Getafe leggur bölvun á þjálfara 12. mars 2008 15:00 Það boðar ekki gott fyrir þjálfara að spila við Getafe í vetur NordcPhotos/GettyImages Það er nokkuð áhugavert að skoða hvað orðið hefur um þjálfara andstæðinga spænska liðsins Getafe á þessari leiktíð, ekki síst þegar kemur að andstæðingum liðsins í Evrópukeppninni. Þjálfarar fimm af sex þeirra liða sem mætt hafa Getafe í Uefa keppninni í vetur hafa þannig verið reknir í kring um leiki við Getafe. Lærisveinar Michael Laudrup mæta Benfica í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld og ef Getafe fer áfram úr þeirri viðureign væri þjálfara næstu mótherja liðsins líklega hollara að vera var um sig. Tottenham spilaði í riðli með Getafe í riðlakeppninni og þar þurfti Martin Jol að taka pokann sinn eftir 2-1 tap fyrir spænska liðinu. Þjálfari Hapoel Tel Aviv, Guy Luzon, sagði af sér fjórum dögum fyrir leik liðsins gegn Getafe og Anderlecht skipti einnig um þjálfara í milliriðlunum rétt áður en það mætti Getafe. AEK frá Aþenu rak þjálfara sinn Llorenc Serra Ferrer aðeins sólarhring fyrir leik gegn Getafe og nú síðast sagði Antonio Camacho af sér hjá Benfica eftir að hafa tapað fyrri leiknum gegn Getafe í 16-liða úrslitunum. Ekki nóg með þetta heldur rak Real Murcia í spænsku deildinni svo þjálfara sinn á dögunum eftir 3-0 tap gegn Getafe. "Mér finnst það oft á tíðum ekkert sérstaklega góð hugmynd þegar lið eru að skipta um þjálfara, en það hefur sannarlega gerst oft í kring um leiki við okkur í vetur," sagði Laudrup á heimasíðu Getafe. "Það hefur hins vegar reynst okkur ágætlega að mæta liðum í þessari stöðu svo mér er alveg sama þó það haldi áfram að gerast," sagði Daninn. Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Það er nokkuð áhugavert að skoða hvað orðið hefur um þjálfara andstæðinga spænska liðsins Getafe á þessari leiktíð, ekki síst þegar kemur að andstæðingum liðsins í Evrópukeppninni. Þjálfarar fimm af sex þeirra liða sem mætt hafa Getafe í Uefa keppninni í vetur hafa þannig verið reknir í kring um leiki við Getafe. Lærisveinar Michael Laudrup mæta Benfica í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld og ef Getafe fer áfram úr þeirri viðureign væri þjálfara næstu mótherja liðsins líklega hollara að vera var um sig. Tottenham spilaði í riðli með Getafe í riðlakeppninni og þar þurfti Martin Jol að taka pokann sinn eftir 2-1 tap fyrir spænska liðinu. Þjálfari Hapoel Tel Aviv, Guy Luzon, sagði af sér fjórum dögum fyrir leik liðsins gegn Getafe og Anderlecht skipti einnig um þjálfara í milliriðlunum rétt áður en það mætti Getafe. AEK frá Aþenu rak þjálfara sinn Llorenc Serra Ferrer aðeins sólarhring fyrir leik gegn Getafe og nú síðast sagði Antonio Camacho af sér hjá Benfica eftir að hafa tapað fyrri leiknum gegn Getafe í 16-liða úrslitunum. Ekki nóg með þetta heldur rak Real Murcia í spænsku deildinni svo þjálfara sinn á dögunum eftir 3-0 tap gegn Getafe. "Mér finnst það oft á tíðum ekkert sérstaklega góð hugmynd þegar lið eru að skipta um þjálfara, en það hefur sannarlega gerst oft í kring um leiki við okkur í vetur," sagði Laudrup á heimasíðu Getafe. "Það hefur hins vegar reynst okkur ágætlega að mæta liðum í þessari stöðu svo mér er alveg sama þó það haldi áfram að gerast," sagði Daninn.
Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira