Umfjöllun: Loks vann Akureyri Hauka Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 22. október 2010 20:14 Atli Hilmarsson byrjar vel með Akureyri. Fréttablaðið/Vilhelm Akureyri vann frækilegan sigur á Haukum í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Sigur Akureyringa var öruggur og sanngjarn en liðið er á toppnum með fullt hús stiga. Lokatölur á Akureyri í kvöld 25-19.Akureyringar tóku Björgvin Hólmgeirsson alveg úr umferð og hann mátti sín lítils. Akureyri spilaði 3-2-1 vörn og gekk vel út í sóknarmenn Hauka. Á línunni var gríðarleg barátta Heimis Óla og Guðlaugs og hafði Húsvíkingurinn, Öxlin, yfirleitt betur. Það var lítið skorað og eftir tæpar tíu mínútur var staðan 1-1. Hún var svo 5-5 um miðbik hálfleiksins áður en heimamenn sigu fram úr. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og voru skrefi á undan út hálfleikinn. Mikið var um mistök á báða bóga, sem og hjá dómurum leiksins, og bæði lið töpuðu boltanum klaufalega í sóknum sínum.Hálfleiksstaðan var 12-10 fyrir Akureyri en báði markmenn vörðu tíu skot í fyrri hálfleik. Haukar jöfnuðu strax en Birkir Ívar var kominn í markið og varði strax vel. Akureyri náðu þó aftur upp forskoti, það fór í fimm mörk þegar þrettán mínútur voru eftir og aftur þegar átta mínútur lifðu leiks. Haukar fóru illa að ráði sínu í sókninni, skutu mjög illa og töpuðu mörgum boltum. Vörn þeirra var svipuð og Akureyringa en ekki jafn góð. Sveinbjörn var frábær í marki Akureyrar og lagði grunninn að góðum sigri Akureyringa. Þetta er fyrsti sigur Akureyrar á Haukum á heimavelli síðan félagið var stofnað árið 2006. Heimir Örn og Bjarni voru góðir í sókn Akureyrar en Guðlaugur frábær í vörninni. Sveinbjörn eins og áður segir var frábær og maður leiksins. Hjá Haukum var Björgvin tekinn úr umferð allan leikinn. Enginn steig upp og skotnýting liðsins var afleit. Markmennirnir voru góðir en það er ekki nóg þegar vörnin er hriplek. Sanngjarn sigur Akureyringa sem eru með fullt hús á toppi deildarinnar.Akureyri - Haukar 25-19 (12-10)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (11), Oddur Gretarsson 6/1 (11/2), Heimir Örn Árnason 5 (8), Geir Guðmundsson 4 (10), Halldór Logi Árnason 2 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/1 (41/4, 54%), Stefán U. Guðnason 0/1 (1/1, 0%).Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 2, Bjarni 2, Halldór).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Halldór, ).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 5/3 (11/4), Freyr Brynjarsson 3 (6), Björgvin Hólmgeirsson 3 (9), Heimir Óli Heimisson 2 (2), Gísli Jón Þórisson 2 (8), Stefán Rafn Sigurmannson 2 (9), Einar Örn Jónsson 1 (1), Tjörvi Þorgeirsson 1 (5).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10 (23/1, 43%), Aron Rafn Eðvarðsson 10 (22/1, 46%).Hraðaupphlaup: 3 (Heimir, Björgvin, Freyr, ).Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli, Freyr 2, Þorkell).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Nokkrir skrýtnir dómar, ágætir heilt yfir. Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Akureyri vann frækilegan sigur á Haukum í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Sigur Akureyringa var öruggur og sanngjarn en liðið er á toppnum með fullt hús stiga. Lokatölur á Akureyri í kvöld 25-19.Akureyringar tóku Björgvin Hólmgeirsson alveg úr umferð og hann mátti sín lítils. Akureyri spilaði 3-2-1 vörn og gekk vel út í sóknarmenn Hauka. Á línunni var gríðarleg barátta Heimis Óla og Guðlaugs og hafði Húsvíkingurinn, Öxlin, yfirleitt betur. Það var lítið skorað og eftir tæpar tíu mínútur var staðan 1-1. Hún var svo 5-5 um miðbik hálfleiksins áður en heimamenn sigu fram úr. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og voru skrefi á undan út hálfleikinn. Mikið var um mistök á báða bóga, sem og hjá dómurum leiksins, og bæði lið töpuðu boltanum klaufalega í sóknum sínum.Hálfleiksstaðan var 12-10 fyrir Akureyri en báði markmenn vörðu tíu skot í fyrri hálfleik. Haukar jöfnuðu strax en Birkir Ívar var kominn í markið og varði strax vel. Akureyri náðu þó aftur upp forskoti, það fór í fimm mörk þegar þrettán mínútur voru eftir og aftur þegar átta mínútur lifðu leiks. Haukar fóru illa að ráði sínu í sókninni, skutu mjög illa og töpuðu mörgum boltum. Vörn þeirra var svipuð og Akureyringa en ekki jafn góð. Sveinbjörn var frábær í marki Akureyrar og lagði grunninn að góðum sigri Akureyringa. Þetta er fyrsti sigur Akureyrar á Haukum á heimavelli síðan félagið var stofnað árið 2006. Heimir Örn og Bjarni voru góðir í sókn Akureyrar en Guðlaugur frábær í vörninni. Sveinbjörn eins og áður segir var frábær og maður leiksins. Hjá Haukum var Björgvin tekinn úr umferð allan leikinn. Enginn steig upp og skotnýting liðsins var afleit. Markmennirnir voru góðir en það er ekki nóg þegar vörnin er hriplek. Sanngjarn sigur Akureyringa sem eru með fullt hús á toppi deildarinnar.Akureyri - Haukar 25-19 (12-10)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (11), Oddur Gretarsson 6/1 (11/2), Heimir Örn Árnason 5 (8), Geir Guðmundsson 4 (10), Halldór Logi Árnason 2 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/1 (41/4, 54%), Stefán U. Guðnason 0/1 (1/1, 0%).Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 2, Bjarni 2, Halldór).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Halldór, ).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 5/3 (11/4), Freyr Brynjarsson 3 (6), Björgvin Hólmgeirsson 3 (9), Heimir Óli Heimisson 2 (2), Gísli Jón Þórisson 2 (8), Stefán Rafn Sigurmannson 2 (9), Einar Örn Jónsson 1 (1), Tjörvi Þorgeirsson 1 (5).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10 (23/1, 43%), Aron Rafn Eðvarðsson 10 (22/1, 46%).Hraðaupphlaup: 3 (Heimir, Björgvin, Freyr, ).Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli, Freyr 2, Þorkell).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Nokkrir skrýtnir dómar, ágætir heilt yfir.
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira