Umfjöllun: Valsstúlkur Íslandsmeistarar árið 2010 Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 25. apríl 2010 17:48 Berglind Íris Hansdóttir átti stórleik í marki Vals eins og svo oft áður. Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur í framlengingu gegn Fram. Leikurinn var æsispennandi en Valsstúlkur sýndu stáltaugar og kláruðu leikinn í framlengingu. Lokatölur 23-26 og lauk einvíginu 3-1 Val í vil. Framstúlkur byrjuðu leikinn með látum og komust í 4-1 eftir fimm mínútur. Framliðið leit vel út og útlit var fyrir að þær ætluðu að valta yfir gestina. Valsstúlkur svöruðu fljótt með frábærum kafla. Þær skoruðu sjö mörk í röð og tóku forystuna í leiknum. Berglind Íris Hansdóttir varði allt sem kom á markið og þær nýttu vel sóknir sínar. Stemningin var mikil og það var þétt setið á pöllunum í Safamýrinni. Einar Jónsson tók loks leikhlé eftir þrettám mínútna leik enda lið hans engan veginn að finna sig. Þær skoruðu í kjölfarið og leikur liðsins skánaði. Stelpurnar börðust ansi hart í leiknum og mikil barátta var inn í vellinum. Valsstúlkur spiluðu gríðarlega harða vörn og tóku vel á heimastúlkum. Í eitt skiptið var Stellu Sigurðardóttir til að mynda hennt langt útaf vellinum undir einhverja uppblásna N1 dýnu. Kannski voru skilaboðin skýr og Valsstúlkur að benda þeim á að þær ætluðu sér að verða Íslandsmeistarar N1-deild kvenna. Framstúlkur funndu þó aftur taktinn í sókninni undir lok fyrrihálfleiks og náðu að saxa á forskotið. Staðan var 9-12 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Eftir að sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik meiddist Stella Sigurðardóttir alvarlega eftir höfuðhögg og var leikurinn stöðvaður í dágóðan tíma. Stella var í kjölfarið borin útaf á börum. Eftir þetta atvik virtust heimastúlkur eflast og meiri grimmd kom í liðið. Þegar korter var eftir jöfnuðu svo loks Framarar, komust svo strax yfir og allt ætlaði um koll að keyra í húsinu. Síðustu tíu mínúturnar af venjulegum leiktíma voru vægast sagt rafmagnaðar. Önnur eins stemning og barátta hefur sjaldan sést í kvennadeildinni og frábært að vera viðstaddur í Safamýrinni í dag og verða vitni af þessum magnaða handboltaleik. Karen Knútsdóttir gerði gæfumuninn undir lok leiksins og var frábær. Hún svo sannarlega stóð upp og fór fyrir sínu liði með 10 mörk eftir klukkutíma leik en hjá gestunum var Hrafnhildur Skúladóttir sömuleiðis frábær með 9 mörk eftir venjulegan leiktíma. Staðan var 22-22 þegar að síðari hálfleik lauk og framlenging staðreynd. Spennan hélt áfram í framlengingunni og skoruðu Framstúlkur á undan. Hrafnhildur Skúladóttir var snögg að jafna úr víti hinumegin. Hún skoraði svo aftur úr víti stuttu seinna og kom Val yfir. Staðan 23-24 eftir fyrri hluta framlengingarinnar. Hrafnhildur var aftur mætt á vítapunktinn í seinni hlutnaum og skoraði örugglega. Berglind varði svo tvisvar sinnum frábærlega hinumegin og þar með var titillinn tryggður. Rebekka Rut Skúladóttir bætti við marki undir lokin og lokatölur 23-26. Valsstúlkur eru Íslandsmeistarar í N1-deild kvenna 2010 og loks er 27 ára biðin á enda. Fram-Valur 23-26 (9-12) Mörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 10/3 (17/5), Pavla Nevarilova 4 (4), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4 (8), Stella Sigurðardóttir 2 (12), Marthe Sördal 1 (1), Anna María Guðmundsdóttir 1 (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15 skot varin.Hraðaupphlaup: 5 (Guðrún 3, Karen, Anna)Fiskuð víti: 5 (Guðrún 2, Karen Ásta, Marthe) Utan vallar: 6 mín.Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 12/7 (19/7), Íris Ásta Pétursdóttir 4 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (7), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6)Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 19/1 skot varin.Hraðaupphlaup: 2 (Hildigunnur, Ásta)Fiskuð víti: 7 (Anna Úrsúla 2, Arndís, Rebekka, Hrafnhildur, Hildigunnur, Katrín A.)Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur í framlengingu gegn Fram. Leikurinn var æsispennandi en Valsstúlkur sýndu stáltaugar og kláruðu leikinn í framlengingu. Lokatölur 23-26 og lauk einvíginu 3-1 Val í vil. Framstúlkur byrjuðu leikinn með látum og komust í 4-1 eftir fimm mínútur. Framliðið leit vel út og útlit var fyrir að þær ætluðu að valta yfir gestina. Valsstúlkur svöruðu fljótt með frábærum kafla. Þær skoruðu sjö mörk í röð og tóku forystuna í leiknum. Berglind Íris Hansdóttir varði allt sem kom á markið og þær nýttu vel sóknir sínar. Stemningin var mikil og það var þétt setið á pöllunum í Safamýrinni. Einar Jónsson tók loks leikhlé eftir þrettám mínútna leik enda lið hans engan veginn að finna sig. Þær skoruðu í kjölfarið og leikur liðsins skánaði. Stelpurnar börðust ansi hart í leiknum og mikil barátta var inn í vellinum. Valsstúlkur spiluðu gríðarlega harða vörn og tóku vel á heimastúlkum. Í eitt skiptið var Stellu Sigurðardóttir til að mynda hennt langt útaf vellinum undir einhverja uppblásna N1 dýnu. Kannski voru skilaboðin skýr og Valsstúlkur að benda þeim á að þær ætluðu sér að verða Íslandsmeistarar N1-deild kvenna. Framstúlkur funndu þó aftur taktinn í sókninni undir lok fyrrihálfleiks og náðu að saxa á forskotið. Staðan var 9-12 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Eftir að sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik meiddist Stella Sigurðardóttir alvarlega eftir höfuðhögg og var leikurinn stöðvaður í dágóðan tíma. Stella var í kjölfarið borin útaf á börum. Eftir þetta atvik virtust heimastúlkur eflast og meiri grimmd kom í liðið. Þegar korter var eftir jöfnuðu svo loks Framarar, komust svo strax yfir og allt ætlaði um koll að keyra í húsinu. Síðustu tíu mínúturnar af venjulegum leiktíma voru vægast sagt rafmagnaðar. Önnur eins stemning og barátta hefur sjaldan sést í kvennadeildinni og frábært að vera viðstaddur í Safamýrinni í dag og verða vitni af þessum magnaða handboltaleik. Karen Knútsdóttir gerði gæfumuninn undir lok leiksins og var frábær. Hún svo sannarlega stóð upp og fór fyrir sínu liði með 10 mörk eftir klukkutíma leik en hjá gestunum var Hrafnhildur Skúladóttir sömuleiðis frábær með 9 mörk eftir venjulegan leiktíma. Staðan var 22-22 þegar að síðari hálfleik lauk og framlenging staðreynd. Spennan hélt áfram í framlengingunni og skoruðu Framstúlkur á undan. Hrafnhildur Skúladóttir var snögg að jafna úr víti hinumegin. Hún skoraði svo aftur úr víti stuttu seinna og kom Val yfir. Staðan 23-24 eftir fyrri hluta framlengingarinnar. Hrafnhildur var aftur mætt á vítapunktinn í seinni hlutnaum og skoraði örugglega. Berglind varði svo tvisvar sinnum frábærlega hinumegin og þar með var titillinn tryggður. Rebekka Rut Skúladóttir bætti við marki undir lokin og lokatölur 23-26. Valsstúlkur eru Íslandsmeistarar í N1-deild kvenna 2010 og loks er 27 ára biðin á enda. Fram-Valur 23-26 (9-12) Mörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 10/3 (17/5), Pavla Nevarilova 4 (4), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4 (8), Stella Sigurðardóttir 2 (12), Marthe Sördal 1 (1), Anna María Guðmundsdóttir 1 (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15 skot varin.Hraðaupphlaup: 5 (Guðrún 3, Karen, Anna)Fiskuð víti: 5 (Guðrún 2, Karen Ásta, Marthe) Utan vallar: 6 mín.Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 12/7 (19/7), Íris Ásta Pétursdóttir 4 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (7), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6)Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 19/1 skot varin.Hraðaupphlaup: 2 (Hildigunnur, Ásta)Fiskuð víti: 7 (Anna Úrsúla 2, Arndís, Rebekka, Hrafnhildur, Hildigunnur, Katrín A.)Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira