Fyrsta umferð Landsbankadeildar kvenna fer fram í kvöld með fjórum leikjum og þar er er strax á dagskrá stórleikur Íslandsmeistara Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli. Leikir kvöldsins hefjast allir klukkan 19:15.
Valur og Stjarnan mætast á Valbjarnarvelli, Þór/KA tekur á móti FH fyrir norðan og Fylkir tekur á móti Keflavík í Árbænum.