Gæti ekki verið sáttari 26. júlí 2006 21:30 Logi Geirsson segir að HM í Þýskalandi eigi eftir að verða mikil lyftistöng fyrir handboltann og bindur miklar vonir við íslenska landsliðið Mynd/Jurgen Hagemann Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Lemgo til ársins 2010. Logi hefur verið óheppinn með meiðsli á síðustu misserum, en er nú að ná fullum styrk og er yfir sig ánægður með lífið og tilveruna eins og hans er von og vísa. "Ég held bara að ég gæti ekki verið sáttari," sagði Logi í kvöld þegar Vísir náði tali af honum. "Ég átti eitt ár eftir af gamla samningnum mínum en nú er ég búinn að skrifa undir nýjan og miklu betri samning til ársins 2010 og það er mjög jákvætt. Þeir buðu mér fyrst nokkuð lakari samning fyrir tveimur mánuðum síðan, en svo fóru önnur lið að hafa samband við mig og sýna áhuga. Í framhaldi af því komst ég í nokkuð sterkari stöðu við að semja og landaði þessum fína samningi í kjölfarið." Logi segir lækna loksins hafa fengið botn í bakmeiðslin sem hafa verið að hrjá hann til þessa og segir að ef hann fari að finna til þeirra á ný, verði hægt að laga þau með tiltölulega einfaldri aðgerð. Hann segist líka hlakka til þess að fá að sanna sig með landsliðinu eftir meiðslavonbrigðin að undanförnu. "Það hefur verið erfitt að vera fyrir utan þetta fram að þessu, því það er auðvitað toppurinn að spila með landsliðinu. Það er gríðarleg stemming í strákunum sem spila hérna í Þýskalandi og stefnan er auðvitað sett á að gera góða hluti á HM. Íslenska liðið er auðvitað frábærlega vel mannað og ég sé enga ástæðu til annars en að liðið geti gert fína hluti á mótinu," sagði Logi, sem skartar nú nýrri hárgreiðslu að hætti hússins. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Lemgo til ársins 2010. Logi hefur verið óheppinn með meiðsli á síðustu misserum, en er nú að ná fullum styrk og er yfir sig ánægður með lífið og tilveruna eins og hans er von og vísa. "Ég held bara að ég gæti ekki verið sáttari," sagði Logi í kvöld þegar Vísir náði tali af honum. "Ég átti eitt ár eftir af gamla samningnum mínum en nú er ég búinn að skrifa undir nýjan og miklu betri samning til ársins 2010 og það er mjög jákvætt. Þeir buðu mér fyrst nokkuð lakari samning fyrir tveimur mánuðum síðan, en svo fóru önnur lið að hafa samband við mig og sýna áhuga. Í framhaldi af því komst ég í nokkuð sterkari stöðu við að semja og landaði þessum fína samningi í kjölfarið." Logi segir lækna loksins hafa fengið botn í bakmeiðslin sem hafa verið að hrjá hann til þessa og segir að ef hann fari að finna til þeirra á ný, verði hægt að laga þau með tiltölulega einfaldri aðgerð. Hann segist líka hlakka til þess að fá að sanna sig með landsliðinu eftir meiðslavonbrigðin að undanförnu. "Það hefur verið erfitt að vera fyrir utan þetta fram að þessu, því það er auðvitað toppurinn að spila með landsliðinu. Það er gríðarleg stemming í strákunum sem spila hérna í Þýskalandi og stefnan er auðvitað sett á að gera góða hluti á HM. Íslenska liðið er auðvitað frábærlega vel mannað og ég sé enga ástæðu til annars en að liðið geti gert fína hluti á mótinu," sagði Logi, sem skartar nú nýrri hárgreiðslu að hætti hússins.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sjá meira