KR á toppinn

KR komst á topp Landsbankadeildar kvenna í dag. KR sigraði Fylki í Árbænum í kvöld 2-4. Þar með er KR með 9 stig eftir 3 leiki og situr á toppi deildarinnar. Keflavík burstaði ÍR á heimavelli, 7-0. Á Kópavogsvelli skildu Breiðablik og Stjarnan jöfn 1-1.