Fréttahaukurinn Ed Bradley, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr fréttaskýringarþáttunum 60 mínútur, lést í dag á Mount Sinai spítalanum í New York. Hann var 65 ára og var banameinið hvítblæði.
Á gifturíkum ferli sínum vann hann alls 19 Emmy verðlaun en hann byrjaði feril sinn sem fréttamaður í París og fór þaðan til Víetnam og á önnur átakasvæði í Asíu.