Andri Berg ekki í bann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2008 16:20 Andri Berg Haraldsson í leik með Fram. Mynd/Arnþór Aganefnd HSÍ ákvað á fundi sínum í dag að dæma Andra Berg Haraldsson ekki í bann vegna útilokunar sem hann fékk í leik Fram og Akureyrar í síðustu viku. Nikola Jankovic, leikmaður Akureyrar, fékk hins vegar tveggja leikja bann fyrir útilokun í sama leik. Það var einmitt hann sem gaf Andra Berg hnefahögg í fyrri hálfleik en Andra var í kjölfarið vísað af velli, eins og sjá má í myndbandi í frétt hér fyrir neðan. Fram kom í niðurstöðu aganefndar að dómarar leiksins hafi sent inn greinagerð þar sem fram kemur að leikmaðurinn hafi ekki gert neitt til að verðskulda rautt spjald. Niðurstaðan í heild sinni: „Andri Berg Haraldsson leikmaður Fram fékk útilokun í leik Fram og Akureyrar í M.fl. ka. 13.02.08. Dómarar leiksins hafa sent inn greinargerð þar sem fram kemur að, að athuguðu máli geti þeir ekki séð að það hafi neitt komið fram sem verðskuldi að leikmaðurinn fengi rautt spjald. Aganefnd lítur því svo á að dómarar hafi þar með viðurkennt að hafa gert mistök með því að beita leikmannin útilokun á þessum tímapunkti í leiknum þó refsingunni hafi verið beitt í góðri trú miðað við hvernig þeir upplifðu atvik það er um ræðir. Það er ekki hlutverk Aganefndar að meta hvort þær refsingar sem dómarar beita séu réttar eða rangar en ber aðeins að taka mið af refsingunum og úrskurða eftir þeim og það getur því aldrei verið hlutverk nefndarinna að skoða leiki á myndbandi til þess að meta ákvarðanir dómara. Heimild Aganefndar í grein 8.2.2 á fyrst og fremst við þegar um mjög alvarleg brot er að ræða og fyrst og fremst ætluð til þyngingar refsingar og þá oftast vegna brota sem hafa farið framhjá dómurum leiksins, ekki til að draga í efa ákvarðanir þeirra. Vegna yfirlýsingar dómara um mistök í dómgæslu er það álit Aganefndar að ekki sé rétt að úrskurða leikmanninn Andra Berg Haraldsson í leikbann vegna þessa atviks." Olís-deild karla Tengdar fréttir Andri Berg: Það hefur eitthvað hlaupið í hann Andri Berg Haraldsson segist hafa verið mjög hissa þegar honum var vikið af leikvelli með rautt spjald í leik Fram og Akureyrar í Eimskipabikarnum í gærkvöldi. 13. febrúar 2008 13:15 Fékk rautt spjald fyrir að vera kýldur (myndband) Það gekk mikið á í leik Fram og Akureyrar í undanúrslitum Eimskipabikarsins í handbolta í gær þar sem tveir leikmenn fengu að líta rautt spjald. 13. febrúar 2008 12:19 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Aganefnd HSÍ ákvað á fundi sínum í dag að dæma Andra Berg Haraldsson ekki í bann vegna útilokunar sem hann fékk í leik Fram og Akureyrar í síðustu viku. Nikola Jankovic, leikmaður Akureyrar, fékk hins vegar tveggja leikja bann fyrir útilokun í sama leik. Það var einmitt hann sem gaf Andra Berg hnefahögg í fyrri hálfleik en Andra var í kjölfarið vísað af velli, eins og sjá má í myndbandi í frétt hér fyrir neðan. Fram kom í niðurstöðu aganefndar að dómarar leiksins hafi sent inn greinagerð þar sem fram kemur að leikmaðurinn hafi ekki gert neitt til að verðskulda rautt spjald. Niðurstaðan í heild sinni: „Andri Berg Haraldsson leikmaður Fram fékk útilokun í leik Fram og Akureyrar í M.fl. ka. 13.02.08. Dómarar leiksins hafa sent inn greinargerð þar sem fram kemur að, að athuguðu máli geti þeir ekki séð að það hafi neitt komið fram sem verðskuldi að leikmaðurinn fengi rautt spjald. Aganefnd lítur því svo á að dómarar hafi þar með viðurkennt að hafa gert mistök með því að beita leikmannin útilokun á þessum tímapunkti í leiknum þó refsingunni hafi verið beitt í góðri trú miðað við hvernig þeir upplifðu atvik það er um ræðir. Það er ekki hlutverk Aganefndar að meta hvort þær refsingar sem dómarar beita séu réttar eða rangar en ber aðeins að taka mið af refsingunum og úrskurða eftir þeim og það getur því aldrei verið hlutverk nefndarinna að skoða leiki á myndbandi til þess að meta ákvarðanir dómara. Heimild Aganefndar í grein 8.2.2 á fyrst og fremst við þegar um mjög alvarleg brot er að ræða og fyrst og fremst ætluð til þyngingar refsingar og þá oftast vegna brota sem hafa farið framhjá dómurum leiksins, ekki til að draga í efa ákvarðanir þeirra. Vegna yfirlýsingar dómara um mistök í dómgæslu er það álit Aganefndar að ekki sé rétt að úrskurða leikmanninn Andra Berg Haraldsson í leikbann vegna þessa atviks."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Andri Berg: Það hefur eitthvað hlaupið í hann Andri Berg Haraldsson segist hafa verið mjög hissa þegar honum var vikið af leikvelli með rautt spjald í leik Fram og Akureyrar í Eimskipabikarnum í gærkvöldi. 13. febrúar 2008 13:15 Fékk rautt spjald fyrir að vera kýldur (myndband) Það gekk mikið á í leik Fram og Akureyrar í undanúrslitum Eimskipabikarsins í handbolta í gær þar sem tveir leikmenn fengu að líta rautt spjald. 13. febrúar 2008 12:19 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Andri Berg: Það hefur eitthvað hlaupið í hann Andri Berg Haraldsson segist hafa verið mjög hissa þegar honum var vikið af leikvelli með rautt spjald í leik Fram og Akureyrar í Eimskipabikarnum í gærkvöldi. 13. febrúar 2008 13:15
Fékk rautt spjald fyrir að vera kýldur (myndband) Það gekk mikið á í leik Fram og Akureyrar í undanúrslitum Eimskipabikarsins í handbolta í gær þar sem tveir leikmenn fengu að líta rautt spjald. 13. febrúar 2008 12:19