Sameiginleg sóknaráætlun 29. janúar 2010 06:00 Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir skrifa um sóknaráætlun fyrir Ísland Ísland þarf á sameiginlegri framtíðarsýn að halda. Sú sýn verður ekki, og á ekki eingöngu að vera hugsuð og sett fram af nokkrum stjórnmálamönnum. Framtíðarsýn þjóðar verður að byggjast á sameiginlegum grunni og hana verður að móta á lýðræðislegan hátt. Á næstu vikum verða haldnir 8 þjóðfundir um allt land undir merkjum Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Á þessum fundum verður, með aðferðafræði þjóðfundar Mauraþúfunnar, rætt um leiðir fyrir landið allt og einstaka landshluta til að sækja fram og einnig til að styrkja innviði samfélagsins. Líkt og á þjóðfundinum sjálfum er hér farin ný leið til að leiða saman hagsmunaaðila og einstaklinga af viðkomandi svæði sem valdir verða af handahófi úr þjóðskrá. Sóknaráætlanir fyrir hvern landshluta verða byggðar á niðurstöðum þessara funda, á grundvelli greiningar á stöðu hvers landshluta, mati á lykilstyrkleikum svæðanna, brýnustu viðfangsefnum þeirrar og tækifærum til framtíðar. Ólíkar raddir - ólíkar hugmyndirkatrín jakobsdóttirStrax eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna vorið 2009 var hafist handa við undirbúning sóknaráætlunar sem miðar að því að styrkja innviði samfélagsins og finna þeim krafti sem býr í þjóðinni farveg. Ein helsta krafa Íslendinga eftir hrunið er að raddir allra fái að hljóma og að ólíkar hugmyndir, til dæmis um verðmætasköpun, fái notið sín.Íslendingar þurfa á því að halda að allir kraftar séu virkjaðir, bæði fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Til þess að það megi verða þurfa innviðir samfélagsins að vera sterkir. Sóknaráætlun er ætlað að forgangsraða fjárfestingum framtíðarinnar til að tryggja að svo verði og tryggja að uppbygging samfélagsins byggist á stoðum lýðræðis, jafnréttis og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Uppbygging samfélagsinsÁ síðustu áratugum hefur íslenskt samfélag verið í hraðri mótun. Við höfum byggt upp fjölmargar áætlanir, til dæmis í atvinnu- og byggða- og samgöngumálum. Um margt hafa þessar áætlanir reynst okkur vel. Hins vegar er ljóst að áherslur í atvinnumálum og nýtingu auðlinda hafa verið umdeildar, fjölbreytni hefur skort og að nú þarf sérstakt afl til að ná okkur út úr kreppunni. Við núverandi aðstæður er því mikilvægara en nokkru sinni að allar ákvarðanir byggi á skýrri framtíðarsýn og miði að því markmiði að stuðla að ábyrgri uppbyggingu, minnka atvinnuleysi og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Samþætting áætlana stjórnvalda og hugmyndafræði þeirra er stórt verkefni og mikilvægur hluti af Sóknaráætlun fyrir Ísland. Aðrar þjóðir sem hafa horfst í augu við mikla efnahagslega erfiðleika, til dæmis Írar, hafa lagt mikla áherslu á að búa til áætlanir um hvernig fjármunum ríkisins sé best varið þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins. Það er nauðsynlegt að allar áætlanir stjórnvalda, hvort sem er atvinnustefna, jafnréttisáætlun, umhverfisáætlun, samgönguáætlun eða menntastefna stefni að sama marki og leggi þannig farsælan grunn að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Takið þáttÁ næstunni verður nánar kynnt hvernig staðið verður að þjóðfundum um land allt. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með og minnum á mikilvægi þess að að sem flestar raddir heyrist í vinnunni við mótun Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Höfundar eru varaformenn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir skrifa um sóknaráætlun fyrir Ísland Ísland þarf á sameiginlegri framtíðarsýn að halda. Sú sýn verður ekki, og á ekki eingöngu að vera hugsuð og sett fram af nokkrum stjórnmálamönnum. Framtíðarsýn þjóðar verður að byggjast á sameiginlegum grunni og hana verður að móta á lýðræðislegan hátt. Á næstu vikum verða haldnir 8 þjóðfundir um allt land undir merkjum Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Á þessum fundum verður, með aðferðafræði þjóðfundar Mauraþúfunnar, rætt um leiðir fyrir landið allt og einstaka landshluta til að sækja fram og einnig til að styrkja innviði samfélagsins. Líkt og á þjóðfundinum sjálfum er hér farin ný leið til að leiða saman hagsmunaaðila og einstaklinga af viðkomandi svæði sem valdir verða af handahófi úr þjóðskrá. Sóknaráætlanir fyrir hvern landshluta verða byggðar á niðurstöðum þessara funda, á grundvelli greiningar á stöðu hvers landshluta, mati á lykilstyrkleikum svæðanna, brýnustu viðfangsefnum þeirrar og tækifærum til framtíðar. Ólíkar raddir - ólíkar hugmyndirkatrín jakobsdóttirStrax eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna vorið 2009 var hafist handa við undirbúning sóknaráætlunar sem miðar að því að styrkja innviði samfélagsins og finna þeim krafti sem býr í þjóðinni farveg. Ein helsta krafa Íslendinga eftir hrunið er að raddir allra fái að hljóma og að ólíkar hugmyndir, til dæmis um verðmætasköpun, fái notið sín.Íslendingar þurfa á því að halda að allir kraftar séu virkjaðir, bæði fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Til þess að það megi verða þurfa innviðir samfélagsins að vera sterkir. Sóknaráætlun er ætlað að forgangsraða fjárfestingum framtíðarinnar til að tryggja að svo verði og tryggja að uppbygging samfélagsins byggist á stoðum lýðræðis, jafnréttis og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Uppbygging samfélagsinsÁ síðustu áratugum hefur íslenskt samfélag verið í hraðri mótun. Við höfum byggt upp fjölmargar áætlanir, til dæmis í atvinnu- og byggða- og samgöngumálum. Um margt hafa þessar áætlanir reynst okkur vel. Hins vegar er ljóst að áherslur í atvinnumálum og nýtingu auðlinda hafa verið umdeildar, fjölbreytni hefur skort og að nú þarf sérstakt afl til að ná okkur út úr kreppunni. Við núverandi aðstæður er því mikilvægara en nokkru sinni að allar ákvarðanir byggi á skýrri framtíðarsýn og miði að því markmiði að stuðla að ábyrgri uppbyggingu, minnka atvinnuleysi og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Samþætting áætlana stjórnvalda og hugmyndafræði þeirra er stórt verkefni og mikilvægur hluti af Sóknaráætlun fyrir Ísland. Aðrar þjóðir sem hafa horfst í augu við mikla efnahagslega erfiðleika, til dæmis Írar, hafa lagt mikla áherslu á að búa til áætlanir um hvernig fjármunum ríkisins sé best varið þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins. Það er nauðsynlegt að allar áætlanir stjórnvalda, hvort sem er atvinnustefna, jafnréttisáætlun, umhverfisáætlun, samgönguáætlun eða menntastefna stefni að sama marki og leggi þannig farsælan grunn að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Takið þáttÁ næstunni verður nánar kynnt hvernig staðið verður að þjóðfundum um land allt. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með og minnum á mikilvægi þess að að sem flestar raddir heyrist í vinnunni við mótun Sóknaráætlunar fyrir Ísland. Höfundar eru varaformenn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar