Van Persie skaut Arsenal áfram í 16 liða úrslitin - Chelsea tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2011 19:15 Robin van Persie. Mynd/Nordic Photos/Getty Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á þýska liðinu Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld en Arsenal var eitt af þremur liðum sem komust áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Hin liðin sem komust áfram í kvöld voru Bayer Leverkusen og Apoel Nicosia. Barcelona og AC Milan voru þegar búin að tryggja sig áfram upp úr sínum riðli en sigur Barcelona í Mílanó þýðir að Evrópumeistararnir eru búnir að vinna riðilinn. Robin van Persie er óstöðvandi þessa daganna og hann skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á Borussia Dortmund. Sigur Arsenal og 1-0 útisigur Olympiakos á Marseille þýðir að Arsenal-menn eru búnir að vinna riðilinn. Manuel Friedrich skoraði sigurmark Bayer Leverkusen á móti Chelsea í uppbótartíma en 2-1 sigur Bayer og 7-0 stórsigur Valenica á Genk þýðir að Chelsea fær spænska liðið í heimsókn í hreinan úrslitaleik á Stamford Bridge í lokaumferðinni. Didier Drogba kom Chelsea yfir í byrjun seinni hálfleiks en Eren Derdiyok jafnaði á 73. mínútu áður en Friedrich skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu. Barcelona tryggði sér sigur í sínum riðli með 3-2 sigri á AC Milan í Mílanó en bæði liðin voru komin áfram fyrir þennan leik. Börsungar komust þrisvar yfir í leiknum en AC Milan tókst tvisvar að jafna. Lionel Messi skoraði annað mark Barca út umdeildu víti sem hann þurfti að taka aftur en argentínski snillingurinn átti stóran þátt í fyrsta markinu og lagði síðan upp sigurmarkið fyrir Xavi. Apoel Nicosia frá Kýpur komst áfram eftir markalaust jafntefli á móti Zenit í Rússlandi en þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Kýpur kemst svona langt. Porto á enn möguleika eftir 2-9 útisigur á Shakhtar Donetsk. Porto fær Zenit St. Petersburg í heimsókn í lokaumferðinni í hreinum úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillBayer Leverkusen - Chelsea 2-1 0-1 Didier Drogba (48.), 1-1 Eren Derdiyok (73.), 2-1 Manuel Friedrich (90.+1)Valencia - Genk 7-0 1-0 Jonas (10.), 2-0 Roberto Soldado (13.), 3-0 Roberto Soldado (36.), 4-0 Roberto Soldado (40.), 5-0 Pablo Hernández (68.), 6-0 Aritz Aduriz (70.), 7-0 Tino Costa (81.)F-riðillArsenal - Dortmund 2-1 1-0 Robin van Persie (49.), 2-0 Robin van Persie (86.), 2-1 Shinji Kagawa (90.)Marseille - Olympiakos 0-1 0-1 Ioannis Fetfatzidis (82.)G-riðill Zenit - APOEL 0-0Shakhtar Donetsk - FC Porto 0-2 0-1 Hulk (79.), 0-2 sjálfsmark (90.)H-riðillAC Milan - Barcelona 2-3 0-1 Sjálfsmark (14.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (20.), 1-2 Lionel Messi, víti (32.), 2-2 Kevin-Prince Boateng (54.), 2-3 Xavi (63.)BATE - Plzen 0-1 0-1 Marek Bakos (42.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Sjá meira
Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á þýska liðinu Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld en Arsenal var eitt af þremur liðum sem komust áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Hin liðin sem komust áfram í kvöld voru Bayer Leverkusen og Apoel Nicosia. Barcelona og AC Milan voru þegar búin að tryggja sig áfram upp úr sínum riðli en sigur Barcelona í Mílanó þýðir að Evrópumeistararnir eru búnir að vinna riðilinn. Robin van Persie er óstöðvandi þessa daganna og hann skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á Borussia Dortmund. Sigur Arsenal og 1-0 útisigur Olympiakos á Marseille þýðir að Arsenal-menn eru búnir að vinna riðilinn. Manuel Friedrich skoraði sigurmark Bayer Leverkusen á móti Chelsea í uppbótartíma en 2-1 sigur Bayer og 7-0 stórsigur Valenica á Genk þýðir að Chelsea fær spænska liðið í heimsókn í hreinan úrslitaleik á Stamford Bridge í lokaumferðinni. Didier Drogba kom Chelsea yfir í byrjun seinni hálfleiks en Eren Derdiyok jafnaði á 73. mínútu áður en Friedrich skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu. Barcelona tryggði sér sigur í sínum riðli með 3-2 sigri á AC Milan í Mílanó en bæði liðin voru komin áfram fyrir þennan leik. Börsungar komust þrisvar yfir í leiknum en AC Milan tókst tvisvar að jafna. Lionel Messi skoraði annað mark Barca út umdeildu víti sem hann þurfti að taka aftur en argentínski snillingurinn átti stóran þátt í fyrsta markinu og lagði síðan upp sigurmarkið fyrir Xavi. Apoel Nicosia frá Kýpur komst áfram eftir markalaust jafntefli á móti Zenit í Rússlandi en þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Kýpur kemst svona langt. Porto á enn möguleika eftir 2-9 útisigur á Shakhtar Donetsk. Porto fær Zenit St. Petersburg í heimsókn í lokaumferðinni í hreinum úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillBayer Leverkusen - Chelsea 2-1 0-1 Didier Drogba (48.), 1-1 Eren Derdiyok (73.), 2-1 Manuel Friedrich (90.+1)Valencia - Genk 7-0 1-0 Jonas (10.), 2-0 Roberto Soldado (13.), 3-0 Roberto Soldado (36.), 4-0 Roberto Soldado (40.), 5-0 Pablo Hernández (68.), 6-0 Aritz Aduriz (70.), 7-0 Tino Costa (81.)F-riðillArsenal - Dortmund 2-1 1-0 Robin van Persie (49.), 2-0 Robin van Persie (86.), 2-1 Shinji Kagawa (90.)Marseille - Olympiakos 0-1 0-1 Ioannis Fetfatzidis (82.)G-riðill Zenit - APOEL 0-0Shakhtar Donetsk - FC Porto 0-2 0-1 Hulk (79.), 0-2 sjálfsmark (90.)H-riðillAC Milan - Barcelona 2-3 0-1 Sjálfsmark (14.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (20.), 1-2 Lionel Messi, víti (32.), 2-2 Kevin-Prince Boateng (54.), 2-3 Xavi (63.)BATE - Plzen 0-1 0-1 Marek Bakos (42.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Sjá meira