Fátt um svör um framtíð Kolaportsins 24. september 2007 00:01 Gestir og rekstraraðilar Kolaportsins hafa enn engin svör fengið um hvernig brugðist verði við yfir fjögur þúsund undirskriftum sem söfnuðust á einni helgi vegna yfirvofandi framkvæmda við að breyta Tollhúsinu, Tryggvagötu 19, í bílastæði. Ef í þær verður ráðist leggst starfsemi Kolaportsins af í hálft annað ár og verulega þrengir að starfseminni til frambúðar. Tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Það er mjög ósannfærandi að ekki sé hægt að mæta bílastæðaþörf starfsfólks öðru vísi, líkt og talsmaður fjármálaráðuneytisins hefur látið hafa eftir sér. Hinum megin götunnar er verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Í þessu máli koma saman ótalmargir þættir sem eiga að vera leiðarljós við stjórn borgarinnar: að standa vörð um öfluga og skemmtilega miðborg, að stuðla að félagslegri fjölbreytni og gera hinum margbreytilegu litum mannlífsins öllum jafnhátt undir höfði. Kolaportið er ómissandi fyrir ótalmarga. Vandræðaleg og hikandi viðbrögð borgarstjóra við áskorunum um að standa vörð um Kolaportið hljóta því að vekja athygli. Í Reykjavík erum við nú að sjá ávexti framsýnnar stefnu um uppbyggingu og eflingu miðborgarinnar. Sú stefna var mörkuð fyrir áratug þegar miðborgin var í sögulegri lægð. Við sjáum ávextina í hinum nýja og lifandi Austurvelli, endurbættum Skólavörðustíg, Laugavegi og Bankastræti og skemmtilegri veitinga- og kaffihúsamenningu. Miðborgarstefnan mun ekki síður sjást í nýjum íbúðahverfum sem skipulögð hafa verið á Slippasvæðinu og við Hlemm, í staðsetningu Tónlistar- og ráðstefnuhússins við höfnina, fimm stjörnu hóteli og höfuðstöðvum Landsbankans á sama svæði og í endurnýjun Lækjartorgs og Kvosar. Þá má nefna a.mk. þrjá nýja verslunarkjarna sem eru í farvatninu við Laugaveg. Allt eru þetta stefnu- og baráttumál Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Mikilvægi Kolaportsins minnkar ekki vegna þessara væntanlegu glæsibygginga, það eykst. Kolaportið er einfaldlega ómissandi vídd sem ekki má tapast. Við værum öll fátækari ef allt verður hvítskúraður marmari og miðborgin okkar lúxusvædd. Þetta skilja fjöldamargir og vinir Kolaportsins skipta tugum þúsunda. Þeir eiga rétt á svörum.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gestir og rekstraraðilar Kolaportsins hafa enn engin svör fengið um hvernig brugðist verði við yfir fjögur þúsund undirskriftum sem söfnuðust á einni helgi vegna yfirvofandi framkvæmda við að breyta Tollhúsinu, Tryggvagötu 19, í bílastæði. Ef í þær verður ráðist leggst starfsemi Kolaportsins af í hálft annað ár og verulega þrengir að starfseminni til frambúðar. Tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Það er mjög ósannfærandi að ekki sé hægt að mæta bílastæðaþörf starfsfólks öðru vísi, líkt og talsmaður fjármálaráðuneytisins hefur látið hafa eftir sér. Hinum megin götunnar er verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Í þessu máli koma saman ótalmargir þættir sem eiga að vera leiðarljós við stjórn borgarinnar: að standa vörð um öfluga og skemmtilega miðborg, að stuðla að félagslegri fjölbreytni og gera hinum margbreytilegu litum mannlífsins öllum jafnhátt undir höfði. Kolaportið er ómissandi fyrir ótalmarga. Vandræðaleg og hikandi viðbrögð borgarstjóra við áskorunum um að standa vörð um Kolaportið hljóta því að vekja athygli. Í Reykjavík erum við nú að sjá ávexti framsýnnar stefnu um uppbyggingu og eflingu miðborgarinnar. Sú stefna var mörkuð fyrir áratug þegar miðborgin var í sögulegri lægð. Við sjáum ávextina í hinum nýja og lifandi Austurvelli, endurbættum Skólavörðustíg, Laugavegi og Bankastræti og skemmtilegri veitinga- og kaffihúsamenningu. Miðborgarstefnan mun ekki síður sjást í nýjum íbúðahverfum sem skipulögð hafa verið á Slippasvæðinu og við Hlemm, í staðsetningu Tónlistar- og ráðstefnuhússins við höfnina, fimm stjörnu hóteli og höfuðstöðvum Landsbankans á sama svæði og í endurnýjun Lækjartorgs og Kvosar. Þá má nefna a.mk. þrjá nýja verslunarkjarna sem eru í farvatninu við Laugaveg. Allt eru þetta stefnu- og baráttumál Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Mikilvægi Kolaportsins minnkar ekki vegna þessara væntanlegu glæsibygginga, það eykst. Kolaportið er einfaldlega ómissandi vídd sem ekki má tapast. Við værum öll fátækari ef allt verður hvítskúraður marmari og miðborgin okkar lúxusvædd. Þetta skilja fjöldamargir og vinir Kolaportsins skipta tugum þúsunda. Þeir eiga rétt á svörum.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar