Óttuðust stórslys 17. desember 2006 18:47 Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Slökkviliðið í Eyjum barðist við eldinn í um tvær klukkustundir, hafði betur og réði niðurlögum hans um klukkan tíu í gærkvöld. Fjögur tonn af ediksýru sem notuð er sem rotvörn við matvælavinnslu var geymd í þúsund lítra opnum körum í húsnæðinu. Eldurinn logaði allt um kring og því kapp lagt á að koma sýrunni í held ílát. Sex eiturefnakafarar frá Slökkviliðinu í Reykjavík voru sendir til Eyja með þyrlu Landhelgisgæslunnar og voru að fram á nótt. Veður var gott í Vestmannaeyjum í gærkvöld, reykurinn barst út yfir hraun en ekki íbúðabyggð svo fólki stafaði ekki hætta af. Ragnar Þór Baldvinsson, slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir að lóðsinn hafi verið gerður klár og ráðstafanir gerðar til að nota hann ef eitthvað gerðist á hafnarsvæðinu. Það tókst að bjarga vinnslubúnaði verksmiðjunnar en tjónið mun þó vera töluvert. Hörður Óskarsson, fjármálastjóri Ísfélagsins, segir þetta ekki hafa áhrif á rekstur og áfram verði hægt að taka við hráefni. Ískyggilega margt bendir til þess að kveikt hafi verið í af ásettu ráði en rannsókn bendir til að eldurinn hafi komið upp á að minnsta kosti tveimur stöðum í gamalli síldarþró þar sem nægur var eldmaturinn, enda var hún notuð sem geymsla fyrir fiskikör úr plasti. Það minnir óneitanlega á stóra brunann sem varð þann 9. desember í fiskvinnsluhúsi Ísfélagins árið 2000, en eldsupptök þar voru einni rakin til karageymslu. Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Slökkviliðið í Eyjum barðist við eldinn í um tvær klukkustundir, hafði betur og réði niðurlögum hans um klukkan tíu í gærkvöld. Fjögur tonn af ediksýru sem notuð er sem rotvörn við matvælavinnslu var geymd í þúsund lítra opnum körum í húsnæðinu. Eldurinn logaði allt um kring og því kapp lagt á að koma sýrunni í held ílát. Sex eiturefnakafarar frá Slökkviliðinu í Reykjavík voru sendir til Eyja með þyrlu Landhelgisgæslunnar og voru að fram á nótt. Veður var gott í Vestmannaeyjum í gærkvöld, reykurinn barst út yfir hraun en ekki íbúðabyggð svo fólki stafaði ekki hætta af. Ragnar Þór Baldvinsson, slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir að lóðsinn hafi verið gerður klár og ráðstafanir gerðar til að nota hann ef eitthvað gerðist á hafnarsvæðinu. Það tókst að bjarga vinnslubúnaði verksmiðjunnar en tjónið mun þó vera töluvert. Hörður Óskarsson, fjármálastjóri Ísfélagsins, segir þetta ekki hafa áhrif á rekstur og áfram verði hægt að taka við hráefni. Ískyggilega margt bendir til þess að kveikt hafi verið í af ásettu ráði en rannsókn bendir til að eldurinn hafi komið upp á að minnsta kosti tveimur stöðum í gamalli síldarþró þar sem nægur var eldmaturinn, enda var hún notuð sem geymsla fyrir fiskikör úr plasti. Það minnir óneitanlega á stóra brunann sem varð þann 9. desember í fiskvinnsluhúsi Ísfélagins árið 2000, en eldsupptök þar voru einni rakin til karageymslu.
Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent