Afréttarinn mikli 17. mars 2010 06:00 Haustið 2008 reið stærsta fjármálakreppa allra tíma yfir á Íslandi. Á sama tíma sprakk risavaxin fasteignabóla og gengi krónunnar hrundi um helming. Efnahagslegar hamfarir af þessari stærðargráðu kalla óumflýjanlega á tímabundinn samdrátt í landsframleiðslu og aukningu atvinnuleysis. Hagkerfið þarf að laga sig að nýjum raunveruleika. Nýir atvinnuvegir þurfa að vaxa upp í stað þeirra sem hrundu. Ein stærsta spurningin sem stjórnvöld standa frammi fyrir er hvernig þau geta best hjálpað þessu ferli að eiga sér stað á sem stystum tíma en jafnframt með þeim hætti að verðmætasköpun verði sem mest til lengri tíma. Núverandi stjórnvöld hafa lagt höfuðáherslu á að koma fjármálakerfi landsins aftur í gang þannig að fjármagn geti á ný flætt frá sparifjáreigendum til frumkvöðla. Í þessu sambandi er markverðast að stjórnvöld hafa í raun einkavætt tvo af stóru bönkunum þremur hraðar en nokkur hefði þorað að vona fyrstu vikurnar eftir hrun. Þetta er í grunninn markaðsvæn stefna sem byggist á því að einkageiranum sé best treystandi til þess að byggja upp atvinnuvegi sem leiðir til hámarksverðmætasköpunar til lengri tíma. Því miður hefur vantraust á markaðsöflin lengi verið landlægt í stjórnmálum á Íslandi. Og slíkt vantraust virðist vera síst minna á hægri væng stjórnmálanna en þeim vinstri. Eða hvernig samrýmist það yfirlýstri hugmyndafræði hægrimanna að kalla í sífellu eftir „stefnu stjórnvalda í atvinnumálum"? Á ekki stefna stjórnvalda í atvinnumálum einungis að vera að skapa sterkan lagaramma og leyfa síðan einkaframtakinu að sjá um atvinnusköpun? Þvert á þessa hugmyndafræði virðist lausnin í huga margra alltaf vera sú sama þegar eitthvað bjátar á: Byggjum fleiri álver! Vitaskuld væri ekkert að því að á Íslandi risu fleiri álver á eðlilegum markaðsforsendum. En þá þarf að vera tryggt að arðurinn af orkuframleiðslunni renni til þjóðarinnar og að hann sé nægilega mikill til þess að vega upp þau umhverfisspjöll sem hljótast af. Hingað til hefur þetta alls ekki verið tryggt. Stjórnvöld hafa haldið orkuverði til stóriðju leyndu og því hefur verið engin leið fyrir kjósendur að mynda sér upplýsta skoðun á skynsemi stóriðjuframkvæmda. Við þessar aðstæður er hættan sú að óþol stjórnmálamanna gagnvart tímabundnum erfiðleikum sem fylgja aðlögun hagkerfisins að nýju jafnvægi leiði til þess að þeir veiti afslátt af arðsemiskröfum svo þeir geti keyrt hagkerfið áfram af handafli. Það kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Orkuauðlindir þjóðarinnar eru einhver mestu verðmæti sem hún á. Þær eru takmörkuð auðlind og það væri stórslys ef þær væru seldar á útsölu af skammsýnum stjórnmálamönnum sem vantreysta sköpunarmætti þjóðarinnar. Áður en ráðist er í frekari stóriðju er nauðsynlegt að stjórnvöld móti stefnu í auðlindamálum sem tryggir að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar. Aðlögunarferlið sem hagkerfið gengur í gegnum þessi misserin er óumflýjanlega mörgum erfitt. Það er því skiljanlegt að mikillar óþreyju gæti að atvinnuleysi minnki. Varðandi stefnu stjórnvalda vegast hér á tvö sjónarmið. Stjórnvöld gætu keyrt niður atvinnuleysi hratt með því að greiða fyrir uppbyggingu stóriðju. En ef of geyst er farið í því gæti það skaðað hagkerfið til lengri tíma. Hinn kosturinn er að þau einbeiti sér að því að skapa sterka umgjörð fyrir heilbrigt viðskiptalíf og treysti markaðsöflunum og sköpunarkrafti þjóðarinnar til þess að byggja upp nýja atvinnuvegi sem hámarka verðmætasköpun til lengri tíma. Seinni kosturinn kallar á þolinmæði þar sem uppbygging nýrra atvinnuvega tekur tíma. Höfundur er lektor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Haustið 2008 reið stærsta fjármálakreppa allra tíma yfir á Íslandi. Á sama tíma sprakk risavaxin fasteignabóla og gengi krónunnar hrundi um helming. Efnahagslegar hamfarir af þessari stærðargráðu kalla óumflýjanlega á tímabundinn samdrátt í landsframleiðslu og aukningu atvinnuleysis. Hagkerfið þarf að laga sig að nýjum raunveruleika. Nýir atvinnuvegir þurfa að vaxa upp í stað þeirra sem hrundu. Ein stærsta spurningin sem stjórnvöld standa frammi fyrir er hvernig þau geta best hjálpað þessu ferli að eiga sér stað á sem stystum tíma en jafnframt með þeim hætti að verðmætasköpun verði sem mest til lengri tíma. Núverandi stjórnvöld hafa lagt höfuðáherslu á að koma fjármálakerfi landsins aftur í gang þannig að fjármagn geti á ný flætt frá sparifjáreigendum til frumkvöðla. Í þessu sambandi er markverðast að stjórnvöld hafa í raun einkavætt tvo af stóru bönkunum þremur hraðar en nokkur hefði þorað að vona fyrstu vikurnar eftir hrun. Þetta er í grunninn markaðsvæn stefna sem byggist á því að einkageiranum sé best treystandi til þess að byggja upp atvinnuvegi sem leiðir til hámarksverðmætasköpunar til lengri tíma. Því miður hefur vantraust á markaðsöflin lengi verið landlægt í stjórnmálum á Íslandi. Og slíkt vantraust virðist vera síst minna á hægri væng stjórnmálanna en þeim vinstri. Eða hvernig samrýmist það yfirlýstri hugmyndafræði hægrimanna að kalla í sífellu eftir „stefnu stjórnvalda í atvinnumálum"? Á ekki stefna stjórnvalda í atvinnumálum einungis að vera að skapa sterkan lagaramma og leyfa síðan einkaframtakinu að sjá um atvinnusköpun? Þvert á þessa hugmyndafræði virðist lausnin í huga margra alltaf vera sú sama þegar eitthvað bjátar á: Byggjum fleiri álver! Vitaskuld væri ekkert að því að á Íslandi risu fleiri álver á eðlilegum markaðsforsendum. En þá þarf að vera tryggt að arðurinn af orkuframleiðslunni renni til þjóðarinnar og að hann sé nægilega mikill til þess að vega upp þau umhverfisspjöll sem hljótast af. Hingað til hefur þetta alls ekki verið tryggt. Stjórnvöld hafa haldið orkuverði til stóriðju leyndu og því hefur verið engin leið fyrir kjósendur að mynda sér upplýsta skoðun á skynsemi stóriðjuframkvæmda. Við þessar aðstæður er hættan sú að óþol stjórnmálamanna gagnvart tímabundnum erfiðleikum sem fylgja aðlögun hagkerfisins að nýju jafnvægi leiði til þess að þeir veiti afslátt af arðsemiskröfum svo þeir geti keyrt hagkerfið áfram af handafli. Það kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Orkuauðlindir þjóðarinnar eru einhver mestu verðmæti sem hún á. Þær eru takmörkuð auðlind og það væri stórslys ef þær væru seldar á útsölu af skammsýnum stjórnmálamönnum sem vantreysta sköpunarmætti þjóðarinnar. Áður en ráðist er í frekari stóriðju er nauðsynlegt að stjórnvöld móti stefnu í auðlindamálum sem tryggir að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar. Aðlögunarferlið sem hagkerfið gengur í gegnum þessi misserin er óumflýjanlega mörgum erfitt. Það er því skiljanlegt að mikillar óþreyju gæti að atvinnuleysi minnki. Varðandi stefnu stjórnvalda vegast hér á tvö sjónarmið. Stjórnvöld gætu keyrt niður atvinnuleysi hratt með því að greiða fyrir uppbyggingu stóriðju. En ef of geyst er farið í því gæti það skaðað hagkerfið til lengri tíma. Hinn kosturinn er að þau einbeiti sér að því að skapa sterka umgjörð fyrir heilbrigt viðskiptalíf og treysti markaðsöflunum og sköpunarkrafti þjóðarinnar til þess að byggja upp nýja atvinnuvegi sem hámarka verðmætasköpun til lengri tíma. Seinni kosturinn kallar á þolinmæði þar sem uppbygging nýrra atvinnuvega tekur tíma. Höfundur er lektor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar