Umfjöllun: Stjörnustúlkur léku á alls oddi Ómar Þorgeirsson skrifar 30. júní 2009 22:30 Úr leik Stjörnunnar og Vals síðasta sumar. Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar. Það tók liðin smá tíma að ná áttum á KR-vellinum í kvöld en mikil barátta og fljúgandi tæklingar voru úti um allan völl frá fyrstu mínútu leiksins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk fyrsta alvöru færið fyrir gestina á 11. mínútu þegar hún slapp inn fyrir vörn KR en missti boltann of langt frá sér þegar hún reyndi að leika á Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki KR. Gunnhildur Yrsa var hins vegar arkitektinn af næsta færi Stjörnunnar fimm mínútum síðar þegar hún galopnaði vörn KR með frábærri stungusendingu á Björk Gunnarsdóttur sem skoraði fyrir Stjörnuna með hnitmiðuðu skoti í markhornið neðst. KR-stúlkur voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og stuttu síðar átti Fjöla Dröfn flotta stungusendingu á Katrínu Ómarsdóttur sem skoraði af miklu öryggi framhjá Söndru Sigurðardóttur í marki Stjörnunnar. Eftir jöfnunarmarkið ógnuðu Stjörnustúlkur meira, sér í lagi úr föstum leikatriðum, en Björk var einnig mjög lífleg í framlínunni og óþreytandi í að bjóða sig í lausu svæðin. KR-stúlkur áttu aftur á móti í erfiðleikum með að finna glufur á þéttum varnarmúr Stjörnustúlkna. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Stjörnustúlkur svo forystu á nýjan leik með marki Guðríðar Hannesdóttur en markið var fremur skondið. Guðríður virtist vera að hreinsa boltann fram völlinn þegar hún var rétt komin yfir miðjulínuna en Íris Dögg í marki KR misreiknaði sig illilega og boltinn skoppaði yfir hana og í markið. Staðan var 1-2 fyrir Stjörnuna í hálfleik og atvikið eflaust til þess að slá KR-stúlkur út af laginu því þær fundu sig illa í seinni hálfleik. Stjarnan hélt þá aftur á móti uppteknum hætti og Björk var nálægt því að bæta við þriðja markinu á 54. mínútu en skot hennar fór í slá. Tveimur mínútum síðar kom þó þriðja markið hjá Stjörnunni. Eyrún Guðmundsdóttir átti aukaspyrnu utan af kanti og boltinn endaði í netinu eftir klafs í teignum og Stjörnustúlkur því í vænlegri stöðu. KR-stúlkur fengu ágætt færi til þess að minnka muninn á 62. mínútu þegar Mist Edvardsdóttir átti fínt skot úr opnu færi en Sandra var vel á verði í markinu. Á 75. mínútu kom fjórða markið hjá Stjörnunni þegar Gunnhildur Yrsa kórónaði góðan leik sinn með marki eftir hornspyrnu og reyndist það síðasta mark leiksins. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru efst og jöfn með 23 stig úr tíu leikjum en Íslandsmeistarar Vals eru með lang hagstæðustu markatöluna.Tölfræðin:KR - Stjarnan 1-4 0-1 Björk Gunnarsdóttir (16.) 1-1 Katrín Ómarsdóttir (20.) 1-2 Guðríður Hannesdóttir (42.) 1-3 Eyrún Guðmundsdóttir (56.) 1-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (75.) KR-völlur, áhorfendur ???? Skot (á mark): 7-14 (4-10) Varin skot: Íris Dögg 5 - Sandra 3 Horn: 3-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-15 Rangstöður: 4-7KR (4-5-1) Íris Dögg Gunnarsdóttir Rebekka Sverrisdóttir Guðný Guðleif Einarsdóttir (65., Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir) Lilja Dögg Valþórsdóttir Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg Fjöla Dröfn Friðriksdóttir Mist Edvardsdóttir Kristín Sverrisdóttir Katrín Ásbjörnsdóttir (84., Guðrún Ólöf Olsen) Katrín Ómarsdóttir Hrefna Huld JóhannsdóttirStjarnan (4-5-1) Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (75., Karen Sturludóttir) Edda María Birgisdóttir (70., Helga Franklínsdóttir) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (84., Íris Ósk Valmundsdóttir) Björk GunnarsdóttirÚrslit annarra leikja og markaskorarar (heimild: fótbolti.net) ÍR 0-4 Þór/KA 0-1 Rakel Hönnudóttir 0-2 Vesna Smiljcovic 0-3 Mateja Zver 0-4 Mateja ZverGRV 1-4 Fylkir 0-1 Danka Podovac ('20) 0-2 Anna Sigurðardóttir ('45) 0-3 Anna Sigurðardóttir ('51) 0-4 Anna Sigurðardóttir ('60) 1-4 Linda Ósk Kjartansdóttir ('90) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar. Það tók liðin smá tíma að ná áttum á KR-vellinum í kvöld en mikil barátta og fljúgandi tæklingar voru úti um allan völl frá fyrstu mínútu leiksins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk fyrsta alvöru færið fyrir gestina á 11. mínútu þegar hún slapp inn fyrir vörn KR en missti boltann of langt frá sér þegar hún reyndi að leika á Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki KR. Gunnhildur Yrsa var hins vegar arkitektinn af næsta færi Stjörnunnar fimm mínútum síðar þegar hún galopnaði vörn KR með frábærri stungusendingu á Björk Gunnarsdóttur sem skoraði fyrir Stjörnuna með hnitmiðuðu skoti í markhornið neðst. KR-stúlkur voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og stuttu síðar átti Fjöla Dröfn flotta stungusendingu á Katrínu Ómarsdóttur sem skoraði af miklu öryggi framhjá Söndru Sigurðardóttur í marki Stjörnunnar. Eftir jöfnunarmarkið ógnuðu Stjörnustúlkur meira, sér í lagi úr föstum leikatriðum, en Björk var einnig mjög lífleg í framlínunni og óþreytandi í að bjóða sig í lausu svæðin. KR-stúlkur áttu aftur á móti í erfiðleikum með að finna glufur á þéttum varnarmúr Stjörnustúlkna. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Stjörnustúlkur svo forystu á nýjan leik með marki Guðríðar Hannesdóttur en markið var fremur skondið. Guðríður virtist vera að hreinsa boltann fram völlinn þegar hún var rétt komin yfir miðjulínuna en Íris Dögg í marki KR misreiknaði sig illilega og boltinn skoppaði yfir hana og í markið. Staðan var 1-2 fyrir Stjörnuna í hálfleik og atvikið eflaust til þess að slá KR-stúlkur út af laginu því þær fundu sig illa í seinni hálfleik. Stjarnan hélt þá aftur á móti uppteknum hætti og Björk var nálægt því að bæta við þriðja markinu á 54. mínútu en skot hennar fór í slá. Tveimur mínútum síðar kom þó þriðja markið hjá Stjörnunni. Eyrún Guðmundsdóttir átti aukaspyrnu utan af kanti og boltinn endaði í netinu eftir klafs í teignum og Stjörnustúlkur því í vænlegri stöðu. KR-stúlkur fengu ágætt færi til þess að minnka muninn á 62. mínútu þegar Mist Edvardsdóttir átti fínt skot úr opnu færi en Sandra var vel á verði í markinu. Á 75. mínútu kom fjórða markið hjá Stjörnunni þegar Gunnhildur Yrsa kórónaði góðan leik sinn með marki eftir hornspyrnu og reyndist það síðasta mark leiksins. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru efst og jöfn með 23 stig úr tíu leikjum en Íslandsmeistarar Vals eru með lang hagstæðustu markatöluna.Tölfræðin:KR - Stjarnan 1-4 0-1 Björk Gunnarsdóttir (16.) 1-1 Katrín Ómarsdóttir (20.) 1-2 Guðríður Hannesdóttir (42.) 1-3 Eyrún Guðmundsdóttir (56.) 1-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (75.) KR-völlur, áhorfendur ???? Skot (á mark): 7-14 (4-10) Varin skot: Íris Dögg 5 - Sandra 3 Horn: 3-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-15 Rangstöður: 4-7KR (4-5-1) Íris Dögg Gunnarsdóttir Rebekka Sverrisdóttir Guðný Guðleif Einarsdóttir (65., Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir) Lilja Dögg Valþórsdóttir Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg Fjöla Dröfn Friðriksdóttir Mist Edvardsdóttir Kristín Sverrisdóttir Katrín Ásbjörnsdóttir (84., Guðrún Ólöf Olsen) Katrín Ómarsdóttir Hrefna Huld JóhannsdóttirStjarnan (4-5-1) Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (75., Karen Sturludóttir) Edda María Birgisdóttir (70., Helga Franklínsdóttir) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (84., Íris Ósk Valmundsdóttir) Björk GunnarsdóttirÚrslit annarra leikja og markaskorarar (heimild: fótbolti.net) ÍR 0-4 Þór/KA 0-1 Rakel Hönnudóttir 0-2 Vesna Smiljcovic 0-3 Mateja Zver 0-4 Mateja ZverGRV 1-4 Fylkir 0-1 Danka Podovac ('20) 0-2 Anna Sigurðardóttir ('45) 0-3 Anna Sigurðardóttir ('51) 0-4 Anna Sigurðardóttir ('60) 1-4 Linda Ósk Kjartansdóttir ('90)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira