Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2010 18:37 Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. Eins og fréttastofa greindi frá í gær hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur. Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs sparisjóðs og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding eftir bankahrunið haustið 2008 og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra tveggja. Lánveiting Byrs til Exeter Holding er talin hafa valdið sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Umboðssvikum er lýst í 249. gr. almennra hegningarlaga en brotið varðar allt að tveggja ára fangelsi og allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Ekki hefur náðst í hina ákærðu, hvorki í dag né í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjavíkur er ekki búið að úthluta ákærunum til dómara, en ákærur eru yfirleitt þingfestar hjá dómstólum innan þriggja vikna frá útgáfu þeirra. Gríðarlegar annir eru nú hjá dómstólunum vegna mála sem tengjast falli bankanna og gjaldþrota fyrirtækjum, en einkamálum hefur fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Af þessum sökum gætu nokkrir mánuðir verið í að aðalmeðferð hefjist í mál þremenninganna sem ákærðir eru í Exeter-málinu að því gefnu að ekki séu annmarkar á ákærum sem gætu valdið frávísun þeirra. Rannsókn sérstaks saksóknara er að fullu lokið og hafa hinir ellefu sem grunaðir voru undir rekstri málsins, en voru ekki ákærðir, fengið bréf þess efnis frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að nokkur önnur mál séu mjög langt komin hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki. Innlent Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. Eins og fréttastofa greindi frá í gær hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur. Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs sparisjóðs og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding eftir bankahrunið haustið 2008 og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra tveggja. Lánveiting Byrs til Exeter Holding er talin hafa valdið sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Umboðssvikum er lýst í 249. gr. almennra hegningarlaga en brotið varðar allt að tveggja ára fangelsi og allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Ekki hefur náðst í hina ákærðu, hvorki í dag né í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjavíkur er ekki búið að úthluta ákærunum til dómara, en ákærur eru yfirleitt þingfestar hjá dómstólum innan þriggja vikna frá útgáfu þeirra. Gríðarlegar annir eru nú hjá dómstólunum vegna mála sem tengjast falli bankanna og gjaldþrota fyrirtækjum, en einkamálum hefur fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Af þessum sökum gætu nokkrir mánuðir verið í að aðalmeðferð hefjist í mál þremenninganna sem ákærðir eru í Exeter-málinu að því gefnu að ekki séu annmarkar á ákærum sem gætu valdið frávísun þeirra. Rannsókn sérstaks saksóknara er að fullu lokið og hafa hinir ellefu sem grunaðir voru undir rekstri málsins, en voru ekki ákærðir, fengið bréf þess efnis frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að nokkur önnur mál séu mjög langt komin hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki.
Innlent Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07
Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15
Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30
Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent