Íslensk tónlist undir smásjá erlendra stórfyrirtækja 19. október 2008 08:00 Lay Low hefur hrifið aðila úr erlendu tónlistarlífi upp úr skónum með framgöngu sinni að undanförnu. MYND/Arnþór Tónlistarkonan Lay Low stefnir hraðbyri í að verða næsta stjarna Íslands á alþjóðavísu því að minnsta kosti tveir áhrifamiklir erlendir aðilar hafa sýnt mikinn áhuga á hennar verkum. Báðir héldu þeir fyrirlestra á hinni vel heppnuðu ráðstefnu You Are In Control sem var haldin á Hótel Sögu fyrir skömmu. Fyrst ber að nefna Terry McBride, sem er einn þriggja stofnenda Nettwerk Music Group, eins stærsta umboðs- og útgáfufyrirtækis heimsins. Er það með bækistöðvar í Vancouver, New York, London og víðar og á meðal skjólstæðinga þess eru engir aukvisar, eða stjörnur á borð við Avril Lavigne, Dido, All Saints og Jamiroquai. „Hann átti fund með Kára [Sturlusyni, umboðsmanni Lay Low] og fór á tónleikana í Fríkirkjunni og sagði að honum hafi líkað mjög vel það sem hann heyrði," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón sem skipulagði ráðstefnuna. Á hún þar við útgáfutónleika í tilefni annarrar sólóplötu hennar, Farewell Good Night's Sleep, sem þykir afar vel heppnuð. „Hvort sem það verða samningar eða ekki þá skiptir máli ef menn sem hafa svona áhrif sýna íslensku tónlistarfólki áhuga." Að sögn Önnu Hildar lýsti Jean Hsiao Wernheim, framkvæmdastjóri hjá Shanghai Synergy Group, sem er eitt stærsta afþreyingarfyrirtæki Kína, einnig yfir áhuga á að semja við Lay Low. Hljómsveitirnar For A Minor Reflection og Dr. Spock vöktu einnig sérstaka athygli hjá háttsettri konu sem hefur umsjón með því að velja tónlist í erlendar kvikmyndir. „Hún hefur í huga lag með Dr. Spock sem hún heyrði með þeim á Prikinu sem getur víst passað fullkomlega í eina kvikmynd," segir Anna Hildur, sem taldi að um mynd hjá einu af stórfyrirtækjunum í Hollywood væri að ræða. Fyrir utan áhugann á Lay Low, For A Minor Reflection og Dr. Spock er vitað af áhuga erlendra aðila á fleiri íslenskum böndum sem spila á Airwaves-hátíðinni. Að sögn Árna Einars Birgissonar hjá Hr. Örlygi eru Retro Stefson, Reykjavík! og Hjaltalín þar mest í umræðunni. Einnig játaði Árni að For A Minor Reflection hafi fengið aukna athygli hjá útlendingum eftir að hafa verið valin til að hita upp fyrir Sigur Rós, sem þykja aldeilis ekki slæm meðmæli úti í hinum stóra heimi. Haukur S. Magnússon hjá Reykjavík! kannaðist ekki við að erlendir umboðsmenn hafi rætt við sig, nema kannski aðilar frá Rússlandi. „Okkur hafa verið sendir samningar frá Rússlandi og menn eru að bjóðast til að gefa okkur út þar," segir Haukur. „Nema hvað að við skiljum ekki rússnesku og erum hálffeimnir við þetta. Það kannski gerist einhvern tímann þegar Medvedev verður orðinn forseti Íslands." Hann segir áhuga útlendinga á íslenskum hljómsveitum ekki koma sér á óvart. „Þessi sena hefur yfirhöfuð verið að dafna og þroskast og við getum verið rosalega stolt og ánægð með hvað við eigum góð bönd." Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Tónlistarkonan Lay Low stefnir hraðbyri í að verða næsta stjarna Íslands á alþjóðavísu því að minnsta kosti tveir áhrifamiklir erlendir aðilar hafa sýnt mikinn áhuga á hennar verkum. Báðir héldu þeir fyrirlestra á hinni vel heppnuðu ráðstefnu You Are In Control sem var haldin á Hótel Sögu fyrir skömmu. Fyrst ber að nefna Terry McBride, sem er einn þriggja stofnenda Nettwerk Music Group, eins stærsta umboðs- og útgáfufyrirtækis heimsins. Er það með bækistöðvar í Vancouver, New York, London og víðar og á meðal skjólstæðinga þess eru engir aukvisar, eða stjörnur á borð við Avril Lavigne, Dido, All Saints og Jamiroquai. „Hann átti fund með Kára [Sturlusyni, umboðsmanni Lay Low] og fór á tónleikana í Fríkirkjunni og sagði að honum hafi líkað mjög vel það sem hann heyrði," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón sem skipulagði ráðstefnuna. Á hún þar við útgáfutónleika í tilefni annarrar sólóplötu hennar, Farewell Good Night's Sleep, sem þykir afar vel heppnuð. „Hvort sem það verða samningar eða ekki þá skiptir máli ef menn sem hafa svona áhrif sýna íslensku tónlistarfólki áhuga." Að sögn Önnu Hildar lýsti Jean Hsiao Wernheim, framkvæmdastjóri hjá Shanghai Synergy Group, sem er eitt stærsta afþreyingarfyrirtæki Kína, einnig yfir áhuga á að semja við Lay Low. Hljómsveitirnar For A Minor Reflection og Dr. Spock vöktu einnig sérstaka athygli hjá háttsettri konu sem hefur umsjón með því að velja tónlist í erlendar kvikmyndir. „Hún hefur í huga lag með Dr. Spock sem hún heyrði með þeim á Prikinu sem getur víst passað fullkomlega í eina kvikmynd," segir Anna Hildur, sem taldi að um mynd hjá einu af stórfyrirtækjunum í Hollywood væri að ræða. Fyrir utan áhugann á Lay Low, For A Minor Reflection og Dr. Spock er vitað af áhuga erlendra aðila á fleiri íslenskum böndum sem spila á Airwaves-hátíðinni. Að sögn Árna Einars Birgissonar hjá Hr. Örlygi eru Retro Stefson, Reykjavík! og Hjaltalín þar mest í umræðunni. Einnig játaði Árni að For A Minor Reflection hafi fengið aukna athygli hjá útlendingum eftir að hafa verið valin til að hita upp fyrir Sigur Rós, sem þykja aldeilis ekki slæm meðmæli úti í hinum stóra heimi. Haukur S. Magnússon hjá Reykjavík! kannaðist ekki við að erlendir umboðsmenn hafi rætt við sig, nema kannski aðilar frá Rússlandi. „Okkur hafa verið sendir samningar frá Rússlandi og menn eru að bjóðast til að gefa okkur út þar," segir Haukur. „Nema hvað að við skiljum ekki rússnesku og erum hálffeimnir við þetta. Það kannski gerist einhvern tímann þegar Medvedev verður orðinn forseti Íslands." Hann segir áhuga útlendinga á íslenskum hljómsveitum ekki koma sér á óvart. „Þessi sena hefur yfirhöfuð verið að dafna og þroskast og við getum verið rosalega stolt og ánægð með hvað við eigum góð bönd."
Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira