Valsstúlkur kláruðu riðlakeppni Evrópumóts félagsliða með stæl í dag þegar þær unnu stórsigur á hollensku meisturunum í Den Haag með fimm mörkum gegn einu. Þar með fóru Valsstúlkur í gegnum riðilinn með fullt hús stiga, eða níu stig eftir þrjá leiki. Valur fer því í milliriðla sem hefjast um miðjan október.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu báðar tvö mörk fyrir Val og Dagný Brynjarsdóttir eitt.