Gætu þurft að skýra betur verðbreytingar 9. ágúst 2006 19:45 Ferðaskrifstofur gætu þurft að gera skýrar grein fyrir verðbreytingum sínum á næstunni eftir að Neytendastofa komst að því að hækkun fyrr á árinu vegna gengisbreytinga væri ólögmæt. Neytendasamtökin ráðleggja fólki sem hyggst skipta niður greiðslum vegna pakkaferða að gera það með fyrirvara þar til úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir. Helstu ferðaskrifstofur landsins hækkuðu í vor verð á sumarferðum sínum og báru því við að gengi krónunnar hefði lækkað töluvert. Vísuðu þær þar til almennra ferðaskilmála hjá Samtökum aðila í ferðaþjónustu. Hækkanirnar náðu meðal annars til ferða sem gengið var frá síðastliðinn vetur en voru ekki að fullu greiddar. Við þetta sætti einn af viðskiptavinum Heimsferða sig ekki við og kvartaði til Neytendastofu. Hún komst að þeirri niðurstöðu að Heimsferðir hefðu ekki farið að lögum um alferðir, eða pakkaferðir, þar sem ferðaskrifstofan hefði ekki tilgreint nákvæmlega í bæklingum eða með reikningi hvaða áhrif gengisbreytingar gætu haft á verð pakkaferða. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til áfrýjunarnefndar neytendamála. Fjölmargir hafa haft samband við Neytendasamtökin í sumar vegna verðbreytinganna. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna, segir úrskurðinn í raun aðeins ná til þess sem kvartaði en bíða verði endanlegs úrskurðar til að kanna hvort einhverjir eigi rétt á endurgreiðslu vegna verðhækkananna. Hildigunnur segir samtökin ráðleggja fólki hér eftir að greiða með fyrirvara um réttmæti hækkunar vegna gengisbreytinga úr því að Neytendastofa hafi fellt þennan úrskurð. Það sé þó ekki þar með sagt að það fái endurgreiðslu. Það auðveldi hins vegar endurgreiðslur ef greitt sé með fyrirvara. Það geri fólk með því að skrifa t.d. á samning: „Greitt með fyrirvara um réttmæti kröfu." og það verði að gæta þess að halda eftir afriti af honum. Fréttir Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ferðaskrifstofur gætu þurft að gera skýrar grein fyrir verðbreytingum sínum á næstunni eftir að Neytendastofa komst að því að hækkun fyrr á árinu vegna gengisbreytinga væri ólögmæt. Neytendasamtökin ráðleggja fólki sem hyggst skipta niður greiðslum vegna pakkaferða að gera það með fyrirvara þar til úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir. Helstu ferðaskrifstofur landsins hækkuðu í vor verð á sumarferðum sínum og báru því við að gengi krónunnar hefði lækkað töluvert. Vísuðu þær þar til almennra ferðaskilmála hjá Samtökum aðila í ferðaþjónustu. Hækkanirnar náðu meðal annars til ferða sem gengið var frá síðastliðinn vetur en voru ekki að fullu greiddar. Við þetta sætti einn af viðskiptavinum Heimsferða sig ekki við og kvartaði til Neytendastofu. Hún komst að þeirri niðurstöðu að Heimsferðir hefðu ekki farið að lögum um alferðir, eða pakkaferðir, þar sem ferðaskrifstofan hefði ekki tilgreint nákvæmlega í bæklingum eða með reikningi hvaða áhrif gengisbreytingar gætu haft á verð pakkaferða. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til áfrýjunarnefndar neytendamála. Fjölmargir hafa haft samband við Neytendasamtökin í sumar vegna verðbreytinganna. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna, segir úrskurðinn í raun aðeins ná til þess sem kvartaði en bíða verði endanlegs úrskurðar til að kanna hvort einhverjir eigi rétt á endurgreiðslu vegna verðhækkananna. Hildigunnur segir samtökin ráðleggja fólki hér eftir að greiða með fyrirvara um réttmæti hækkunar vegna gengisbreytinga úr því að Neytendastofa hafi fellt þennan úrskurð. Það sé þó ekki þar með sagt að það fái endurgreiðslu. Það auðveldi hins vegar endurgreiðslur ef greitt sé með fyrirvara. Það geri fólk með því að skrifa t.d. á samning: „Greitt með fyrirvara um réttmæti kröfu." og það verði að gæta þess að halda eftir afriti af honum.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira