Fornleifafræðingar í Vestur-Japan grófu á dögunum upp lítinn skífulaga hlut sem þeir telja vera elstu óröskuðu leifar af melónu sem fundist hafa.
Með hjálp aldurgreiningartækja sýnist umrædd melóna vera hátt í 2100 ára gömul.
Í jörðinni hefur melónan geymst við skilyrði þar sem rotnun gengur með hægara móti. Því er kjöt hennar nánast sem nýtt.