Umfjöllun: KR-ingar teknir í kennslustund á heimavelli Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar skrifar 28. júlí 2011 16:56 Mynd/Hag KR-ingar steinlágu 1-4 gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Eftir að hafa fengið óskabyrjun og komist yfir sneru gestirnir leiknum sér í hag og unnu að lokum þægilegan sigur. KR-ingar fengu draumabyrjun í leiknum þegar Guðjón Baldvinsson kom þeim í 1-0 á 2. mínútu og skömmu síðar átti Kjartan Henry Finnbogason skot í varnarmann sem small í stönginni. Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn aðeins og nokkuð jafnræði var með liðunum. Miðverðir gestanna virkuðu óöruggir og um miðjan hálfleikinn komst Guðjón Baldvinsson aftur einn gegn markverði gestanna. Í þetta skiptið var hann of lengi að athafna sig og náði ekki almennilegu skoti. Á 38. mínútu jöfnuðu Georgíumennirnir leikinn. Eftir harða sókn KR-inga hrökk boltinn af varnarmanni gestanna tilbaka á markvörðinn sem tók hann upp með höndum. KR-ingar vildu fá óbeina aukaspyrnu en ekkert dæmt. Á meðan KR-ingar svekktu sig á hlutunum nýttu Tbilisi menn tímann vel. Þeir brunuðu í sókn sem lauk með fallegu marki. Staðan jöfn og þannig stóðu lelikar í hálfleik. Í síðari hálfleiknum komu KR-ingar aftur grimmir til leiks og snemma í hálfleiknum fékk Kjartan Henry dauðafæri. Þá skallaði Grétar Sigfinnur hornspyrnu að marki og Kjartan stóð á markteig og skaut. Því miður fyrir Kjartan og aðra KR-inga hitti hann beint í markvörðinn og úr varð því stórbrotinn markvarsla í stað mikilvægs marks. Á stundarfjórðungi gengu gestirnir svo frá leiknum. Þeir skoruðu tvö snyrtileg mörk og eitt úr víti og uppgjafartónn hjá KR-ingum í stúkunni. Leikurinn var galopinn síðasta korterið og gátu bæði lið bætt við mörkum en tókst ekki. Lokatölurnar 4-1 og útlitið dökkt fyrir síðari leikinn í Georgíu að viku liðinni. KR-ingar þurftu að gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu vegna meiðsla Bjarna Guðjónssonar og veikinda Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Ásgeir Örn Ólafsson og Dofri Snorrason náðu ekki að fylla í þeirra skörð enda erfitt að gera kröfu um slíkt. Hér fyrir má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira
KR-ingar steinlágu 1-4 gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Eftir að hafa fengið óskabyrjun og komist yfir sneru gestirnir leiknum sér í hag og unnu að lokum þægilegan sigur. KR-ingar fengu draumabyrjun í leiknum þegar Guðjón Baldvinsson kom þeim í 1-0 á 2. mínútu og skömmu síðar átti Kjartan Henry Finnbogason skot í varnarmann sem small í stönginni. Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn aðeins og nokkuð jafnræði var með liðunum. Miðverðir gestanna virkuðu óöruggir og um miðjan hálfleikinn komst Guðjón Baldvinsson aftur einn gegn markverði gestanna. Í þetta skiptið var hann of lengi að athafna sig og náði ekki almennilegu skoti. Á 38. mínútu jöfnuðu Georgíumennirnir leikinn. Eftir harða sókn KR-inga hrökk boltinn af varnarmanni gestanna tilbaka á markvörðinn sem tók hann upp með höndum. KR-ingar vildu fá óbeina aukaspyrnu en ekkert dæmt. Á meðan KR-ingar svekktu sig á hlutunum nýttu Tbilisi menn tímann vel. Þeir brunuðu í sókn sem lauk með fallegu marki. Staðan jöfn og þannig stóðu lelikar í hálfleik. Í síðari hálfleiknum komu KR-ingar aftur grimmir til leiks og snemma í hálfleiknum fékk Kjartan Henry dauðafæri. Þá skallaði Grétar Sigfinnur hornspyrnu að marki og Kjartan stóð á markteig og skaut. Því miður fyrir Kjartan og aðra KR-inga hitti hann beint í markvörðinn og úr varð því stórbrotinn markvarsla í stað mikilvægs marks. Á stundarfjórðungi gengu gestirnir svo frá leiknum. Þeir skoruðu tvö snyrtileg mörk og eitt úr víti og uppgjafartónn hjá KR-ingum í stúkunni. Leikurinn var galopinn síðasta korterið og gátu bæði lið bætt við mörkum en tókst ekki. Lokatölurnar 4-1 og útlitið dökkt fyrir síðari leikinn í Georgíu að viku liðinni. KR-ingar þurftu að gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu vegna meiðsla Bjarna Guðjónssonar og veikinda Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Ásgeir Örn Ólafsson og Dofri Snorrason náðu ekki að fylla í þeirra skörð enda erfitt að gera kröfu um slíkt. Hér fyrir má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira