Ísland vann Slóvakíu 2-1 Elvar Geir Magnússon skrifar 26. mars 2008 20:45 Ólafur Jóhannesson. Vináttulandsleik Slóvakíu og Íslands er lokið. Ísland vann góðan 2-1 sigur ytra með mörkum frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen. Ísland átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik en í þeim síðari færðist liðið framar á völlinn. Á 71. mínútu skoraði Gunnar Heiðar en hann kom inn sem varamaður. Eiður kom Íslandi tveimur mörkum yfir á 82. mínútu en heimamenn minnkuðu muninn fimm mínútum síðar. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá hana hér að neðan:21:11 Leik lokið: Slóvakía 1-2 Ísland 21:11 Tryggvi Guðmundsson inn fyrir Emil þegar 92 mínútur eru á klukkunni. 21:10 Skrtel skallar yfir úr fínu færi í uppbótartíma. Þarna hefðu Slóvakar getað jafnað. 21:08 Veigar Páll Gunnarsson kemur inn fyrir Eið Smára á 90. mínútu. Veigar að spila sinn nítjánda landsleik. 21:05 MARK Slóvakía 1-2 Ísland Marek Mintal minnkar muninn með hörkuskoti við vítateigslínuna á 87. mínútu. 21:00 MARK Slóvakía 0-2 Ísland Eiður Smári kemur Íslandi í 2-0. Ekki hans flottasta mark. Ísland fékk hornspyrnu og eftir vandræðagang í vörn heimamanna datt boltinn fyrir Eið sem kom boltanum í netið. 20:56 Slóvakar hafa fengið nokkur góð færi til að jafna metin sem ekki hafa nýst. Rúmar tíu mínútur til leiksloka. 20:50 MARK Slóvakía 0-1 Ísland Varamaðurinn Gunnar Heiðar kemur Íslandi yfir. Bjarni Ólafur Eiríksson átti fyrirgjöf frá vinstri. Gunnar var í teignum og hamraði boltann glæsilega í netið, óverjandi fyrir markvörð Slóvaka 20:48 Heimamenn nálægt því að brjóta ísinn. Áttu gott skot sem Kjartan varði í horn. Eftir hornspyrnuna kom síðan skalli naumlega framhjá. 20:45 Skipting á 66. mínútu. Atli Sveinn Þórarinsson kemur inn fyrir Grétar Rafn. Ragnar færist þar með í hægri bakvörðinn en Atli fer í miðvörðinn. „Seinni hálfleikurinn hefur verið mun betri hjá íslenska liðinu. Við sækjum meira, höldum boltanum betur og erum klókari," segir Bjarni Jóhannsson. 20:42 Fyrsta skipting íslenska liðsins á 64. mínútu. Theodór Elmar fer af velli en í stað hans kemur Gunnar Heiðar Þorvaldsson. 20:40 Slóvakar fengu mjög gott færi en Kjartan Sturluson varði virkilega vel í horn. Kjartan hefur nú haldið marki íslenska landsliðsins hreinu í 315 mínútur. 20:37 Ólafur Ingi fær fyrsta gula spjald leiksins fyrir harða tæklingu. 20:34 Fyrsta skot Íslands kemur á 55. mínútu. Brotið var á Eiði Smári, sem hefur varla verið sjáanlegur í leiknum, og dæmd aukaspyrna. Emil skaut úr spyrnunni en boltinn yfir markið og engin hætta. 20:31 Ísland fékk sína fyrstu hornspyrnu en markvörður heimamanna varði fyrirgjöfina auðveldlega. 20:27 Seinni hálfleikur er hafinn og íslenska liðið náði að bjarga á línu eftir aðeins þriggja mínútna leik. Það er ofankoma og kuldalegt í Slóvakíu. Engar breytingar voru gerðar á íslenska liðinu í hálfleiknum. „Heilt yfir hefur Aron Einar verið okkar besti maður. Vonandi heldur hann áfram að þroskast og þróast í rétta átt. Maður sér það strax að þarna er leikmaður sem við getum byggt eitthvað kringum," segir Ólafur Þórðarson, gestur í myndveri Stöðvar 2 Sport. 20:12 Ísland átti ekki skot að marki í fyrri hálfleiknum en vonandi breytist það í seinni hálfleik. Leikur íslenska liðsins batnaði eftir því sem á hálfleikinn leið. 20:07 Hálfleikur - Staðan markalaus. 20:01 Slóvakar með skalla í stöng á 40. mínútu. Léleg dekkning hjá íslenska liðinu sem slapp þarna með skrekkinn. 19:51 Marek Sapara með fínt skot úr aukaspyrnu af talsverðu færi. Kjartan Sturluson tók enga áhættu og varði boltann vel í horn. „Ég held að við getum verið mjög sáttir við spilamennskuna. Við fengum á okkur færi á fyrstu tíu mínútunum en síðan höfum við verið að spila þetta vel. Við eigum reyndar enn eftir að eiga almennilegt skot á markið en það kemur með þolinmæðinni," segir Bjarni Jóhannsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. 19:42 Slóvakar hika ekki við að skjóta af löngum færum. Áttu skot rétt framhjá rétt áðan og svo skot rétt yfir.19:37 Heimamenn verið mun líklegri fyrsta stundarfjórðunginn og nóg að gera hjá varnarmönnum íslenska liðsins. 19:32 Slóvakar hættulegir. Ragnar Sigurðsson gerði slæm mistök í vörninni og heimamenn skutu í slá. Kristján Örn skallaði boltann í horn. Eftir hornið náðu Slóvakar skoti á markið en það laust og beint á Kjartan Sturluson. 19:29 Fyrsta sókn Íslands. Theodór Elmar átti góða sendingu í teiginn á Emil Hallfreðsson sem nær þó ekki að taka á móti boltanum. 19:26 Slóvakar fengu fyrstu hornspyrnu leiksins eftir fimm mínútna leik en boltinn yfir alla í teignum. Emil Hallfreðsson varð fyrir samstuði og haltrar aðeins en við vonum að hann jafni sig á því. 19:20 Leikurinn er farinn af stað. Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, er fyrirliði Slóvaka. 19:16 Verið er að spila þjóðsöngvana. Kristján Örn Sigurðsson er fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn en hann er að leika sinn 28. landsleik. „Ég vil fyrst og fremst sjá góðan varnarleik, ef við sjáum hann í dag þá vitum við að liðið er á réttri leið," segir Magnús Gylfason fyrir leikinn á Stöð 2 Sport. 19:08 Nú eru aðeins nokkrar mínútur í þennan leik en hann er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lið Íslands (4-5-1): Kjartan Sturluson (m); Grétar Rafn Steinsson, Ragnar Sigurðsson, Kristján Örn Sigurðsson (f), Bjarni Ólafur Eiríksson; Aron Einar Gunnarsson, Stefán Gíslason, Ólafur Ingi Skúlason, Theodór Elmar Bjarnason, Emil Hallfreðsson; Eiður Smári Guðjohnsen. Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Vináttulandsleik Slóvakíu og Íslands er lokið. Ísland vann góðan 2-1 sigur ytra með mörkum frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen. Ísland átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik en í þeim síðari færðist liðið framar á völlinn. Á 71. mínútu skoraði Gunnar Heiðar en hann kom inn sem varamaður. Eiður kom Íslandi tveimur mörkum yfir á 82. mínútu en heimamenn minnkuðu muninn fimm mínútum síðar. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá hana hér að neðan:21:11 Leik lokið: Slóvakía 1-2 Ísland 21:11 Tryggvi Guðmundsson inn fyrir Emil þegar 92 mínútur eru á klukkunni. 21:10 Skrtel skallar yfir úr fínu færi í uppbótartíma. Þarna hefðu Slóvakar getað jafnað. 21:08 Veigar Páll Gunnarsson kemur inn fyrir Eið Smára á 90. mínútu. Veigar að spila sinn nítjánda landsleik. 21:05 MARK Slóvakía 1-2 Ísland Marek Mintal minnkar muninn með hörkuskoti við vítateigslínuna á 87. mínútu. 21:00 MARK Slóvakía 0-2 Ísland Eiður Smári kemur Íslandi í 2-0. Ekki hans flottasta mark. Ísland fékk hornspyrnu og eftir vandræðagang í vörn heimamanna datt boltinn fyrir Eið sem kom boltanum í netið. 20:56 Slóvakar hafa fengið nokkur góð færi til að jafna metin sem ekki hafa nýst. Rúmar tíu mínútur til leiksloka. 20:50 MARK Slóvakía 0-1 Ísland Varamaðurinn Gunnar Heiðar kemur Íslandi yfir. Bjarni Ólafur Eiríksson átti fyrirgjöf frá vinstri. Gunnar var í teignum og hamraði boltann glæsilega í netið, óverjandi fyrir markvörð Slóvaka 20:48 Heimamenn nálægt því að brjóta ísinn. Áttu gott skot sem Kjartan varði í horn. Eftir hornspyrnuna kom síðan skalli naumlega framhjá. 20:45 Skipting á 66. mínútu. Atli Sveinn Þórarinsson kemur inn fyrir Grétar Rafn. Ragnar færist þar með í hægri bakvörðinn en Atli fer í miðvörðinn. „Seinni hálfleikurinn hefur verið mun betri hjá íslenska liðinu. Við sækjum meira, höldum boltanum betur og erum klókari," segir Bjarni Jóhannsson. 20:42 Fyrsta skipting íslenska liðsins á 64. mínútu. Theodór Elmar fer af velli en í stað hans kemur Gunnar Heiðar Þorvaldsson. 20:40 Slóvakar fengu mjög gott færi en Kjartan Sturluson varði virkilega vel í horn. Kjartan hefur nú haldið marki íslenska landsliðsins hreinu í 315 mínútur. 20:37 Ólafur Ingi fær fyrsta gula spjald leiksins fyrir harða tæklingu. 20:34 Fyrsta skot Íslands kemur á 55. mínútu. Brotið var á Eiði Smári, sem hefur varla verið sjáanlegur í leiknum, og dæmd aukaspyrna. Emil skaut úr spyrnunni en boltinn yfir markið og engin hætta. 20:31 Ísland fékk sína fyrstu hornspyrnu en markvörður heimamanna varði fyrirgjöfina auðveldlega. 20:27 Seinni hálfleikur er hafinn og íslenska liðið náði að bjarga á línu eftir aðeins þriggja mínútna leik. Það er ofankoma og kuldalegt í Slóvakíu. Engar breytingar voru gerðar á íslenska liðinu í hálfleiknum. „Heilt yfir hefur Aron Einar verið okkar besti maður. Vonandi heldur hann áfram að þroskast og þróast í rétta átt. Maður sér það strax að þarna er leikmaður sem við getum byggt eitthvað kringum," segir Ólafur Þórðarson, gestur í myndveri Stöðvar 2 Sport. 20:12 Ísland átti ekki skot að marki í fyrri hálfleiknum en vonandi breytist það í seinni hálfleik. Leikur íslenska liðsins batnaði eftir því sem á hálfleikinn leið. 20:07 Hálfleikur - Staðan markalaus. 20:01 Slóvakar með skalla í stöng á 40. mínútu. Léleg dekkning hjá íslenska liðinu sem slapp þarna með skrekkinn. 19:51 Marek Sapara með fínt skot úr aukaspyrnu af talsverðu færi. Kjartan Sturluson tók enga áhættu og varði boltann vel í horn. „Ég held að við getum verið mjög sáttir við spilamennskuna. Við fengum á okkur færi á fyrstu tíu mínútunum en síðan höfum við verið að spila þetta vel. Við eigum reyndar enn eftir að eiga almennilegt skot á markið en það kemur með þolinmæðinni," segir Bjarni Jóhannsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. 19:42 Slóvakar hika ekki við að skjóta af löngum færum. Áttu skot rétt framhjá rétt áðan og svo skot rétt yfir.19:37 Heimamenn verið mun líklegri fyrsta stundarfjórðunginn og nóg að gera hjá varnarmönnum íslenska liðsins. 19:32 Slóvakar hættulegir. Ragnar Sigurðsson gerði slæm mistök í vörninni og heimamenn skutu í slá. Kristján Örn skallaði boltann í horn. Eftir hornið náðu Slóvakar skoti á markið en það laust og beint á Kjartan Sturluson. 19:29 Fyrsta sókn Íslands. Theodór Elmar átti góða sendingu í teiginn á Emil Hallfreðsson sem nær þó ekki að taka á móti boltanum. 19:26 Slóvakar fengu fyrstu hornspyrnu leiksins eftir fimm mínútna leik en boltinn yfir alla í teignum. Emil Hallfreðsson varð fyrir samstuði og haltrar aðeins en við vonum að hann jafni sig á því. 19:20 Leikurinn er farinn af stað. Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, er fyrirliði Slóvaka. 19:16 Verið er að spila þjóðsöngvana. Kristján Örn Sigurðsson er fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn en hann er að leika sinn 28. landsleik. „Ég vil fyrst og fremst sjá góðan varnarleik, ef við sjáum hann í dag þá vitum við að liðið er á réttri leið," segir Magnús Gylfason fyrir leikinn á Stöð 2 Sport. 19:08 Nú eru aðeins nokkrar mínútur í þennan leik en hann er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lið Íslands (4-5-1): Kjartan Sturluson (m); Grétar Rafn Steinsson, Ragnar Sigurðsson, Kristján Örn Sigurðsson (f), Bjarni Ólafur Eiríksson; Aron Einar Gunnarsson, Stefán Gíslason, Ólafur Ingi Skúlason, Theodór Elmar Bjarnason, Emil Hallfreðsson; Eiður Smári Guðjohnsen.
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira