Ég brosi allan hringinn í dag 23. júní 2007 10:30 Dóra María Lárusdóttir fagnar marki sínu gegn Serbum í fyrrakvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði einnig í leiknum en hún er til hægri á myndinni. Anton „Þær voru frábærar í þessum leik en það sem er eftirminnilegast er að tæplega sex þúsund manns mættu á völlinn og áhorfendametið var tvöfaldað," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum þjálfari og leikmaður með íslenska landsliðinu, um leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Ísland vann leikinn með fimm mörkum gegn engu og trónir nú á toppi síns riðils í undankeppni EM 2009 með fullt hús eftir þrjá leiki. „Það var svo augljóst á leikmönnum að leikgleðin var mikil og þær voru skælbrosandi inni á vellinum." Hún segir að staða kvennaknattspyrnunnar hafi bæst mikið á undanförnum misserum og að hápunktinum hafi verið náð í fyrrakvöld. „Eitt atriði sem mér finnst skipta miklu máli er að kvennaboltinn hefur eignast fullt af málsvörum .Það eru ekki bara stelpurnar sjálfar og foreldrar þeirra sem eru að berjast í þessu heldur fullt af öðru fólki. Margir aðilar, eins og Fréttablaðið, hefur vakið máls á ýmsum málefnum og fylgt þeim svo vel eftir," sagði Vanda. „Leikurinn í gær var svo toppurinn. Fyrir alla þá sem hafa verið að berjast í kvennaboltanum í öll þessi ár og áratugi er þetta afar ánægjulegt. Sjálf brosi ég allan hringinn." Vanda segir að leikmenn hafi mætt gríðarlega einbeittir til leiks. „Þær voru greinilega búnar að ákveða að sýna Serbum að þær ættu ekki möguleika í þessum leik og það gerðu þær strax frá fyrstu mínútu. Þetta er tvímælalaust besta landslið sem við höfum átt frá upphafi, þessar stelpur eru fljótari og búa yfir betri tækni. Þær hafa líka áður sýnt með yngri landsliðum Íslands og góðum árangri á Norðurlandamótum að þær eru góðar. Það er ný kynslóð að koma upp í landsliðinu og þær ætla greinilega að láta draum sinn rætast." Engu að síður er nóg eftir af undankeppninni og sjálf úrslitakeppnin í Finnlandi fer ekki fram fyrr en eftir tvö ár. „Liðið verður að halda sér á jörðinni og halda áfram á sömu braut. Og ég veit að stelpurnar hafa verið mjög duglegar að æfa, allt upp í tíu sinnum í viku. Það segir sína sögu." Íslenski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
„Þær voru frábærar í þessum leik en það sem er eftirminnilegast er að tæplega sex þúsund manns mættu á völlinn og áhorfendametið var tvöfaldað," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum þjálfari og leikmaður með íslenska landsliðinu, um leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Ísland vann leikinn með fimm mörkum gegn engu og trónir nú á toppi síns riðils í undankeppni EM 2009 með fullt hús eftir þrjá leiki. „Það var svo augljóst á leikmönnum að leikgleðin var mikil og þær voru skælbrosandi inni á vellinum." Hún segir að staða kvennaknattspyrnunnar hafi bæst mikið á undanförnum misserum og að hápunktinum hafi verið náð í fyrrakvöld. „Eitt atriði sem mér finnst skipta miklu máli er að kvennaboltinn hefur eignast fullt af málsvörum .Það eru ekki bara stelpurnar sjálfar og foreldrar þeirra sem eru að berjast í þessu heldur fullt af öðru fólki. Margir aðilar, eins og Fréttablaðið, hefur vakið máls á ýmsum málefnum og fylgt þeim svo vel eftir," sagði Vanda. „Leikurinn í gær var svo toppurinn. Fyrir alla þá sem hafa verið að berjast í kvennaboltanum í öll þessi ár og áratugi er þetta afar ánægjulegt. Sjálf brosi ég allan hringinn." Vanda segir að leikmenn hafi mætt gríðarlega einbeittir til leiks. „Þær voru greinilega búnar að ákveða að sýna Serbum að þær ættu ekki möguleika í þessum leik og það gerðu þær strax frá fyrstu mínútu. Þetta er tvímælalaust besta landslið sem við höfum átt frá upphafi, þessar stelpur eru fljótari og búa yfir betri tækni. Þær hafa líka áður sýnt með yngri landsliðum Íslands og góðum árangri á Norðurlandamótum að þær eru góðar. Það er ný kynslóð að koma upp í landsliðinu og þær ætla greinilega að láta draum sinn rætast." Engu að síður er nóg eftir af undankeppninni og sjálf úrslitakeppnin í Finnlandi fer ekki fram fyrr en eftir tvö ár. „Liðið verður að halda sér á jörðinni og halda áfram á sömu braut. Og ég veit að stelpurnar hafa verið mjög duglegar að æfa, allt upp í tíu sinnum í viku. Það segir sína sögu."
Íslenski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira