Margir forvitnilegir leikir voru á dagskrá í Uefa keppninni í knattspyrnu í kvöld. Tottenham náði að bjarga andlitinu gegn danska liðinu Álaborg og vinna 3-2 sigur eftir að hafa verið 2-0 undir á heimavelli í hálfleik.
Danska liðið var betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og átti fyllilega skilð að fara með forystu til búningsherbergja. Juande Ramos knattspyrnustjóri hefur greinilega messað vel yfir sínum mönnum í hálfleiknum því það tók liðið ekki nema um fimm mínútur að jafna með mörkum frá Berbatov og Malbranque. Síðari hálfleikur var eign Tottenham og það var svo varamaðurinn Darren Bent sem tryggði liðinu 3-2 sigur og efsta sætið í riðlinum.
Þá þurfti Bolton að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn gríska liðinu Aris Salonika þar sem Stelios Giannakopoulos skoraði jöfnunarmark liðsins í uppbótartíma.
Hér fyrir neðan eru úrslit allra leikja í Uefa keppninni í kvöld.
A-riðill
Zenit Petersburg 2 - Nurnberg 2
AZ Alkmaar 1 - Larisa 0
* Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar
B-riðill
Lokomotiv Moskva o - FC Kaupmannahöfn 1
Atletico Madrid 2 - Aberdeen 0
C-riðill
Elfsborg 1 - Mlada Boleslav 3
AEK Aþena 1 - Fiorentina 1
D-riðill
HSV 3 - Rennes 0
Brann 2 - Dinamo Zagreb 1
*Ólafur Örn Bjarnason skoraði fyrra mark Brann úr víti. Ármann Smári Björnsson kom inn sem varamaður í lokin hjá Brann.
E-riðill
Sparta Prag 0 - Spartak Moskva 0
Zurich 2 - Tolouse 0
F-riðill
Bolton 1 - Aris Saloniki 1
Braga 1 - Bayern Munchen 1
G-riðill
Getafe 1 - Hapoel Tel Aviv 2
Tottenham 3 - Álaborg 2
H-riðill
Panionios 0 - Galatasaray 3
Helsingborg 3 - Austria Vín 0
* Ólafur Ingi Skúlason skoraði fyrsta mark Helsingborg í leiknum.