Erlendar björgunarsveitir streyma til Japans 13. mars 2011 12:13 Þýskar björgunarsveitarmenn og leitarhundar á alþjóðaflugvellinum í Tókýó í morgun. Mynd/AP Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en um 9500 manns er saknað í bæ sem varð illa úti í skjálftanum á föstudag. Erlendar björgunarsveitir streyma nú til landsins. Sveitir frá Þýskalandi, Sviss, Ungverjalandi og Taívan lentu í Tókýó í morgun með leitarhunda og annan búnað til leitar í rústum. Óttast er að tala látinna fari yfir 10 þúsund á í norðurhluta landsins sem varð hvað verst úti. Milljónir manna dvelja nú þar án drykkjarvatns og rafmagns en erlendu björgunarsveitirnar munu fara á svæðið sem fyrst. Japanskar björgunarsveitir hafa leitað að fólki á svæðinu og er talið að fólk geti enn verið á lífi í rústunum. Naoto Kan, forsætisráðherra landsins, hélt neyðarfund með björgunarliðum í morgun og sagði að nú væri þetta kapphlaup við tímann. Miklir eftirskjálftar hafa verið á svæðinu alla helgina. 9500 manns er saknað í bæ á norðuströndinni sem fór illa í skjálftanum en þar bjuggu um 17 þúsund manns. Ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn reið yfir. Þá hafa menn miklar áhyggjur af kjarnorkuveri í bænum Fukushima þar sem öflug sprenging varð í gærmorgun. Óttast er að önnur sprenging geti orðið í verinu en þar beita menn öllum ráðum við að kæla kjarnaofninn og hafa notað sjó til verksins. Kælikerfi kjarnorkuversins laskaðist í í skjálftanum og ríkir sannkallað neyðarástand á svæðinu en þegar hefur verið staðfest að nokkrir hafi orðið fyrir geislun. Óttast menn að enn fleiri gætu verið í þeim hópi. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Japan en hann hefur verið talinn vera 8,9 á Richterskala, yfirvöld í Japan hækkuðu þá tölu upp í níu í gærkvöldi. Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Óttast að 10 þúsund hafi farist Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti. 13. mars 2011 09:54 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en um 9500 manns er saknað í bæ sem varð illa úti í skjálftanum á föstudag. Erlendar björgunarsveitir streyma nú til landsins. Sveitir frá Þýskalandi, Sviss, Ungverjalandi og Taívan lentu í Tókýó í morgun með leitarhunda og annan búnað til leitar í rústum. Óttast er að tala látinna fari yfir 10 þúsund á í norðurhluta landsins sem varð hvað verst úti. Milljónir manna dvelja nú þar án drykkjarvatns og rafmagns en erlendu björgunarsveitirnar munu fara á svæðið sem fyrst. Japanskar björgunarsveitir hafa leitað að fólki á svæðinu og er talið að fólk geti enn verið á lífi í rústunum. Naoto Kan, forsætisráðherra landsins, hélt neyðarfund með björgunarliðum í morgun og sagði að nú væri þetta kapphlaup við tímann. Miklir eftirskjálftar hafa verið á svæðinu alla helgina. 9500 manns er saknað í bæ á norðuströndinni sem fór illa í skjálftanum en þar bjuggu um 17 þúsund manns. Ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn reið yfir. Þá hafa menn miklar áhyggjur af kjarnorkuveri í bænum Fukushima þar sem öflug sprenging varð í gærmorgun. Óttast er að önnur sprenging geti orðið í verinu en þar beita menn öllum ráðum við að kæla kjarnaofninn og hafa notað sjó til verksins. Kælikerfi kjarnorkuversins laskaðist í í skjálftanum og ríkir sannkallað neyðarástand á svæðinu en þegar hefur verið staðfest að nokkrir hafi orðið fyrir geislun. Óttast menn að enn fleiri gætu verið í þeim hópi. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Japan en hann hefur verið talinn vera 8,9 á Richterskala, yfirvöld í Japan hækkuðu þá tölu upp í níu í gærkvöldi.
Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Óttast að 10 þúsund hafi farist Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti. 13. mars 2011 09:54 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Óttast að 10 þúsund hafi farist Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti. 13. mars 2011 09:54