Gæti breytt lífi milljóna manna 10. mars 2007 19:45 Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum. Í fátækari hlutum jarðar fer þeim stöðugt fjölgandi sem misst hafa útlim. Fæðingargallar og sjúkdómar á borð við sykursýki valda þessari fötlun svo og slys og stríðátök. Þannig er talið að á tuttugu mínútna fresti springi jarðsprengja undir fótum saklauss fólks. Vandaðir gervilimir eru ennþá dýrir og því eiga fæstir annarra kosta völ en að notast við heimasmíðaða staurfætur sem oft eru lélegir að gæðum. Össur Kristinsson hefur um árabil verið frumkvöðull í stoðtækjagerð en fyrir tveimur árum kviknaði hugmynd hjá honum og félögum hans að nýrri tækni til að smíða gervilimi á mun einfaldari hátt en áður hefur þekkst. Þeir fóru til Mósambík og settu fætur undir tuttugu manns á tveimur dögum og í kjölfarið stofnuðu þeir svo fyrirtækið Icexpress. Össur segir þessa nýju tækni afar einfalda og auðvelt sé að þjálfa fólk í að búa til nýja gervilimi með henni. Í stuttu máli gengur tæknin út á að stúfurinn er fóðraður með silikonhulsu sem fellur nákvæmlega að honum. Gervilimurinn er svo festur á. Allt þetta tekur um klukkustund og eftir tvær til fjórar vikur getur sá sem fengið hefur liminn gengið því sem næst eðlilega og jafnvel tekið nokkur dansspor. Þetta má gera nánast hvar sem er og með lágmarksútbúnaði. Nú vantar aðeins fjármagnið til að hefjast handa fyrir alvöru enda er mikið verk framundan. Fréttir Innlent Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum. Í fátækari hlutum jarðar fer þeim stöðugt fjölgandi sem misst hafa útlim. Fæðingargallar og sjúkdómar á borð við sykursýki valda þessari fötlun svo og slys og stríðátök. Þannig er talið að á tuttugu mínútna fresti springi jarðsprengja undir fótum saklauss fólks. Vandaðir gervilimir eru ennþá dýrir og því eiga fæstir annarra kosta völ en að notast við heimasmíðaða staurfætur sem oft eru lélegir að gæðum. Össur Kristinsson hefur um árabil verið frumkvöðull í stoðtækjagerð en fyrir tveimur árum kviknaði hugmynd hjá honum og félögum hans að nýrri tækni til að smíða gervilimi á mun einfaldari hátt en áður hefur þekkst. Þeir fóru til Mósambík og settu fætur undir tuttugu manns á tveimur dögum og í kjölfarið stofnuðu þeir svo fyrirtækið Icexpress. Össur segir þessa nýju tækni afar einfalda og auðvelt sé að þjálfa fólk í að búa til nýja gervilimi með henni. Í stuttu máli gengur tæknin út á að stúfurinn er fóðraður með silikonhulsu sem fellur nákvæmlega að honum. Gervilimurinn er svo festur á. Allt þetta tekur um klukkustund og eftir tvær til fjórar vikur getur sá sem fengið hefur liminn gengið því sem næst eðlilega og jafnvel tekið nokkur dansspor. Þetta má gera nánast hvar sem er og með lágmarksútbúnaði. Nú vantar aðeins fjármagnið til að hefjast handa fyrir alvöru enda er mikið verk framundan.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Sjá meira