Hékk í poka yfir logandi kolavél 8. febrúar 2007 18:45 Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. Lee Reynir Freer var 9 ára gamall þegar hann hélt til Breiðavíkur í maí 1955 eftir að hafa orðið uppvís að hnupli og strákapörum. Móðir hans og stjúpfaðir höfðu frétt af góðu heimili í Breiðavík þar sem börn kæmust í útreiðartúra í fallegri sveit. Talið var að dvöl þarna myndi hafa mannbætandi áhrif á drenginn. Reyni leist ljómandi vel á sig í fyrstu. Ekki leið þó á löngu þar til eitt og annað fór að koma upp á. Fyrsta áfallið var eiginmaður ráðskonunnar, smiður nokkur, sem Stefán hét að sögn Reynis. "Það var í honum sadistaháttur og það ekki lítill," segir Reynir.Nokkrir strákar höfðu verið að stríða dreng og læst hann inni á klósetti í skamma stund. Fyrir þetta var Reyni refsað. "Þetta var um hávetur og það var bullandi frost og harðfenni yfir öllu. Hann leysti niður um mig og dró mig síðan á berum rassinum eftir harðfenninu þannig að ég gat ekki með góðu móti setið á rassinum í viku eða hálfan mánuð."Þegar sami maður hýddi hann seinna með belti svo hvein í, sagði Reynir Arndísi eiginkonu hans frá og sýndi henni ummerkin. Hún brást hart við. "Hún labbaði með mér til hans og gaf honum löðrung, meðan ég stóð við hliðina á henni."Í framhaldi af því lagði smiðurinn ekki aftur hendur á Reyni. En ekki linnti harðræðinu. Í refsiskyni setti stundakennari við heimilið Reyni í kartöflupoka og batt hann við ofn í eldhúsinu. Reyni tókst að naga sig út úr pokanum og faldi sig inni á vistinni. Hann fannst og nú varð refsingin þyngri. Aftur var hann settur í poka, bundið fyrir og í þetta skiptið var hann hengdur upp fyrir ofan logandi kolaofninn. Reynir var skelfingu lostinn og óttaðist að eldtungurnar úr kolaofninum myndu læsa sig í pokann."Það var hins vegar refsing forstöðumannsins Björns Loftssonar, segir Reynir, sem skelfdi hann mest . Drenguirnn hafði stokkið upp á traktor og keyrt af stað. Fyrir þá sök tók forstöðumaðurinn hann og fór með að brunni með ísköldu vatni. Þar tók hann um lappir Reynis og stakk honum oní, með höfuðið niður, og lét hann pompa nokkrum sinnum niður á bólakaf. "Ég hélt hann myndi drekkja mér."Pyntingarnar í Breiðavík eru fjarlægar Reyni í dag, hann segir á mörkunum að hann trúi þessu sjálfur. Þrátt fyrir allt hafi gleðistundirnar þessi tæpu þrjú ár hans í Breiðavík verið miklu fleiri en hinar. Hann er í dag heimilislaus og hefur í gegnum tíðina drukkið ótæpilega, misnotað lyf og setið inni. Lífernið segist hann sjálfur hafa kallað yfir sig og það sé fjarri honum að kenna þjóðfélaginu um það. Fréttir Innlent Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. Lee Reynir Freer var 9 ára gamall þegar hann hélt til Breiðavíkur í maí 1955 eftir að hafa orðið uppvís að hnupli og strákapörum. Móðir hans og stjúpfaðir höfðu frétt af góðu heimili í Breiðavík þar sem börn kæmust í útreiðartúra í fallegri sveit. Talið var að dvöl þarna myndi hafa mannbætandi áhrif á drenginn. Reyni leist ljómandi vel á sig í fyrstu. Ekki leið þó á löngu þar til eitt og annað fór að koma upp á. Fyrsta áfallið var eiginmaður ráðskonunnar, smiður nokkur, sem Stefán hét að sögn Reynis. "Það var í honum sadistaháttur og það ekki lítill," segir Reynir.Nokkrir strákar höfðu verið að stríða dreng og læst hann inni á klósetti í skamma stund. Fyrir þetta var Reyni refsað. "Þetta var um hávetur og það var bullandi frost og harðfenni yfir öllu. Hann leysti niður um mig og dró mig síðan á berum rassinum eftir harðfenninu þannig að ég gat ekki með góðu móti setið á rassinum í viku eða hálfan mánuð."Þegar sami maður hýddi hann seinna með belti svo hvein í, sagði Reynir Arndísi eiginkonu hans frá og sýndi henni ummerkin. Hún brást hart við. "Hún labbaði með mér til hans og gaf honum löðrung, meðan ég stóð við hliðina á henni."Í framhaldi af því lagði smiðurinn ekki aftur hendur á Reyni. En ekki linnti harðræðinu. Í refsiskyni setti stundakennari við heimilið Reyni í kartöflupoka og batt hann við ofn í eldhúsinu. Reyni tókst að naga sig út úr pokanum og faldi sig inni á vistinni. Hann fannst og nú varð refsingin þyngri. Aftur var hann settur í poka, bundið fyrir og í þetta skiptið var hann hengdur upp fyrir ofan logandi kolaofninn. Reynir var skelfingu lostinn og óttaðist að eldtungurnar úr kolaofninum myndu læsa sig í pokann."Það var hins vegar refsing forstöðumannsins Björns Loftssonar, segir Reynir, sem skelfdi hann mest . Drenguirnn hafði stokkið upp á traktor og keyrt af stað. Fyrir þá sök tók forstöðumaðurinn hann og fór með að brunni með ísköldu vatni. Þar tók hann um lappir Reynis og stakk honum oní, með höfuðið niður, og lét hann pompa nokkrum sinnum niður á bólakaf. "Ég hélt hann myndi drekkja mér."Pyntingarnar í Breiðavík eru fjarlægar Reyni í dag, hann segir á mörkunum að hann trúi þessu sjálfur. Þrátt fyrir allt hafi gleðistundirnar þessi tæpu þrjú ár hans í Breiðavík verið miklu fleiri en hinar. Hann er í dag heimilislaus og hefur í gegnum tíðina drukkið ótæpilega, misnotað lyf og setið inni. Lífernið segist hann sjálfur hafa kallað yfir sig og það sé fjarri honum að kenna þjóðfélaginu um það.
Fréttir Innlent Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira