KR lagði Snæfell í hörkuleik 20. október 2006 21:34 Jeremiah Sola átti ágætan leik hjá KR í kvöld og skoraði 24 stig Mynd/Vilhelm KR byrjaði leiktíðina með sigri í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið lagði Snæfell á heimavelli sínum 83-79. Heimamenn voru yfir nær allan leikinn, en gestirnir komust yfir þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Þá fékk Hlynur Bæringsson sína fimmtu villu og eftir það gengu KR-ingar á lagið og höfðu sigur. Leikurinn í kvöld var í raun ekki mikið fyrir augað og greinilegt að bæði lið eiga eftir að slípa leik sinn umtalsvert. Á meðan lið Snæfells getur státað af sterkri sveit framvarða, verður það sama ekki sagt um bakverði liðsins. KR-ingar geta þakkað fyrir að hafa náð sigri í kvöld gegn baráttuglöðum Hólmurum en bæði lið eiga mikið inni. Jeremiah Sola var atkvæðamestur í liði KR með 24 stig, Tyson Patterson skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Fannar Ólafsson skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst, en þessi stóri og stæðilegi strákur virtist þó stundum ver meira með hugann við það að nöldra í dómurum. Hlynur Bæringsson var að venju öflugur í liði Snæfells og skoraði 22 stig og hirti 19 fráköst - þar af 11 sóknarfráköst. Það var Hlynur sem skaut Snæfell inn í leikinn þegar 5 mínútur voru eftir þegar hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur í röð á skömmum tíma, en fékk svo sína fimmtu villu á klaufalegan hátt og þá var eins og gestirnir misstu móðinn. Sigurður Þorvaldsson skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst fyrir Snæfell, Magni Hafsteinsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst og Jón Jónsson skoraði 13 stig. Leikstjórnandinn Justin Shouse var hreint ekki að gera gott mót hjá Snæfelli og hætt er við því að liðið neyðist til að verða sér út um annan mann til að stjórna sóknarleik sínum ef það ætlar sér að gera einhverja hluti í vetur. Eins og til að kóróna slaka frammistöðu sína í kvöld, misnotaði hann svo vítaskot í blálokin sem hefðu geta jafnað leikinn fyrir gestina. Í Þorlákshöfn áttust við grannarnir Þór og Hamar/Selfoss og þar fór svo að nýliðarnir unnu sigur í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni 83-79. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira
KR byrjaði leiktíðina með sigri í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið lagði Snæfell á heimavelli sínum 83-79. Heimamenn voru yfir nær allan leikinn, en gestirnir komust yfir þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Þá fékk Hlynur Bæringsson sína fimmtu villu og eftir það gengu KR-ingar á lagið og höfðu sigur. Leikurinn í kvöld var í raun ekki mikið fyrir augað og greinilegt að bæði lið eiga eftir að slípa leik sinn umtalsvert. Á meðan lið Snæfells getur státað af sterkri sveit framvarða, verður það sama ekki sagt um bakverði liðsins. KR-ingar geta þakkað fyrir að hafa náð sigri í kvöld gegn baráttuglöðum Hólmurum en bæði lið eiga mikið inni. Jeremiah Sola var atkvæðamestur í liði KR með 24 stig, Tyson Patterson skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Fannar Ólafsson skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst, en þessi stóri og stæðilegi strákur virtist þó stundum ver meira með hugann við það að nöldra í dómurum. Hlynur Bæringsson var að venju öflugur í liði Snæfells og skoraði 22 stig og hirti 19 fráköst - þar af 11 sóknarfráköst. Það var Hlynur sem skaut Snæfell inn í leikinn þegar 5 mínútur voru eftir þegar hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur í röð á skömmum tíma, en fékk svo sína fimmtu villu á klaufalegan hátt og þá var eins og gestirnir misstu móðinn. Sigurður Þorvaldsson skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst fyrir Snæfell, Magni Hafsteinsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst og Jón Jónsson skoraði 13 stig. Leikstjórnandinn Justin Shouse var hreint ekki að gera gott mót hjá Snæfelli og hætt er við því að liðið neyðist til að verða sér út um annan mann til að stjórna sóknarleik sínum ef það ætlar sér að gera einhverja hluti í vetur. Eins og til að kóróna slaka frammistöðu sína í kvöld, misnotaði hann svo vítaskot í blálokin sem hefðu geta jafnað leikinn fyrir gestina. Í Þorlákshöfn áttust við grannarnir Þór og Hamar/Selfoss og þar fór svo að nýliðarnir unnu sigur í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni 83-79.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira