Stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja 17. apríl 2007 18:23 Fjöldi Íslendinga yfir áttræðu á eftir að fimmfaldast fram til ársins 2050, úr 9 þúsundum í 45 þúsund og meðalævi fólks lengist um 7 ár. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og örkulífeyrisþega á næstu árum vegna hækkandi aldurs. Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka atvinnulífsins sem nefnist Ísland 2050 Eldri þjóð -ný viðfangsefni. Skýrslan kemur út í tilefni af aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Nordica hóteli í dag. Þar kemur fram að eldra fólki á Íslandi á eftir að fjölga verulega líkt og hjá öllum öðrum þjóðum heims. Ástæðan er betri lífskjör, færri barnsfæðingar, betra heilsufar og framfarir í læknavísindum. Útlit er fyrir að árið 2050 verði ævilíkur karla 86,5 ár og kvenna tæp 90 ár. Meðalævi lengist þannig um 7,5 ár hjá körlum og 7 ár hjá konum. Þá er útlit fyrir að það tímabil sem fólk nýtur lífeyris lengist um tæp 30%. Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtakanna atvinnulífsins og höfundur skýrslunnar segir að efla verði atvinnuþátttöku eldra fólks og örorkulífeyrisþega vegna sífellt bættari lífskjara og hækkandi aldurs. Mesta hindrunin sé skerðing lífeyris vegna atvinnuþátttöku fólks. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á aðalfundi í dag að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun lífeyrisþega næstu áratugi þar sem búið væri að byggja upp öflugt lífeyriskerfi. Eftir þrjátíu til fjörutíu ár væru flestir búnir að borga í lífeyrissjóð alla starfsævi sína. Samkvæmt mannfjöldaspá Samtaka atvinnulífsins fæddust 2,03 börn á hverja konu árið 2005 en gert er ráð fyrir að 1,9 börn fæðist á hverja konu árið 2050. Þá er útlit fyrir að konur eigi börn síðar á ævinni og algengasti barnseignaraldurinn verði 30-34 ár í staðinn fyrir 25-29 ár sem er nú. Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Fjöldi Íslendinga yfir áttræðu á eftir að fimmfaldast fram til ársins 2050, úr 9 þúsundum í 45 þúsund og meðalævi fólks lengist um 7 ár. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og örkulífeyrisþega á næstu árum vegna hækkandi aldurs. Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka atvinnulífsins sem nefnist Ísland 2050 Eldri þjóð -ný viðfangsefni. Skýrslan kemur út í tilefni af aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Nordica hóteli í dag. Þar kemur fram að eldra fólki á Íslandi á eftir að fjölga verulega líkt og hjá öllum öðrum þjóðum heims. Ástæðan er betri lífskjör, færri barnsfæðingar, betra heilsufar og framfarir í læknavísindum. Útlit er fyrir að árið 2050 verði ævilíkur karla 86,5 ár og kvenna tæp 90 ár. Meðalævi lengist þannig um 7,5 ár hjá körlum og 7 ár hjá konum. Þá er útlit fyrir að það tímabil sem fólk nýtur lífeyris lengist um tæp 30%. Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtakanna atvinnulífsins og höfundur skýrslunnar segir að efla verði atvinnuþátttöku eldra fólks og örorkulífeyrisþega vegna sífellt bættari lífskjara og hækkandi aldurs. Mesta hindrunin sé skerðing lífeyris vegna atvinnuþátttöku fólks. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á aðalfundi í dag að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun lífeyrisþega næstu áratugi þar sem búið væri að byggja upp öflugt lífeyriskerfi. Eftir þrjátíu til fjörutíu ár væru flestir búnir að borga í lífeyrissjóð alla starfsævi sína. Samkvæmt mannfjöldaspá Samtaka atvinnulífsins fæddust 2,03 börn á hverja konu árið 2005 en gert er ráð fyrir að 1,9 börn fæðist á hverja konu árið 2050. Þá er útlit fyrir að konur eigi börn síðar á ævinni og algengasti barnseignaraldurinn verði 30-34 ár í staðinn fyrir 25-29 ár sem er nú.
Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent