Þýskaland – blómstrandi landslag Hjálmar Sveinsson skrifar 3. október 2011 07:00 Á tímum þegar fjölmiðlar hræða okkur upp úr skónum með vondum fréttum af fjármálamörkuðum og yfirvofandi heimsendi er upplífgandi að fá góðar fréttir öðru hvoru. Góðu fréttirnar berast akkúrat núna frá Þýskalandi þar sem haldið er upp á dag þýskrar einingar, þriðja október. Þar ríkir, þrátt fyrir allt, bjartsýni. Samkvæmt skoðanakönnun, sem Allensbach-stofnunin gerði fyrir tveimur vikum, hafa Þjóðverjar ekki verið jafn áægðir með lífið í langan tíma. Ánægjan er ekki úr lausu lofti gripin, frekar en annað í sameinuðu Þýskalandi. Árið 2002 kallaði tímaritið Economist Þýskaland „hinn veika mann Evrópu“ því þar einkenndist allt af hiki og ráðaleysi. Þjóðverjar væru að missa af efnahagslestinni. Átta árum síðar telst Þýskaland, samkvæmt lista World Economic Forum, vera eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims. Þess má raunar geta að svo skemmtilega vill til að af tíu efstu ríkjum á þessu lista eru sex Evrópusambandsþjóðir: Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland, Finnland, Holland, Bretland. Þegar samkeppnishæfni er mæld er einkum miðað við nýsköpun í atvinnulífinu, innviði samfélagsins, menntakerfi, atvinnu- og fjármálamarkað. Þýskaland státar nú af einum mesta hagvexti í Evrópu og atvinnuleysi í september mældist 6,6%. Það hefur ekki verið lægra í 20 ár. Til samanburðar má geta þess að í Bandaríkjunum er atvinnuleysi yfir 9%. Árangur Þjóðverja hefur vakið mikla athygli og eins og von er. Talað er um nýtt Wirtschaftswunder, nýtt efnahagsundur. Hið sameiginlega Þýskaland er orðið að fyrirmyndarlandi. Í erlendum fjölmiðlum er ekki bara skrifað, af mikilli aðdáun, um þýsku efnahagsvélina, sem er drifin áfram af litlum og meðalstórum fjölskyldufyrirtækjum, heldur líka um hið félagslega jafnvægi í Þýskalandi, lífsgæði og farsæla pólitík sem snýst sífellt um það að miðla málum. Þar að auki er Þýskaland rómað fyrir sitt öfluga menningarlíf. Höfuðborgin Berlín er ein helsta menningar og menntaborg álfunnar. Jafnvel þótt víðar væri leitað. Margt bendir til að Berlín sé að taka við New York sem höfuðstaður skapandi lista í heiminum. Og Þýskaland er orðið eitt stærsta ferðamannaland í heimi. Á síðasta ári komu þangað 60 milljónir ferðamenn. Allt þetta hefur orðið til þess að til Þýskalands liggur nú stríður straumur fólks alls staðar úr heiminum, en einkum frá Spáni og Ítalíu, sem vill læra þýsku og reyna svo fyrir sér. Meirihlutinn er stúdentar eða menntafólk sem hefur annað hvort misst vinnuna eða óttast að það gerist: verkfræðingar, arkitektar, efnafræðingar, lögfræðingar, tölvunarfræðingar. Í nýjasta tölublaði af Die Zeit er ítarleg umfjöllun um Þýskaland sem fyrirheitna landið. Þar er meðal annars rætt við Lauru Lucchini sem er 33 ára og flutti frá Tórínó til Berlín fyrir þremur árum. Hún segist ekki hafa séð neina framtíð á Ítalíu því landinu sé stjórnað af körlum á sjötugsaldri. Ungar konur hafi þar ekkert opinbert hlutverk nema sem „Berlusconi-dúkkur“. Í Þýskalandi segist hún njóta frelsis og öryggis. Hún talar um félagslegt jafnvægi og þá tilfinningu að í Berlín snúist ekki allt um atvinnu og það að lifa af, heldur um gott líf. Þýskir Zeit-lesendur hljóta að hafa glaðst yfir því að Ítali flytji til Þýskalands í leit að góðu lífi til að njóta. Að sjálfsögðu hefur hinn ótrúlegi árangur Þjóðverja, á þeim tuttugu árum sem sameinað Þýskaland hefu verið til, ekki orðið til af sjálfum sér. Í frægri sjónvarpsræðu sem Helmuth Kohl hélt 1990, þar sem hann kynnti meðal annars sameiginlegan gjaldmiðil í aðdraganda sameiningar þýsku ríkjanna, sagðist hann sjá fyrir sér „blómstrandi landslag“ (blühende Landschaften) í Austur-Þýskalandi og Þýskalandi öllu. Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir, þótt leiðin hafi verið þyrnum stráð á köflum og seinfarin. Margir rekja efnahagsundrið þýska meðal annars til rótækra umbóta, Agenda 2010, á atvinnumarkaði og í hinu félagslega kerfi. Stjórn Schröders og Fischers kom þeim á árin 2004 og 2005. Þær miðuðu að því að gera þýskt atvinnulíf sveigjanlegra og samkeppnishæfara. Þaðan var meðal annars tekin upp sú stefna, ættuð frá New Deal-kenningu Roosevelts, að farsælla sé að hafa fólk í ríkisstyrktum hlutastörfum en alfarið atvinnulaust á bótum. Annar lykill að efnahagsundrinu er sú mikla rækt sem Þjóðverjar hafa lagt við iðnfyrirtæki og háþróaða fagmenntun. Það hefur skapað ótal þýskum fyrirtækjum mikið forskot á heimsmarkaðnum. Þjóðverjar létu aldrei ginnast af þeirri hugmynd að hægt væri að halda uppi heilu þjóðfélögunum með fjármálaviðskiptum. Í þriðja lagi hafa Þjóðverjar verið tilbúnir að leggja á sig sameiginlegar byrðar þegar á þurfti að halda: skattahækkanir, bremsur á launahækkanir, hlutstörf í stað 100% starfa. Vandi þýskra stjórnvalda snýst ekki lengur um sameiningu þýsku ríkjanna og afleiðingar hennar, heldur um hlutverk Þjóðverja í heiminum. Þeim er ætlað að bjarga skuldsettum ríkjum og evrunni en eru í leiðinni þeir sífellt minntir á að þeir eigi að halda sig sem mest til baka og að þeir megi ekki ráða neinu. Umræðan er á köflum mótsagnakennd og fjandsamleg. Það er erfið staða að vera í. Um leið og Þjóðverjum er óskað til hamingju með einingardaginn, skal á það minnt að Þjóðverjar eru ein raunbesta vinaþjóð Íslendinga ásamt Norðurlandaþjóðunum. Íslendingar ættu að rækta þann vinskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á tímum þegar fjölmiðlar hræða okkur upp úr skónum með vondum fréttum af fjármálamörkuðum og yfirvofandi heimsendi er upplífgandi að fá góðar fréttir öðru hvoru. Góðu fréttirnar berast akkúrat núna frá Þýskalandi þar sem haldið er upp á dag þýskrar einingar, þriðja október. Þar ríkir, þrátt fyrir allt, bjartsýni. Samkvæmt skoðanakönnun, sem Allensbach-stofnunin gerði fyrir tveimur vikum, hafa Þjóðverjar ekki verið jafn áægðir með lífið í langan tíma. Ánægjan er ekki úr lausu lofti gripin, frekar en annað í sameinuðu Þýskalandi. Árið 2002 kallaði tímaritið Economist Þýskaland „hinn veika mann Evrópu“ því þar einkenndist allt af hiki og ráðaleysi. Þjóðverjar væru að missa af efnahagslestinni. Átta árum síðar telst Þýskaland, samkvæmt lista World Economic Forum, vera eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims. Þess má raunar geta að svo skemmtilega vill til að af tíu efstu ríkjum á þessu lista eru sex Evrópusambandsþjóðir: Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland, Finnland, Holland, Bretland. Þegar samkeppnishæfni er mæld er einkum miðað við nýsköpun í atvinnulífinu, innviði samfélagsins, menntakerfi, atvinnu- og fjármálamarkað. Þýskaland státar nú af einum mesta hagvexti í Evrópu og atvinnuleysi í september mældist 6,6%. Það hefur ekki verið lægra í 20 ár. Til samanburðar má geta þess að í Bandaríkjunum er atvinnuleysi yfir 9%. Árangur Þjóðverja hefur vakið mikla athygli og eins og von er. Talað er um nýtt Wirtschaftswunder, nýtt efnahagsundur. Hið sameiginlega Þýskaland er orðið að fyrirmyndarlandi. Í erlendum fjölmiðlum er ekki bara skrifað, af mikilli aðdáun, um þýsku efnahagsvélina, sem er drifin áfram af litlum og meðalstórum fjölskyldufyrirtækjum, heldur líka um hið félagslega jafnvægi í Þýskalandi, lífsgæði og farsæla pólitík sem snýst sífellt um það að miðla málum. Þar að auki er Þýskaland rómað fyrir sitt öfluga menningarlíf. Höfuðborgin Berlín er ein helsta menningar og menntaborg álfunnar. Jafnvel þótt víðar væri leitað. Margt bendir til að Berlín sé að taka við New York sem höfuðstaður skapandi lista í heiminum. Og Þýskaland er orðið eitt stærsta ferðamannaland í heimi. Á síðasta ári komu þangað 60 milljónir ferðamenn. Allt þetta hefur orðið til þess að til Þýskalands liggur nú stríður straumur fólks alls staðar úr heiminum, en einkum frá Spáni og Ítalíu, sem vill læra þýsku og reyna svo fyrir sér. Meirihlutinn er stúdentar eða menntafólk sem hefur annað hvort misst vinnuna eða óttast að það gerist: verkfræðingar, arkitektar, efnafræðingar, lögfræðingar, tölvunarfræðingar. Í nýjasta tölublaði af Die Zeit er ítarleg umfjöllun um Þýskaland sem fyrirheitna landið. Þar er meðal annars rætt við Lauru Lucchini sem er 33 ára og flutti frá Tórínó til Berlín fyrir þremur árum. Hún segist ekki hafa séð neina framtíð á Ítalíu því landinu sé stjórnað af körlum á sjötugsaldri. Ungar konur hafi þar ekkert opinbert hlutverk nema sem „Berlusconi-dúkkur“. Í Þýskalandi segist hún njóta frelsis og öryggis. Hún talar um félagslegt jafnvægi og þá tilfinningu að í Berlín snúist ekki allt um atvinnu og það að lifa af, heldur um gott líf. Þýskir Zeit-lesendur hljóta að hafa glaðst yfir því að Ítali flytji til Þýskalands í leit að góðu lífi til að njóta. Að sjálfsögðu hefur hinn ótrúlegi árangur Þjóðverja, á þeim tuttugu árum sem sameinað Þýskaland hefu verið til, ekki orðið til af sjálfum sér. Í frægri sjónvarpsræðu sem Helmuth Kohl hélt 1990, þar sem hann kynnti meðal annars sameiginlegan gjaldmiðil í aðdraganda sameiningar þýsku ríkjanna, sagðist hann sjá fyrir sér „blómstrandi landslag“ (blühende Landschaften) í Austur-Þýskalandi og Þýskalandi öllu. Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir, þótt leiðin hafi verið þyrnum stráð á köflum og seinfarin. Margir rekja efnahagsundrið þýska meðal annars til rótækra umbóta, Agenda 2010, á atvinnumarkaði og í hinu félagslega kerfi. Stjórn Schröders og Fischers kom þeim á árin 2004 og 2005. Þær miðuðu að því að gera þýskt atvinnulíf sveigjanlegra og samkeppnishæfara. Þaðan var meðal annars tekin upp sú stefna, ættuð frá New Deal-kenningu Roosevelts, að farsælla sé að hafa fólk í ríkisstyrktum hlutastörfum en alfarið atvinnulaust á bótum. Annar lykill að efnahagsundrinu er sú mikla rækt sem Þjóðverjar hafa lagt við iðnfyrirtæki og háþróaða fagmenntun. Það hefur skapað ótal þýskum fyrirtækjum mikið forskot á heimsmarkaðnum. Þjóðverjar létu aldrei ginnast af þeirri hugmynd að hægt væri að halda uppi heilu þjóðfélögunum með fjármálaviðskiptum. Í þriðja lagi hafa Þjóðverjar verið tilbúnir að leggja á sig sameiginlegar byrðar þegar á þurfti að halda: skattahækkanir, bremsur á launahækkanir, hlutstörf í stað 100% starfa. Vandi þýskra stjórnvalda snýst ekki lengur um sameiningu þýsku ríkjanna og afleiðingar hennar, heldur um hlutverk Þjóðverja í heiminum. Þeim er ætlað að bjarga skuldsettum ríkjum og evrunni en eru í leiðinni þeir sífellt minntir á að þeir eigi að halda sig sem mest til baka og að þeir megi ekki ráða neinu. Umræðan er á köflum mótsagnakennd og fjandsamleg. Það er erfið staða að vera í. Um leið og Þjóðverjum er óskað til hamingju með einingardaginn, skal á það minnt að Þjóðverjar eru ein raunbesta vinaþjóð Íslendinga ásamt Norðurlandaþjóðunum. Íslendingar ættu að rækta þann vinskap.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar