Tannheilsa barna einnig á ábyrgð foreldra 18. mars 2007 12:19 Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna. Mikið hefur verið fjallað um hnignandi tannheilsu íslenskra barna undanfarna daga. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að tannskemmdir séu nú tvöfalt fleiri í íslenskum börnum en sænskum. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands. „Við erum núna að fá upplýsingar úr viðamikilli rannsókn og það sýnir að við þurfum að bæta tannheilsu barna. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekna árganga barna. Þannig að foreldrar þurfi ekki að greiða fyrir þær forvarnir," segir Siv. Hún segir samningana ekki í höfn og í raun enn á frumstigi. „Ég vil ítreka að ábyrgð foreldra er mjög mikil. Foreldrar eiga að kenna börnum sínum að bursta í sér tennurnar og fylgjast með því að þau geri það. Þeir verða einnig að gæta verulega að matarræði þeirra," segir Siv. Sigurjón Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að hnignandi tannheilsa íslenskra barna væri afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Styrkir til niðurgreiðslu tannlækninga færu hríðlækkandi sem bitnuðu mest á þeim efnaminni. Siv segir að ekki sé hægt að kenna einum aðila um í þessum málum. „Það þarf að bæta í endurgreiðslu gjaldskrána. Ég vil vinna að því og hef lagt áherslu á þetta í fjárlögum næsta árs." segir Siv. Fréttir Innlent Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna. Mikið hefur verið fjallað um hnignandi tannheilsu íslenskra barna undanfarna daga. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að tannskemmdir séu nú tvöfalt fleiri í íslenskum börnum en sænskum. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands. „Við erum núna að fá upplýsingar úr viðamikilli rannsókn og það sýnir að við þurfum að bæta tannheilsu barna. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekna árganga barna. Þannig að foreldrar þurfi ekki að greiða fyrir þær forvarnir," segir Siv. Hún segir samningana ekki í höfn og í raun enn á frumstigi. „Ég vil ítreka að ábyrgð foreldra er mjög mikil. Foreldrar eiga að kenna börnum sínum að bursta í sér tennurnar og fylgjast með því að þau geri það. Þeir verða einnig að gæta verulega að matarræði þeirra," segir Siv. Sigurjón Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að hnignandi tannheilsa íslenskra barna væri afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Styrkir til niðurgreiðslu tannlækninga færu hríðlækkandi sem bitnuðu mest á þeim efnaminni. Siv segir að ekki sé hægt að kenna einum aðila um í þessum málum. „Það þarf að bæta í endurgreiðslu gjaldskrána. Ég vil vinna að því og hef lagt áherslu á þetta í fjárlögum næsta árs." segir Siv.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Sjá meira