Ný kröfugerð verkalýðssamtaka? Svavar Gestsson skrifar 26. október 2010 11:06 Verður kröfugerð Alþýðusambandsins á næstu mánuðum um félagslegar aðgerðir í stað kauphækkana sem ekki er innistæða fyrir? Mun ASÍ gera kröfu um endurreisn félagslega íbúðakerfisins? Spurt er í framhaldi af setningarræðu forseta ASÍ á þingi samtakanna á dögunum. Síðastliðið vor skrifaði ég greinar í þetta blað þar sem ég hvatti til nýrrar kröfugerðar Alþýðusambandsins einkum í húsnæðismálum og í samgöngumálum í þéttbýli. Enginn tók undir þessar hugmyndir í kosningabaráttunni síðastliðið vor. Forseti Alþýðusambandsins skammaði stjórnmálaflokkana fyrir að hafa eyðilagt félagslega íbúðakerfið. Staðreyndin er sú að hann hefði átt að skamma verkalýðssamtökin; þau hreyfðu engum mótmælum þegar félagslega kerfið var eyðilagt. Og þeir stjórnmálaflokkar sem nú fara með stjórn landsins voru varla til þegar kerfið var eyðilagt. 1980 settum við lög um húsnæðismál þar sem gert var ráð fyrir því að þriðjungur íbúðabygginga í landinu yrði á félagslegum grundvelli. Hinir áttu að reyna að klára sín mál sjálfir með lánum frá lífeyrissjóðum og bönkum. Þessi lagasetning réði úrslitum um húsnæðismál alþýðufjölskyldna þúsundum saman. Núna í kreppunni þegar þetta kerfi hefur verið eyðilagt kemur best í ljós hve fráleit þessi skemmdarverk voru. Mun Alþýðusambandið kannski setja fram kröfur um félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum? Er kannski komið að því að verkalýðsfélögin setji fram kröfur um félagslegar endurbætur í kjarasamningum? Þær kröfur gætu snúist um að verja velferðarkerfið og svo að bæta það. Meginmunurinn á lífskjörum ungra fjölskyldna á Íslandi og á Norðurlöndunum hinum liggur í kostnaði við húsnæði og kostnaði við að komast í vinnuna eða til þjónustustofnana. Nútíma verkalýðshreyfing ætti því að gera kröfur um bættar almenningssamgöngur og um nýtt félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum. Að vísu er ekki víst að ASÍ eigi í þessum efnum samleið með svokölluðum samtökum atvinnulífsins; en það gildir væntanlega einu. Aðalatriðið hlýtur að vera að verkalýðsforystan eignist samstöðu með fólkinu í verkalýðshreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Verður kröfugerð Alþýðusambandsins á næstu mánuðum um félagslegar aðgerðir í stað kauphækkana sem ekki er innistæða fyrir? Mun ASÍ gera kröfu um endurreisn félagslega íbúðakerfisins? Spurt er í framhaldi af setningarræðu forseta ASÍ á þingi samtakanna á dögunum. Síðastliðið vor skrifaði ég greinar í þetta blað þar sem ég hvatti til nýrrar kröfugerðar Alþýðusambandsins einkum í húsnæðismálum og í samgöngumálum í þéttbýli. Enginn tók undir þessar hugmyndir í kosningabaráttunni síðastliðið vor. Forseti Alþýðusambandsins skammaði stjórnmálaflokkana fyrir að hafa eyðilagt félagslega íbúðakerfið. Staðreyndin er sú að hann hefði átt að skamma verkalýðssamtökin; þau hreyfðu engum mótmælum þegar félagslega kerfið var eyðilagt. Og þeir stjórnmálaflokkar sem nú fara með stjórn landsins voru varla til þegar kerfið var eyðilagt. 1980 settum við lög um húsnæðismál þar sem gert var ráð fyrir því að þriðjungur íbúðabygginga í landinu yrði á félagslegum grundvelli. Hinir áttu að reyna að klára sín mál sjálfir með lánum frá lífeyrissjóðum og bönkum. Þessi lagasetning réði úrslitum um húsnæðismál alþýðufjölskyldna þúsundum saman. Núna í kreppunni þegar þetta kerfi hefur verið eyðilagt kemur best í ljós hve fráleit þessi skemmdarverk voru. Mun Alþýðusambandið kannski setja fram kröfur um félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum? Er kannski komið að því að verkalýðsfélögin setji fram kröfur um félagslegar endurbætur í kjarasamningum? Þær kröfur gætu snúist um að verja velferðarkerfið og svo að bæta það. Meginmunurinn á lífskjörum ungra fjölskyldna á Íslandi og á Norðurlöndunum hinum liggur í kostnaði við húsnæði og kostnaði við að komast í vinnuna eða til þjónustustofnana. Nútíma verkalýðshreyfing ætti því að gera kröfur um bættar almenningssamgöngur og um nýtt félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum. Að vísu er ekki víst að ASÍ eigi í þessum efnum samleið með svokölluðum samtökum atvinnulífsins; en það gildir væntanlega einu. Aðalatriðið hlýtur að vera að verkalýðsforystan eignist samstöðu með fólkinu í verkalýðshreyfingunni.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun