Vilja samkeppni í sölu metans 14. september 2010 06:00 Við metanbíl Dofri Hermannsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur sagt skilið við vettvang stjórnmálanna og vinnur nú að því að koma upp afgreiðslustöðvum og aukinni framleiðslu á metangasi fyrir bifreiðar. Fréttablaðið/Stefán Útlit er fyrir að samkeppni komist á í sölu á metangasi á bifreiðar. Hingað til hefur bara verið hægt að kaupa metangas á tveimur afgreiðslustöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku ehf., sem er dótturfélag Íslenska gámafélagsins, segir að við nánari skoðun hafi komið í ljós að einkasölusamningur N1 á metangasi við Metan hf., framleiðanda gassins, hafi ekki náð nema til þess gass sem fari eftir leiðslu sem lögð hafi verið frá Álfsnesi og yfir í afgreiðslustöð N1 í Ártúnsbrekku. Dofri segir einkennilegt að þeim sem ætlað hafi í samkeppni við N1 í sölu á metangasi hafi hingað til verið vísað til N1 um kaup á gasinu. „Við sóttum hins vegar um leyfi til að kaupa á kostnaðarverði gas í heildsölu beint úr framleiðslustöðinni á Álfsnesi,“ segir Dofri og kveður alveg ljóst að eigi að nást markmið um að fjölga bílum sem aki á vistvænu innlendu eldsneyti, eins og metani, þá þurfi að bæta þjónustu við þá. „Við ætlum þá að setja gasið á sérstaka gáma sem við flytjum á afgreiðslustöðvarnar.“ Dofri segist hafa fengið vilyrði fyrir því að opnað verði á að hver sem er geti fengið keypt gas hjá Metani þegar lokið hafi verið við að finna heildsöluverð á gasið. „Þá verður gefinn út verðlisti sem væntanlega ræðst af því magni sem menn vilja kaupa,“ segir hann og kveður jafnvel von á því að Metan ljúki því verki fyrir mánaðamót. Dofri segir mjög spennandi að sjá hvaða verð verður sett á gasið, en honum sýnist að hreinsikostnaður nemi um 25 krónum á hvern rúmmetra gass. Metanorka hefur sótt um lóð fyrir fjölorkustöð bæði hjá Reykjavíkurborg og í Kópavogi, auk þess að vinna að uppsetningu slíkrar stöðvar á Reykjanesi í samstarfi við Orku- og tækniskóla Keilis. Þegar eru tvær afgreiðslustöðvar tilbúnar til uppsetningar. „Þá höfum við jafnframt óskað eftir samstarfi við Akureyrarbæ um vinnslu á metani úr sorphaugunum þar með það fyrir augum að gefa Eyfirðingum líka kost á að keyra á metangasi,“ segir Dofri og kveður fráleitt að þjóð í efnahagsþrengingum skuli kveikja í metani sem ekki nýtist á bíla fyrir sem nemur milljörðum króna á ári hverju. Oft hefur verið bent á að notkun metangass fylgi umhverfisávinningur auk þess sem sparast myndi gjaldeyrir sem annars færi í að kaupa eldsneyti frá útlöndum.- óká Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Útlit er fyrir að samkeppni komist á í sölu á metangasi á bifreiðar. Hingað til hefur bara verið hægt að kaupa metangas á tveimur afgreiðslustöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku ehf., sem er dótturfélag Íslenska gámafélagsins, segir að við nánari skoðun hafi komið í ljós að einkasölusamningur N1 á metangasi við Metan hf., framleiðanda gassins, hafi ekki náð nema til þess gass sem fari eftir leiðslu sem lögð hafi verið frá Álfsnesi og yfir í afgreiðslustöð N1 í Ártúnsbrekku. Dofri segir einkennilegt að þeim sem ætlað hafi í samkeppni við N1 í sölu á metangasi hafi hingað til verið vísað til N1 um kaup á gasinu. „Við sóttum hins vegar um leyfi til að kaupa á kostnaðarverði gas í heildsölu beint úr framleiðslustöðinni á Álfsnesi,“ segir Dofri og kveður alveg ljóst að eigi að nást markmið um að fjölga bílum sem aki á vistvænu innlendu eldsneyti, eins og metani, þá þurfi að bæta þjónustu við þá. „Við ætlum þá að setja gasið á sérstaka gáma sem við flytjum á afgreiðslustöðvarnar.“ Dofri segist hafa fengið vilyrði fyrir því að opnað verði á að hver sem er geti fengið keypt gas hjá Metani þegar lokið hafi verið við að finna heildsöluverð á gasið. „Þá verður gefinn út verðlisti sem væntanlega ræðst af því magni sem menn vilja kaupa,“ segir hann og kveður jafnvel von á því að Metan ljúki því verki fyrir mánaðamót. Dofri segir mjög spennandi að sjá hvaða verð verður sett á gasið, en honum sýnist að hreinsikostnaður nemi um 25 krónum á hvern rúmmetra gass. Metanorka hefur sótt um lóð fyrir fjölorkustöð bæði hjá Reykjavíkurborg og í Kópavogi, auk þess að vinna að uppsetningu slíkrar stöðvar á Reykjanesi í samstarfi við Orku- og tækniskóla Keilis. Þegar eru tvær afgreiðslustöðvar tilbúnar til uppsetningar. „Þá höfum við jafnframt óskað eftir samstarfi við Akureyrarbæ um vinnslu á metani úr sorphaugunum þar með það fyrir augum að gefa Eyfirðingum líka kost á að keyra á metangasi,“ segir Dofri og kveður fráleitt að þjóð í efnahagsþrengingum skuli kveikja í metani sem ekki nýtist á bíla fyrir sem nemur milljörðum króna á ári hverju. Oft hefur verið bent á að notkun metangass fylgi umhverfisávinningur auk þess sem sparast myndi gjaldeyrir sem annars færi í að kaupa eldsneyti frá útlöndum.- óká
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent