Barcelona í úrslit Meistaradeildarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2011 17:54 Nordic Photos / AFP Barcelona er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði í kvöld jafntefli við erkifjendur sína í Real Madrid á heimavelli, 1-1. Barcelona vann undanúrslitarimmu liðanna samanlagt, 3-1. Staðan var markalaus í hálfleik en það var Pedro sem kom Börsungum yfir með marki á 53. mínútu. Marcelo náði að jafna metin fyrir Madrídinga tíu mínútum síðar en þar við sat. Barcelona mætir annað hvort Manchester United eða Schalke í úrslitaleiknum. Börsungar voru reyndar stálheppnir að lenda ekki undir þegar að Gonzalo Higuain skoraði mark fyrir Real Madrid sem var dæmt ógilt. Gestirnir frá Madríd byrjuðu betur í leiknum en leikmenn Barcelona voru þó fljótir að vinna sig inn í leikinn og réðu lengst af ferðinni. Það náði hámarki á um fimm mínútna kafla þegar að Barcelona fékk nokkur góð tækifæri til að skora. Sergio Busquets átti skalla að marki sem Iker Casillas varði en spænski landsliðsmarkvörðurinn var vel með á nótunum. Hann varði tvívegis frá Lionel Messi, einu sinni frá David Villa og þá átti Pedro skot rétt fram hjá marki Madrídinga. En í upphafi seinni hálfleiks skoraði Hugain svo markið sem var dæmt af. Cristiano Ronaldo var gefið að sök að hafa brotið á Javier Mascherano í aðdraganda marksins. Aðeins fáeinum mínútum síðar komst Barcelona yfir. Andrés Iniesta átti glæsilega sendingu inn fyrir vörn Real á Pedro sem afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Real náði þó að bíta frá sér. Angel Di Maria átti skot í stöng en náði boltanum aftur og lagði hann fyrir Marcelo sem skoraði af stuttu færi. Börsungar náðu þó að halda ró sinni og tryggðu sér farseðilinn á Wembley-leikvanginn, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í lok mánaðarins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Barcelona er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði í kvöld jafntefli við erkifjendur sína í Real Madrid á heimavelli, 1-1. Barcelona vann undanúrslitarimmu liðanna samanlagt, 3-1. Staðan var markalaus í hálfleik en það var Pedro sem kom Börsungum yfir með marki á 53. mínútu. Marcelo náði að jafna metin fyrir Madrídinga tíu mínútum síðar en þar við sat. Barcelona mætir annað hvort Manchester United eða Schalke í úrslitaleiknum. Börsungar voru reyndar stálheppnir að lenda ekki undir þegar að Gonzalo Higuain skoraði mark fyrir Real Madrid sem var dæmt ógilt. Gestirnir frá Madríd byrjuðu betur í leiknum en leikmenn Barcelona voru þó fljótir að vinna sig inn í leikinn og réðu lengst af ferðinni. Það náði hámarki á um fimm mínútna kafla þegar að Barcelona fékk nokkur góð tækifæri til að skora. Sergio Busquets átti skalla að marki sem Iker Casillas varði en spænski landsliðsmarkvörðurinn var vel með á nótunum. Hann varði tvívegis frá Lionel Messi, einu sinni frá David Villa og þá átti Pedro skot rétt fram hjá marki Madrídinga. En í upphafi seinni hálfleiks skoraði Hugain svo markið sem var dæmt af. Cristiano Ronaldo var gefið að sök að hafa brotið á Javier Mascherano í aðdraganda marksins. Aðeins fáeinum mínútum síðar komst Barcelona yfir. Andrés Iniesta átti glæsilega sendingu inn fyrir vörn Real á Pedro sem afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Real náði þó að bíta frá sér. Angel Di Maria átti skot í stöng en náði boltanum aftur og lagði hann fyrir Marcelo sem skoraði af stuttu færi. Börsungar náðu þó að halda ró sinni og tryggðu sér farseðilinn á Wembley-leikvanginn, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í lok mánaðarins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira