Sigur Rós - Heima - er nafn kvikmyndar um hljómsveitina Sigur Rós og tónleikaferð hennar um landið fyrir nokkrum misserum. Hljómsveitin lék þá á ólíklegustu stöðum og öll herlegheitin voru fest á filmu. Eftir rúman mánuð verður heimsfrumsýning á myndinni á kvikmyndahátíð í Reykjavík.
Myndin kostaði um eitt hundrað milljónir og verður sýnd um allan heim.
Ísland í dag ræddi við Kára Sturluson framleiðanda myndarinnar.