Goðsagnir þorskastríðanna Guðni Th. Jôhannesson skrifar 16. febrúar 2011 06:00 Þorskastríðin eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu minni Íslendinga. Þau eru sögð lýsandi dæmi um þann dug sem þjóðin geti sýnt þegar að henni er sótt, og sönnun þess að Íslendingar geti skipt sköpum á alþjóðavettvangi. Sitthvað er til í þessu en þó er sagan flóknari þegar vel er að gáð. Samstaðan er ýkt, lítið gert úr því að semja þurfti til sigurs og misskilningi um frumkvæði Íslendinga í hafréttarmálum hampað. Til verður goðsögn af einhuga hetjum og hin raunsanna mynd hverfur í skuggann. Í síðustu átökum um Icesave hefur þetta sést vel. Í nýlegri ræðu í Valhöll minntist Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þess að forveri hans í því embætti, Ólafur Thors, hefði verið fremstur í flokki þeirra ráðamanna sem sömdu við Breta um lok fyrsta þorskastríðsins árið 1961. Þremur árum fyrr hafði vinstri stjórn Hermanns Jónassonar fært fiskveiðilögsöguna út í 12 sjómílur og Bretar sent herskip til verndar togurum sínum. „Samningar eru svik," sögðu stjórnarandstæðingar í Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi og kröfðust þess að Íslendingar berðust til þrautar undir vígorðunum frægu sem Magnús Kjartansson lét falla við mikinn fögnuð í byrjun átakanna: „Við semjum ekki við Breta, við sigrum þá." Reyndar gætti einnig gremju meðal sjálfstæðismanna; einn þingmaður skellti hurð víst svo hart eftir þingflokksfund um málið að rúður brotnuðu. En „hroðalegustu svikin sem auðið er að fremja ... eru einmitt þau að svíkjast um að semja", sagði Ólafur Thors og hafði sitt fram. Auðvitað eru sögulegum samanburði af þessu tagi takmörk sett. Hitt er þó ljóst að seinni þorskastríðunum tveimur lauk einnig með samningum og komu foringjar Sjálfstæðisflokksins þá líka við sögu. Árið 1972 færði vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar lögsöguna út í 50 mílur og aftur blossaði upp þorskastríð. Ári síðar fannst flestum sjálfstæðismönnum sjálfsagt að þeir styddu þá lausn 50 mílna deilunnar sem Ólafur Jóhannesson mælti með eftir viðræður við breska valdhafa. Alþýðubandalagsmenn í ríkisstjórn vildu alls ekki semja frekar en fyrri daginn og fordæmdu „makkið". En Ólafur hafði sitt fram og naut fulltingis forystumanna Sjálfstæðisflokksins þótt sitt sýndist hverjum í „grasrótinni". Árið 1975 var enn fært út, í þetta sinn í 200 mílur, og enn skarst í odda á miðunum. Geir Hallgrímsson var orðinn formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í stjórn með framsóknarmönnum. „Semjum til sigurs eða berjumst til sigurs," sagði Geir og kaus greinilega fyrri kostinn. Glöggt sást það í ársbyrjun 1976 þegar hann hélt til viðræðna í London og vildi að stjórnarflokkarnir féllust á samningsdrög sem þá urðu til. En Ólafur Jóhannesson og aðrir framsóknarmenn sökuðu Geir um að hafa látið allt of mikið undan. Stjórnin riðaði til falls, óeiningin var alger. Geir varð að gefa eftir heima fyrir, þorskastríðið geisaði áfram og komst í algleyming. Um sumarið sáu Bretar þó loksins að sér enda löngu orðið ljóst að ríki heims höfðu náð sátt um 200 mílna lögsögu. Þótt uppgjöfin væri nær öll Breta megin lauk þessu síðasta þorskastríði einnig með samningum sem Alþýðubandalagið fordæmdi að venju. En fáir tóku undir í þetta sinn. Staðreyndin er sú að öllum þorskastríðunum lyktaði með samkomulagi við Breta. Staðreyndin er líka sú að í öllum þorskastríðunum gætti mikils ágreinings innanlands. Vissulega náðist sátt á Alþingi þess á milli og almenningur fordæmdi einum rómi aðfarir breskra herskipa á miðunum. En goðsögnin um einhuga þjóð stenst samt ekki. Stjórnmálamenn tókust stöðugt á, liðsmönnum Landhelgisgæslunnar fannst ráðherrar stundum eintómar liðleskjur, til voru ráðherrar sem kvörtuðu yfir því að skipherrar varðskipanna vildu alltaf „leika þjóðhetjur", embættismenn rifust sín á milli og þar fram eftir götunum. Loks má leiða hugann að því hvernig þorskastríðin unnust. Ekki má vanmeta dugnað varðskipsmanna en átökin voru háð bæði á sjó og landi. Hernaðarmikilvægi Íslands í kalda stríðinu bætti vígstöðuna til muna og þróun hafréttar ekki síður. Stundum voru Íslendingar þá framarlega í flokki en oftar voru þeir þó sporgöngumenn. Þannig urðu tímamót árið 1945 þegar Bandaríkin eignuðu sér auðævi á landgrunni sínu og tóku sér rétt til að stjórna fiskveiðum ofan þess. Ýmis ríki í Mið- og Suður-Ameríku gengu á lagið og kröfðust 200 mílna lögsögu, á sama tíma og Íslendingar voru að berjast fyrir að færa eigin landhelgi úr þremur mílum í fjórar og mörgum árum áður en 200 mílna lögsögu var lýst yfir hér við land. Saga þorskastríðanna er merk saga smáþjóðar í hörðum heimi, allt of merk til að hún sé gerð að væminni goðsögn um einhug og frumkvæði sem ekki var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorskastríðin Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þorskastríðin eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu minni Íslendinga. Þau eru sögð lýsandi dæmi um þann dug sem þjóðin geti sýnt þegar að henni er sótt, og sönnun þess að Íslendingar geti skipt sköpum á alþjóðavettvangi. Sitthvað er til í þessu en þó er sagan flóknari þegar vel er að gáð. Samstaðan er ýkt, lítið gert úr því að semja þurfti til sigurs og misskilningi um frumkvæði Íslendinga í hafréttarmálum hampað. Til verður goðsögn af einhuga hetjum og hin raunsanna mynd hverfur í skuggann. Í síðustu átökum um Icesave hefur þetta sést vel. Í nýlegri ræðu í Valhöll minntist Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þess að forveri hans í því embætti, Ólafur Thors, hefði verið fremstur í flokki þeirra ráðamanna sem sömdu við Breta um lok fyrsta þorskastríðsins árið 1961. Þremur árum fyrr hafði vinstri stjórn Hermanns Jónassonar fært fiskveiðilögsöguna út í 12 sjómílur og Bretar sent herskip til verndar togurum sínum. „Samningar eru svik," sögðu stjórnarandstæðingar í Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi og kröfðust þess að Íslendingar berðust til þrautar undir vígorðunum frægu sem Magnús Kjartansson lét falla við mikinn fögnuð í byrjun átakanna: „Við semjum ekki við Breta, við sigrum þá." Reyndar gætti einnig gremju meðal sjálfstæðismanna; einn þingmaður skellti hurð víst svo hart eftir þingflokksfund um málið að rúður brotnuðu. En „hroðalegustu svikin sem auðið er að fremja ... eru einmitt þau að svíkjast um að semja", sagði Ólafur Thors og hafði sitt fram. Auðvitað eru sögulegum samanburði af þessu tagi takmörk sett. Hitt er þó ljóst að seinni þorskastríðunum tveimur lauk einnig með samningum og komu foringjar Sjálfstæðisflokksins þá líka við sögu. Árið 1972 færði vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar lögsöguna út í 50 mílur og aftur blossaði upp þorskastríð. Ári síðar fannst flestum sjálfstæðismönnum sjálfsagt að þeir styddu þá lausn 50 mílna deilunnar sem Ólafur Jóhannesson mælti með eftir viðræður við breska valdhafa. Alþýðubandalagsmenn í ríkisstjórn vildu alls ekki semja frekar en fyrri daginn og fordæmdu „makkið". En Ólafur hafði sitt fram og naut fulltingis forystumanna Sjálfstæðisflokksins þótt sitt sýndist hverjum í „grasrótinni". Árið 1975 var enn fært út, í þetta sinn í 200 mílur, og enn skarst í odda á miðunum. Geir Hallgrímsson var orðinn formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í stjórn með framsóknarmönnum. „Semjum til sigurs eða berjumst til sigurs," sagði Geir og kaus greinilega fyrri kostinn. Glöggt sást það í ársbyrjun 1976 þegar hann hélt til viðræðna í London og vildi að stjórnarflokkarnir féllust á samningsdrög sem þá urðu til. En Ólafur Jóhannesson og aðrir framsóknarmenn sökuðu Geir um að hafa látið allt of mikið undan. Stjórnin riðaði til falls, óeiningin var alger. Geir varð að gefa eftir heima fyrir, þorskastríðið geisaði áfram og komst í algleyming. Um sumarið sáu Bretar þó loksins að sér enda löngu orðið ljóst að ríki heims höfðu náð sátt um 200 mílna lögsögu. Þótt uppgjöfin væri nær öll Breta megin lauk þessu síðasta þorskastríði einnig með samningum sem Alþýðubandalagið fordæmdi að venju. En fáir tóku undir í þetta sinn. Staðreyndin er sú að öllum þorskastríðunum lyktaði með samkomulagi við Breta. Staðreyndin er líka sú að í öllum þorskastríðunum gætti mikils ágreinings innanlands. Vissulega náðist sátt á Alþingi þess á milli og almenningur fordæmdi einum rómi aðfarir breskra herskipa á miðunum. En goðsögnin um einhuga þjóð stenst samt ekki. Stjórnmálamenn tókust stöðugt á, liðsmönnum Landhelgisgæslunnar fannst ráðherrar stundum eintómar liðleskjur, til voru ráðherrar sem kvörtuðu yfir því að skipherrar varðskipanna vildu alltaf „leika þjóðhetjur", embættismenn rifust sín á milli og þar fram eftir götunum. Loks má leiða hugann að því hvernig þorskastríðin unnust. Ekki má vanmeta dugnað varðskipsmanna en átökin voru háð bæði á sjó og landi. Hernaðarmikilvægi Íslands í kalda stríðinu bætti vígstöðuna til muna og þróun hafréttar ekki síður. Stundum voru Íslendingar þá framarlega í flokki en oftar voru þeir þó sporgöngumenn. Þannig urðu tímamót árið 1945 þegar Bandaríkin eignuðu sér auðævi á landgrunni sínu og tóku sér rétt til að stjórna fiskveiðum ofan þess. Ýmis ríki í Mið- og Suður-Ameríku gengu á lagið og kröfðust 200 mílna lögsögu, á sama tíma og Íslendingar voru að berjast fyrir að færa eigin landhelgi úr þremur mílum í fjórar og mörgum árum áður en 200 mílna lögsögu var lýst yfir hér við land. Saga þorskastríðanna er merk saga smáþjóðar í hörðum heimi, allt of merk til að hún sé gerð að væminni goðsögn um einhug og frumkvæði sem ekki var.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun