"Handvömm“ - Heyr á endemi! 14. október 2011 06:00 Í grein sem formaður stjórnar Ríkisútvarpsins ohf., Svanhildur Kaaber, skrifaði í Fréttablaðið 28. september sagði hún það „handvömm" að heiti Ríkisútvarpsins væri ekki að finna í vefsímaskránni ja.is. Þegar heiti Ríkisútvarpsins var slegið inn var niðurstaðan: Ekkert fannst. Nú er búið að lagfæra þetta. Sé leitað undir heiti Ríkisútvarpsins kemur á skjáinn eitt símanúmer og: Ríkisútvarpið ohf. – sjá RÚV! Þetta er auðvitað framför! Orðabókin segir að handvömm sé glapræði, vanræksla, klaufaskapur eða léleg smíði. Það er afsökunin fyrir því að nafn Ríkisútvarpsins var ekki að finna á ja.is. En er þetta satt? Er þetta handvömm eða er þetta skýr og einbeittur ásetningur; liður í því að bannfæra heitið Ríkisútvarp eins og stjórnendur Ríkisútvarpsins vinna nú markvisst að. Eftir þessi skrif var Molaskrifara bent á að í prentaðri símaskrá ársins 2011 er nafn Ríkisútvarpsins heldur ekki að finna. Er það líka handvömm? Þar er bara RÚV. Handvömm, heyr á endemi! Nöfnum er ekki breytt í símaskrá nema um það sé beðið. Ritstjórar símaskrár taka það ekki upp hjá sjálfum sér. Stjórnendur Ríkisútvarpsins hafa beðið um að nafn Ríkisútvarpsins væri fjarlægt úr símaskránni. Öðrum kosti hefði það ekki verið gert. Hér var engin handvömm á ferðinni heldur einbeittur brotavilji stjórnenda sem vilja gera heiti stofnunarinnar, Ríkisútvarpið, útlægt og banna notkun þess. Það hefur enginn gefið þeim leyfi til þess og til þess voru þeir ekki ráðnir. Hvernig væri að ráðherrar sem hafa með Ríkisútvarpið að gera gefi yfirmönnum í Efstaleiti orð í eyra fyrir að misbeita valdi sínu og fyrir atlögu að þessari rúmlega áttræðu stofnun, Ríkisútvarpinu. Þetta fólk var ekki ráðið til að eyðileggja hið góða nafn Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein sem formaður stjórnar Ríkisútvarpsins ohf., Svanhildur Kaaber, skrifaði í Fréttablaðið 28. september sagði hún það „handvömm" að heiti Ríkisútvarpsins væri ekki að finna í vefsímaskránni ja.is. Þegar heiti Ríkisútvarpsins var slegið inn var niðurstaðan: Ekkert fannst. Nú er búið að lagfæra þetta. Sé leitað undir heiti Ríkisútvarpsins kemur á skjáinn eitt símanúmer og: Ríkisútvarpið ohf. – sjá RÚV! Þetta er auðvitað framför! Orðabókin segir að handvömm sé glapræði, vanræksla, klaufaskapur eða léleg smíði. Það er afsökunin fyrir því að nafn Ríkisútvarpsins var ekki að finna á ja.is. En er þetta satt? Er þetta handvömm eða er þetta skýr og einbeittur ásetningur; liður í því að bannfæra heitið Ríkisútvarp eins og stjórnendur Ríkisútvarpsins vinna nú markvisst að. Eftir þessi skrif var Molaskrifara bent á að í prentaðri símaskrá ársins 2011 er nafn Ríkisútvarpsins heldur ekki að finna. Er það líka handvömm? Þar er bara RÚV. Handvömm, heyr á endemi! Nöfnum er ekki breytt í símaskrá nema um það sé beðið. Ritstjórar símaskrár taka það ekki upp hjá sjálfum sér. Stjórnendur Ríkisútvarpsins hafa beðið um að nafn Ríkisútvarpsins væri fjarlægt úr símaskránni. Öðrum kosti hefði það ekki verið gert. Hér var engin handvömm á ferðinni heldur einbeittur brotavilji stjórnenda sem vilja gera heiti stofnunarinnar, Ríkisútvarpið, útlægt og banna notkun þess. Það hefur enginn gefið þeim leyfi til þess og til þess voru þeir ekki ráðnir. Hvernig væri að ráðherrar sem hafa með Ríkisútvarpið að gera gefi yfirmönnum í Efstaleiti orð í eyra fyrir að misbeita valdi sínu og fyrir atlögu að þessari rúmlega áttræðu stofnun, Ríkisútvarpinu. Þetta fólk var ekki ráðið til að eyðileggja hið góða nafn Ríkisútvarpsins.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar