Kvenlíkaminn vígvöllur í stríði Magnea Marinósdóttir skrifar 26. nóvember 2009 06:00 Kerfisbundnar nauðganir á konum í svokölluðum „nauðgunarbúðum" voru liður í þjóðernishreinsunum serbneska stjórnarhersins á múslimum í Bosníu árið 1992-1995. Talið er að um 500 þúsund konum og stúlkum hafi verið nauðgað þegar þjóðarmorðin í Rúanda voru framin árið 1994. Kynbundið ofbeldi hefur fylgt stríði frá örófi alda. Eftir þjóðarmorðin í Bosníu og Rúanda urðu hins vegar þau vatnaskil að stofnaðir voru sérstakir dómstólar til að dæma stríðsglæpamenn og voru nauðganir meðal kæruatriða. Sakfellingar hafa ekki verið margar. Allar sakfellingar hafa þó mikið vægi til að vega upp á móti því refsileysi sem hefur verið við lýði gagnvart nauðgunum í stríði og ekki síður á friðartímum. Eftir því sem konur eru undirokaðri í samfélögum sínum á friðartímum, því hörmulegra verður ofbeldið á stríðstímum. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi var samþykkt árið 2000. Samþykktin felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að raunverulegur friður og öryggi séu ekki fyrir hendi ef helmingur mannkyns býr í skugga ofbeldis og ótta. Ályktunin felur í sér endurskilgreiningu öryggishugtaksins frá því að vera takmarkað við þjóðaröryggi ríkisins yfir í mannöryggi, sem lýtur að öryggi einstaklinga eða hópa. Ályktunin var mikill áfangasigur í mannréttindabaráttu kvenna. Nú, níu árum síðar, hefur öryggisráð SÞ auk þess samþykkt ályktun 1820 sem fordæmir notkun kynbundins ofbeldis sem vopn í stríðsátökum, 1888 sem skerpir á skyldum friðargæslusveita að vernda sérstaklega konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og 1889 sem áréttar mikilvægi þess að konur komi að friðaruppbyggingu eftir stríð. Lokaályktunin á að tryggja það að uppbygging eftir stríð skili sér ekki í afturhvarfi til fortíðar fyrir konur, endurreisn misréttis. Rúanda er dæmi um slíkt. Aukin völd kvenna í Rúanda eftir þjóðarmorðin 1994 hafa meðal annars leitt til þess að rótgróin feðraveldislög, sem enn eru við lýði í mörgum löndum og t.d. meina konum að eiga land, hafa verið afnumin auk þess sem lög hafa tekið gildi sem miða að því að binda enda á heimilisofbeldi og annað misrétti. Höfundur er stjórnmálafræðingur og varaformaður UNIFEM á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Marinósdóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kerfisbundnar nauðganir á konum í svokölluðum „nauðgunarbúðum" voru liður í þjóðernishreinsunum serbneska stjórnarhersins á múslimum í Bosníu árið 1992-1995. Talið er að um 500 þúsund konum og stúlkum hafi verið nauðgað þegar þjóðarmorðin í Rúanda voru framin árið 1994. Kynbundið ofbeldi hefur fylgt stríði frá örófi alda. Eftir þjóðarmorðin í Bosníu og Rúanda urðu hins vegar þau vatnaskil að stofnaðir voru sérstakir dómstólar til að dæma stríðsglæpamenn og voru nauðganir meðal kæruatriða. Sakfellingar hafa ekki verið margar. Allar sakfellingar hafa þó mikið vægi til að vega upp á móti því refsileysi sem hefur verið við lýði gagnvart nauðgunum í stríði og ekki síður á friðartímum. Eftir því sem konur eru undirokaðri í samfélögum sínum á friðartímum, því hörmulegra verður ofbeldið á stríðstímum. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi var samþykkt árið 2000. Samþykktin felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að raunverulegur friður og öryggi séu ekki fyrir hendi ef helmingur mannkyns býr í skugga ofbeldis og ótta. Ályktunin felur í sér endurskilgreiningu öryggishugtaksins frá því að vera takmarkað við þjóðaröryggi ríkisins yfir í mannöryggi, sem lýtur að öryggi einstaklinga eða hópa. Ályktunin var mikill áfangasigur í mannréttindabaráttu kvenna. Nú, níu árum síðar, hefur öryggisráð SÞ auk þess samþykkt ályktun 1820 sem fordæmir notkun kynbundins ofbeldis sem vopn í stríðsátökum, 1888 sem skerpir á skyldum friðargæslusveita að vernda sérstaklega konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og 1889 sem áréttar mikilvægi þess að konur komi að friðaruppbyggingu eftir stríð. Lokaályktunin á að tryggja það að uppbygging eftir stríð skili sér ekki í afturhvarfi til fortíðar fyrir konur, endurreisn misréttis. Rúanda er dæmi um slíkt. Aukin völd kvenna í Rúanda eftir þjóðarmorðin 1994 hafa meðal annars leitt til þess að rótgróin feðraveldislög, sem enn eru við lýði í mörgum löndum og t.d. meina konum að eiga land, hafa verið afnumin auk þess sem lög hafa tekið gildi sem miða að því að binda enda á heimilisofbeldi og annað misrétti. Höfundur er stjórnmálafræðingur og varaformaður UNIFEM á Íslandi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar