að samkomulag myndi ekki nást tóku þeir næst besta kostinn. Álfheiður segir starfsfólkið ósátt við að hækkanirnar taki ekki strax gildi og það að ákvörðunin hafi verið einhliða erfiði allt eftirlit með launahækkununum. Hún segir næstu skref óljós en starfsfólkið fundi á fimmtudaginn og þá verði ákvarðanir teknar. Efling stéttarfélag hefur sent frá sér áskorun til samninganefndar fyrirtækjanna um að endurskoða afstöðuna til tímasetninganna sem ágreiningur er um. Jafnframt skorar félagið á ráðherra fjármála- og heilbrigðismála að höggva þegar í stað á þennan hnút í deilunni. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu ákváðu að hækka laun ófaglærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra í dag. Talsmaður starfsmannanna segir þessa einhliða ákvörðun ekki eðlilega starfshætti og segir að hækkunin hefði strax átt að taka gildi. Eftir að það slitnaði upp úr samningafundi tilkynnti stjórn samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu að ákveðið hefði verið að hækka laun starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum til jafns við laun starfsfólks Reykjavíkurborgar í sambærilegum störfum. Heimilin sem um ræðir eru Ás, Eir, Grund, Hrafnista í Reykjavík og í Hafnarfirði, Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Skógarbær, Sóltún, Sunnuhlíð, Víðines og Vífilstaðir. Tveir þriðju hlutar hækkunarinnar koma til framkvæmda frá og með 1. maí næst komandi, fjögra prósenta hækkun kemur svo til framkvæmda 1. september og laun verða að fullu sambærileg þann 1. janúar 2007. Kristján Sigurðsson, formaður samninganefndar fyrirtækjanna, segir að þeir hefðu viljað sjá hækkanirnar eiga sér stað yfir lengri tíma en raunin varð. Álfheiður Bjarnadóttir, talsmaður starfsfólksins, segir þau ósátt við hvernig staðið hafi verið að málum. Eðlilegt hefði verið að ná samkomulagi við hópinn. Kristján segir það hafa verið fyrsta kostinn en þar sem þeir litu svo á að samkomulag myndi ekki nást tóku þeir næst besta kostinn. Álfheiður segir starfsfólkið ósátt við að hækkanirnar taki ekki strax gildi og það að ákvörðunin hafi verið einhliða erfiði allt eftirlit með launahækkununum. Hún segir næstu skref óljós en starfsfólkið fundi á fimmtudaginn og þá verði ákvarðanir teknar. Efling stéttarfélag hefur sent frá sér áskorun til samninganefndar fyrirtækjanna um að endurskoða afstöðuna til tímasetninganna sem ágreiningur er um. Jafnframt skorar félagið á ráðherra fjármála- og heilbrigðismála að höggva þegar í stað á þennan hnút í deilunni.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira