Helgi trúbador snýr aftur 20. febrúar 2007 06:15 Helgi, persónulegi trúbadorinn, er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Lengjuna sem verða frumsýndar í sjónvarpinu í kvöld. Í auglýsingunum, sem eru um fimmtán talsins, syngur Helgi á sinn angurværa og hreinskilna hátt um þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum á borð við Rio Ferdinand og Eggert Magnússon. Sigurjón Kjartansson gerði Helga ódauðlegan í gamanþáttunum Fóstbræðrum og eiga vafalaust margir eftir að taka honum fagnandi þegar hann mætir aftur á skjáinn. „Þetta er verkefni sem var leitað með til mín og er að mínu mati afskaplega vel heppnað," segir Sigurjón, sem hefur m.a. farið á kostum í auglýsingum fyrir Homeblest og Tal. Sigurjón segist fylgjast vel með fótbolta í gegnum syni sína sem séu mjög áhugasamir. „Ég fór til dæmis á leik Barcelona og Real Madrid í fyrra, áður en Eiður kom. Það var helvíti skemmtilegt og ég hef miklu meiri mætur á spænska boltanum en þeim enska," segir hann. „Spænski boltinn er svo miklu flottari bolti og miklu meira töff heldur en hjá þessum húlígönum í Bretlandi sem gera ekki annað en að drekka bjór og baula. Þarna á Spáni fara fjölskyldur saman á völlinn, ekki þessir gúbbar, þar sem gamlir og ungir sameinast í stuði." Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Jón Óttar og Yoko Ono náðu vel saman Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Helgi, persónulegi trúbadorinn, er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Lengjuna sem verða frumsýndar í sjónvarpinu í kvöld. Í auglýsingunum, sem eru um fimmtán talsins, syngur Helgi á sinn angurværa og hreinskilna hátt um þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum á borð við Rio Ferdinand og Eggert Magnússon. Sigurjón Kjartansson gerði Helga ódauðlegan í gamanþáttunum Fóstbræðrum og eiga vafalaust margir eftir að taka honum fagnandi þegar hann mætir aftur á skjáinn. „Þetta er verkefni sem var leitað með til mín og er að mínu mati afskaplega vel heppnað," segir Sigurjón, sem hefur m.a. farið á kostum í auglýsingum fyrir Homeblest og Tal. Sigurjón segist fylgjast vel með fótbolta í gegnum syni sína sem séu mjög áhugasamir. „Ég fór til dæmis á leik Barcelona og Real Madrid í fyrra, áður en Eiður kom. Það var helvíti skemmtilegt og ég hef miklu meiri mætur á spænska boltanum en þeim enska," segir hann. „Spænski boltinn er svo miklu flottari bolti og miklu meira töff heldur en hjá þessum húlígönum í Bretlandi sem gera ekki annað en að drekka bjór og baula. Þarna á Spáni fara fjölskyldur saman á völlinn, ekki þessir gúbbar, þar sem gamlir og ungir sameinast í stuði."
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Jón Óttar og Yoko Ono náðu vel saman Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira