Átök innan tískubransans Sara McMahon skrifar 20. apríl 2011 21:00 Fagstjórinn Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar LHÍ, segir menn greina á um hvernig koma eigi íslenskri fatahönnun á framfæri. fréttablaðið/vilhelm Linda Björg Árnadóttir segir að nám í fatahönnun sé fyrst og fremst listnám, ekki nám í vöruhönnun. Hún segir að fólk innan tískubransans sé ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Útskriftarsýning fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands fer fram í Hafnarhúsinu á skírdag og munu tveir erlendir prófdómarar dæma lokaverkefni nemenda. Dómararnir eru Emily Harris sem starfar hjá Sonia Rykiel og hin danska Rikke Ruhwald sem hefur meðal annars unnið hjá Rykiel og Lacroix. Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar, telur mikilvægt að fá hingað hlutlausa aðila til að meta starfið sem fram fer við skólann. „Líkt og hjá öðrum hönnunarskólum er námið hjá okkur listnám og við erum að þjálfa fólk til að vinna á svokölluðu efsta stigi „prêt-à-porter" hönnunar. Árlega fáum við til okkar gestadómara, sem allir eru starfandi hjá bestu hönnunarhúsunum, til að dæma útskriftarverkefnin," segir Linda Björg og bætir við að árgangurinn í ár sé sérstaklega sterkur. Að hennar sögn er áberandi ágreiningur manna á milli innan íslenska tískubransans og fólk ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Því sé gott að fá hingað hlutlausa aðila til að dæma prófverkefni nemenda. „Ég hef meðal annars heyrt að nemendur okkar séu að hanna svo frumleg föt að það sé ekki hægt að ganga í þeim. Það fólk hefur greinilega litla þekkingu á fatahönnunarnámi því það er fyrst og fremst listnám og ekki nám í vöruframleiðslu. Þá þekkingu fá krakkarnir bæði í starfsnámi og starfi. Hér heima er mikið um að fólk hanni fatnað í „massaframleiðslu-gæðum" en kynni hana sem „prêt-à-porter", líkt og sumt af því sem sýnt var á RFF. Það má alls ekki rugla þessum tveimur mörkuðum saman, hönnun í „massaframleiðslu- gæðum" á að kynna á öðrum stöðum og á annan hátt," útskýrir Linda Björg. Útskriftarsýningin fer fram klukkan 20.00 í Listasafni Reykjavíkur. RFF Tíska og hönnun Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Linda Björg Árnadóttir segir að nám í fatahönnun sé fyrst og fremst listnám, ekki nám í vöruhönnun. Hún segir að fólk innan tískubransans sé ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Útskriftarsýning fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands fer fram í Hafnarhúsinu á skírdag og munu tveir erlendir prófdómarar dæma lokaverkefni nemenda. Dómararnir eru Emily Harris sem starfar hjá Sonia Rykiel og hin danska Rikke Ruhwald sem hefur meðal annars unnið hjá Rykiel og Lacroix. Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar, telur mikilvægt að fá hingað hlutlausa aðila til að meta starfið sem fram fer við skólann. „Líkt og hjá öðrum hönnunarskólum er námið hjá okkur listnám og við erum að þjálfa fólk til að vinna á svokölluðu efsta stigi „prêt-à-porter" hönnunar. Árlega fáum við til okkar gestadómara, sem allir eru starfandi hjá bestu hönnunarhúsunum, til að dæma útskriftarverkefnin," segir Linda Björg og bætir við að árgangurinn í ár sé sérstaklega sterkur. Að hennar sögn er áberandi ágreiningur manna á milli innan íslenska tískubransans og fólk ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Því sé gott að fá hingað hlutlausa aðila til að dæma prófverkefni nemenda. „Ég hef meðal annars heyrt að nemendur okkar séu að hanna svo frumleg föt að það sé ekki hægt að ganga í þeim. Það fólk hefur greinilega litla þekkingu á fatahönnunarnámi því það er fyrst og fremst listnám og ekki nám í vöruframleiðslu. Þá þekkingu fá krakkarnir bæði í starfsnámi og starfi. Hér heima er mikið um að fólk hanni fatnað í „massaframleiðslu-gæðum" en kynni hana sem „prêt-à-porter", líkt og sumt af því sem sýnt var á RFF. Það má alls ekki rugla þessum tveimur mörkuðum saman, hönnun í „massaframleiðslu- gæðum" á að kynna á öðrum stöðum og á annan hátt," útskýrir Linda Björg. Útskriftarsýningin fer fram klukkan 20.00 í Listasafni Reykjavíkur.
RFF Tíska og hönnun Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp