Alexander og Anna vinsæl 15. september 2010 05:00 Nafnið Alexander var vinsælasta nafngift íslenskra sveinbarna á síðasta ári en Anna var vinsælasta nafnið sem foreldrar völdu nýfæddum stúlkubörnum. Anna var einnig algengasta nafnið árið áður, en Alexander tók við af Viktori sem algengasta drengjanafnið. Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands fengu flestir sem fæddir voru á árinu 2009 fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn drengja en Freyr og Ingi voru í öðru og þriðja sætinu. María og Ósk voru algengustu önnur nöfn nýfæddra stúlkna. Í þriðja sætinu var nafnið Líf, sem tók við af nafninu Rós sem þriðja vinsælasta val foreldra stúlkubarna. Þegar skoðuð er dreifing nafna á Íslendingum á öllum aldri hefur lítil breyting verið á algengustu nöfnunum. Jón er enn algengasta karlmannsnafnið. Sigurður og Guðmundur fylgja þar fast á eftir í vinsældum. Hjá konum er nafnið Guðrún enn algengasta eiginnafnið, þá Anna og svo Sigríður. Meirihluti Íslendinga ber fleiri en eitt nafn. Vinsælustu samsetningarnar hjá körlum eru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Algengustu samsetningarnar hjá konum eru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Í samantekt Hagstofunnar er einnig yfirlit yfir afmælisdaga landsmanna. Þeir dreifast ekki jafnt yfir árið, enda algengast að börn fæðist að sumri og á haustin. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember fram í febrúar. Algengasti afmælisdagurinn í byrjun árs 2010 var 16. júlí. Þá áttu 974 einstaklingar afmæli. Fæstir eiga afmæli 24. desember, 666 manns samtals. Næstfæstir eiga afmæli á gamlársdag, 705 talsins. Sá dagur sem fæstir eiga sem afmælisdag er þó auðvitað 29. febrúar, en miðað við mannfjöldatölur frá upphafi árs 2010 má reikna með að 208 einstaklingar bíði spenntir eftir næsta afmæli, sem verður árið 2012. [email protected] Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Nafnið Alexander var vinsælasta nafngift íslenskra sveinbarna á síðasta ári en Anna var vinsælasta nafnið sem foreldrar völdu nýfæddum stúlkubörnum. Anna var einnig algengasta nafnið árið áður, en Alexander tók við af Viktori sem algengasta drengjanafnið. Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands fengu flestir sem fæddir voru á árinu 2009 fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn drengja en Freyr og Ingi voru í öðru og þriðja sætinu. María og Ósk voru algengustu önnur nöfn nýfæddra stúlkna. Í þriðja sætinu var nafnið Líf, sem tók við af nafninu Rós sem þriðja vinsælasta val foreldra stúlkubarna. Þegar skoðuð er dreifing nafna á Íslendingum á öllum aldri hefur lítil breyting verið á algengustu nöfnunum. Jón er enn algengasta karlmannsnafnið. Sigurður og Guðmundur fylgja þar fast á eftir í vinsældum. Hjá konum er nafnið Guðrún enn algengasta eiginnafnið, þá Anna og svo Sigríður. Meirihluti Íslendinga ber fleiri en eitt nafn. Vinsælustu samsetningarnar hjá körlum eru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Algengustu samsetningarnar hjá konum eru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Í samantekt Hagstofunnar er einnig yfirlit yfir afmælisdaga landsmanna. Þeir dreifast ekki jafnt yfir árið, enda algengast að börn fæðist að sumri og á haustin. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember fram í febrúar. Algengasti afmælisdagurinn í byrjun árs 2010 var 16. júlí. Þá áttu 974 einstaklingar afmæli. Fæstir eiga afmæli 24. desember, 666 manns samtals. Næstfæstir eiga afmæli á gamlársdag, 705 talsins. Sá dagur sem fæstir eiga sem afmælisdag er þó auðvitað 29. febrúar, en miðað við mannfjöldatölur frá upphafi árs 2010 má reikna með að 208 einstaklingar bíði spenntir eftir næsta afmæli, sem verður árið 2012. [email protected]
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent