Mourinho og Lippi komnir í orðastríð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2009 16:25 Mourinho er búinn að kynda vel undir Lippi. Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á milli þeirra Jose Mourinho, þjálfara Inter, og Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítala. Það sem í fyrstu leit út fyrir að vera saklaust rifrildi er orðið að hatrömmu orðastríði þar sem skítapillurnar fljúga á víxl. Málið byrjaði á því að Mourinho sagði Lippi sýna óvirðingu með því að spá Juventus ítalska meistaratitlinum. Lippi reyndi strax að róa öldurnar með því að biðjast afsökunar en undirliggjandi var skot á Mourinho fyrir að æsa sig yfir slíkum smámunum. Portúgalinn stóryrti hafði engan húmor fyrir því og sagði Lippi hafa rangt fyrir sér. Vildi ekki þiggja neina afsökunarbeiðni. Það fór illa í Lippi sem ákvað í kjölfarið að keyra af fullum krafti í Mourinho. „Það eru leikmennirnir sem fara á völlinn, ekki Mourinho, Leonardo (þjálfari Milan) eða Ferrara (þjálfari Juve). Ef þeir myndu aftur á móti gera það þá væru Leonardo og Ferrara betri en Mourinho," sagði Lippi sem skýtur fast. „Mourinho hefur margt gott með sér. Hinir hafa minni reynslu en eru samt jafn miklir karakterar. Maður vinnur ekki leiki fyrir framan myndavélarnar eða hljóðnemana. Leikir eru spilaðir og unnir í búningsklefanum þar sem maður undirbýr liðið," bætti Lippi við. Eins og búast mátti við sat Mourinho ekki þegjandi undir þessum skotum. „Ég vil alls ekki vera að eyða meiri tíma í að svara þessu því ég er í vinnu alla daga ólíkt sumum. Ég er ekki heima að eyða tímanum til einskis að bíða eftir örfáum leikjum," sagði Mourinho ákveðinn. „Það eru kannski ekki allir sammála minni skoðun. Mér er alveg sama um það en ég endurtek að landsliðsþjálfari á ekki að hafa svona sterkar skoðanir á útkomu deildarinnar. Myndi Fabio Capello eða Vicente Del Bosque svara eins um deildirnar á Spáni og Englandi? Ég hef ekki trú á því, þeir eru of gáfaðir til þess," sagði Mourinho og bætti við að hann skildi ekkert í því af hverju Lippi væri að draga Leonardo og Ferrara inn í málið. Við bíðum spennt eftir næstu viðbrögðum frá Lippi. Ítalski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á milli þeirra Jose Mourinho, þjálfara Inter, og Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítala. Það sem í fyrstu leit út fyrir að vera saklaust rifrildi er orðið að hatrömmu orðastríði þar sem skítapillurnar fljúga á víxl. Málið byrjaði á því að Mourinho sagði Lippi sýna óvirðingu með því að spá Juventus ítalska meistaratitlinum. Lippi reyndi strax að róa öldurnar með því að biðjast afsökunar en undirliggjandi var skot á Mourinho fyrir að æsa sig yfir slíkum smámunum. Portúgalinn stóryrti hafði engan húmor fyrir því og sagði Lippi hafa rangt fyrir sér. Vildi ekki þiggja neina afsökunarbeiðni. Það fór illa í Lippi sem ákvað í kjölfarið að keyra af fullum krafti í Mourinho. „Það eru leikmennirnir sem fara á völlinn, ekki Mourinho, Leonardo (þjálfari Milan) eða Ferrara (þjálfari Juve). Ef þeir myndu aftur á móti gera það þá væru Leonardo og Ferrara betri en Mourinho," sagði Lippi sem skýtur fast. „Mourinho hefur margt gott með sér. Hinir hafa minni reynslu en eru samt jafn miklir karakterar. Maður vinnur ekki leiki fyrir framan myndavélarnar eða hljóðnemana. Leikir eru spilaðir og unnir í búningsklefanum þar sem maður undirbýr liðið," bætti Lippi við. Eins og búast mátti við sat Mourinho ekki þegjandi undir þessum skotum. „Ég vil alls ekki vera að eyða meiri tíma í að svara þessu því ég er í vinnu alla daga ólíkt sumum. Ég er ekki heima að eyða tímanum til einskis að bíða eftir örfáum leikjum," sagði Mourinho ákveðinn. „Það eru kannski ekki allir sammála minni skoðun. Mér er alveg sama um það en ég endurtek að landsliðsþjálfari á ekki að hafa svona sterkar skoðanir á útkomu deildarinnar. Myndi Fabio Capello eða Vicente Del Bosque svara eins um deildirnar á Spáni og Englandi? Ég hef ekki trú á því, þeir eru of gáfaðir til þess," sagði Mourinho og bætti við að hann skildi ekkert í því af hverju Lippi væri að draga Leonardo og Ferrara inn í málið. Við bíðum spennt eftir næstu viðbrögðum frá Lippi.
Ítalski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira