Útgáfu Fjármálatíðinda Seðlabankans hætt 1. mars 2007 22:09 Seðlabanki Íslands. MYND/GVA Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hætta útgáfu tímarits bankans, Fjármálatíðinda. Síðasta hefti þeirra verður gefið út í ár og lýkur þá meira en fimmtíu ára sögu Fjármálatíðinda. Í upphafi var markmið ritsins að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um innlend efnahagsmál og ritgerðir og umræður um hagfræðileg málefni. Í ritinu birtust jafnframt inngangsorð bankastjórnar og talnalegar upplýsingar um efnahagsmál. Með tímanum jókst hins vegar vægi fræðigreina og ritið varð á endanum sérhæft vísindarit með ritrýndum greinum um hagfræðileg efni. Þetta gerðist ekki síst vegna þess að Seðlabankinn hóf útgáfu Peningamála árið 1999 sem tóku meðal annars að stórum hluta við fyrra hlutverki Fjármálatíðinda. Því breyttust for¬sendurnar fyrir útgáfu Fjármálatíðinda. Íslenskir fræðimenn skrifa nú gjarnan rannsóknarritgerðir á ensku með það fyrir augum að þær birtist í alþjóðlegum vísindaritum. Þótt útgáfu Fjármálatíðinda verði hætt ætti ekki að verða vandkvæðum bundið að koma á framfæri rannsóknum sem tengjast sérstaklega íslenskum efnahagsmálum og ekki eru taldar eiga erindi í alþjóðleg vísindarit. Auk vefrita háskólastofnana og annarra sem nú stunda hagfræðilegar rannsóknir á Íslandi gætu greinar um slíkar rannsóknir birst í vinnugreinaröðum Seðlabankans. Meðal annars með hliðsjón af framansögðu telur bankastjórn ekki lengur þörf fyrir útgáfu fræðilegs rits á borð við Fjármálatíðindi á vegum bankans. Bankastjórn Seðlabankans þakkar þeim sem hafa sent greinar til birtingar í Fjármálatíðindum og þeim sem hafa starfað að útgáfu þess í áranna rás. Sérstakar þakkir fá fyrrverandi ritstjórar, Jóhannes Nordal, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Valdimar Kristinsson og Stefán Jóhann Stefánsson, og ritnefndarmenn, Már Guðmundsson, Ragnar Árnason, Sigurður Snævarr, Tryggvi Þór Herbertsson og Þórarinn G. Pétursson. Fréttir Innlent Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Sjá meira
Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hætta útgáfu tímarits bankans, Fjármálatíðinda. Síðasta hefti þeirra verður gefið út í ár og lýkur þá meira en fimmtíu ára sögu Fjármálatíðinda. Í upphafi var markmið ritsins að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um innlend efnahagsmál og ritgerðir og umræður um hagfræðileg málefni. Í ritinu birtust jafnframt inngangsorð bankastjórnar og talnalegar upplýsingar um efnahagsmál. Með tímanum jókst hins vegar vægi fræðigreina og ritið varð á endanum sérhæft vísindarit með ritrýndum greinum um hagfræðileg efni. Þetta gerðist ekki síst vegna þess að Seðlabankinn hóf útgáfu Peningamála árið 1999 sem tóku meðal annars að stórum hluta við fyrra hlutverki Fjármálatíðinda. Því breyttust for¬sendurnar fyrir útgáfu Fjármálatíðinda. Íslenskir fræðimenn skrifa nú gjarnan rannsóknarritgerðir á ensku með það fyrir augum að þær birtist í alþjóðlegum vísindaritum. Þótt útgáfu Fjármálatíðinda verði hætt ætti ekki að verða vandkvæðum bundið að koma á framfæri rannsóknum sem tengjast sérstaklega íslenskum efnahagsmálum og ekki eru taldar eiga erindi í alþjóðleg vísindarit. Auk vefrita háskólastofnana og annarra sem nú stunda hagfræðilegar rannsóknir á Íslandi gætu greinar um slíkar rannsóknir birst í vinnugreinaröðum Seðlabankans. Meðal annars með hliðsjón af framansögðu telur bankastjórn ekki lengur þörf fyrir útgáfu fræðilegs rits á borð við Fjármálatíðindi á vegum bankans. Bankastjórn Seðlabankans þakkar þeim sem hafa sent greinar til birtingar í Fjármálatíðindum og þeim sem hafa starfað að útgáfu þess í áranna rás. Sérstakar þakkir fá fyrrverandi ritstjórar, Jóhannes Nordal, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Valdimar Kristinsson og Stefán Jóhann Stefánsson, og ritnefndarmenn, Már Guðmundsson, Ragnar Árnason, Sigurður Snævarr, Tryggvi Þór Herbertsson og Þórarinn G. Pétursson.
Fréttir Innlent Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Sjá meira