Fjölsmiðjan í útgerð 23. mars 2007 18:55 Ef Fjölsmiðjunni tekst að safna hátt í fjörutíu milljónum gæti hópur ungmenna sem ekki hefur fótað sig í vinnu eða skóla komist á sjóinn. Fagriklettur HF 123 er nýtt verkefni á vegum Fjölsmiðjunnar en rösklega 200 ungmenni hafa fundið farveg sinn í lífinu með hennar hjálp. Í Fjölsmiðjunni geta ungmenni sem hafa flosnað upp úr skóla, haldast ekki í vinnu eða þurfa að ná sér upp úr neyslu - lært að vinna. Þau vinna meðal annars við að bóna, smíða og hanna. Nýjasta viðbótin er sjávarútvegsdeild sem hefur nú eignast 150 tonna bát sem draumurinn er að gera út til neta- og línuveiða. Þorbjörn Jensson, framkvæmdastjóri Fjölsmiðjunnar, segir fulla þörf á að þjálfa ungmenni á sjóinn. Alls hafa um 270 krakkar stundað vinnu í Fjölsmiðjunni síðustu sex ár og 80% þeirra hafa síðan fundið sér farveg í lífinu. Þorbjörn segir ýmsa nemendur Fjölsmiðjunnar spennta fyrir sjómennsku. "Þau eiga mörg hver í erfiðleikum með að komast á sjóinn af því að það er alltaf auglýst eftir vönum manni á sjó og þau hafa ekki tækifæri til að verða vön." Til að það megi takast, segir Þorbjörn, þarf Fjölsmiðjan upp undir fjörutíu milljónir til að hefja útgerðina, ráða áhöfn, kaupa veiðarfæri og fleira. Hann vonast til að fyrirtæki styrki þetta samfélagsverkefni. Takist að safna fénu gætu þau verið komin út á miðin eftir um þrjár vikur. Markmiðið er svo að útgerðin verði sjálfbær þannig að aflaverðmætið standi undir þjálfun krakkanna. Þess verður því varla langt að bíða krakkar úr Fjölsmiðjunni geti svarað kallinu sem reglulega heyrist: Vanan háseta vantar á bát. Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Sjá meira
Ef Fjölsmiðjunni tekst að safna hátt í fjörutíu milljónum gæti hópur ungmenna sem ekki hefur fótað sig í vinnu eða skóla komist á sjóinn. Fagriklettur HF 123 er nýtt verkefni á vegum Fjölsmiðjunnar en rösklega 200 ungmenni hafa fundið farveg sinn í lífinu með hennar hjálp. Í Fjölsmiðjunni geta ungmenni sem hafa flosnað upp úr skóla, haldast ekki í vinnu eða þurfa að ná sér upp úr neyslu - lært að vinna. Þau vinna meðal annars við að bóna, smíða og hanna. Nýjasta viðbótin er sjávarútvegsdeild sem hefur nú eignast 150 tonna bát sem draumurinn er að gera út til neta- og línuveiða. Þorbjörn Jensson, framkvæmdastjóri Fjölsmiðjunnar, segir fulla þörf á að þjálfa ungmenni á sjóinn. Alls hafa um 270 krakkar stundað vinnu í Fjölsmiðjunni síðustu sex ár og 80% þeirra hafa síðan fundið sér farveg í lífinu. Þorbjörn segir ýmsa nemendur Fjölsmiðjunnar spennta fyrir sjómennsku. "Þau eiga mörg hver í erfiðleikum með að komast á sjóinn af því að það er alltaf auglýst eftir vönum manni á sjó og þau hafa ekki tækifæri til að verða vön." Til að það megi takast, segir Þorbjörn, þarf Fjölsmiðjan upp undir fjörutíu milljónir til að hefja útgerðina, ráða áhöfn, kaupa veiðarfæri og fleira. Hann vonast til að fyrirtæki styrki þetta samfélagsverkefni. Takist að safna fénu gætu þau verið komin út á miðin eftir um þrjár vikur. Markmiðið er svo að útgerðin verði sjálfbær þannig að aflaverðmætið standi undir þjálfun krakkanna. Þess verður því varla langt að bíða krakkar úr Fjölsmiðjunni geti svarað kallinu sem reglulega heyrist: Vanan háseta vantar á bát.
Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Sjá meira