Kerfið er ekki að virka 26. október 2011 06:00 Velferðarkerfið er hornsteinn samfélagsins sem hefur gert öllum kleift, óháð efnahag og aðstæðum, að njóta sama réttar til þjónustu. Verulega er vegið að velferðarkerfinu í því fjárlagafrumvarpi sem ríkisstjórn Íslands hefur nú lagt fyrir Alþingi og lýsir BSRB þungum áhyggjum yfir því. BSRB óttast að Fæðingarorlofssjóður og það fæðingarorlofskerfi sem byggt hefur verið upp á Íslandi sé í hættu. Bent er á að sífellt færri foreldrar hafa nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs síðustu ár þar sem greiðslur úr sjóðnum hafa verið skertar til muna. Greiðsluþak sjóðsins er nú orðið svo lágt að fleiri og fleiri foreldrar, sér í lagi feður, telja sig ekki hafa efni á að taka fæðingarorlof. Aðrir forðast að taka fæðingarorlof af ótta við viðbrögð vinnuveitanda sinna og slíkt ástand er óásættanlegt. Forsætisráðherra lýsti nýverið vilja sínum til að lengja fæðingarorlofið og hækka greiðsluþak á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði en sagði það ekki raunhæft fyrr en að nokkrum árum liðnum. Slíkar breytingar yrðu vissulega framfaraskref en óhjákvæmilegt er að benda á það óréttlæti sem börn, er fæðast þangað til breytingarnar komast á, verða fyrir. Á meðan foreldrar eru að neita sér um fæðingarorlof vegna fjárhagsástæðna eða af ótta við að missa vinnuna í kjölfarið er kerfið ekki að virka. Stjórnvöld verða að tryggja að kerfið virki eins og því er ætlað og tryggja þannig rétt barna til samvista við báða foreldra líkt og markmiðið var með setningu fæðingar- og foreldraorlofslaga. Síðustu ár hefur öflugt séreignarlífeyriskerfi verið byggt upp á Íslandi. Nú er höggvið að rótum þess með tillögum að skattlagningu á inngreiðslum yfir 2% í séreignarlífeyrissjóði. Fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar opna á þann möguleika að tvískatta hluta af séreignarlífeyrissparnaði fólks og telur BSRB fullvíst að slíkar aðgerðir séu upphafið að endalokum séreignarlífeyriskerfisins. Bandalagið leggst alfarið gegn breytingum á séreignarlífeyriskerfinu og óttast jafnframt að þessar aðgerðir gætu verið fyrsta skrefið í átt að almennri skattlagningu inngreiðslna í lífeyrissjóði sem myndu á endanum rýra kjör lífeyrisþega til mikilla muna. BSRB vonast til að stjórnvöld leiðrétti þau mistök sem greinilega áttu sér stað við gerð fjárlagafrumvarpsins áður en það verður endanlega afgreitt sem lög frá Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Skoðanir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Velferðarkerfið er hornsteinn samfélagsins sem hefur gert öllum kleift, óháð efnahag og aðstæðum, að njóta sama réttar til þjónustu. Verulega er vegið að velferðarkerfinu í því fjárlagafrumvarpi sem ríkisstjórn Íslands hefur nú lagt fyrir Alþingi og lýsir BSRB þungum áhyggjum yfir því. BSRB óttast að Fæðingarorlofssjóður og það fæðingarorlofskerfi sem byggt hefur verið upp á Íslandi sé í hættu. Bent er á að sífellt færri foreldrar hafa nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs síðustu ár þar sem greiðslur úr sjóðnum hafa verið skertar til muna. Greiðsluþak sjóðsins er nú orðið svo lágt að fleiri og fleiri foreldrar, sér í lagi feður, telja sig ekki hafa efni á að taka fæðingarorlof. Aðrir forðast að taka fæðingarorlof af ótta við viðbrögð vinnuveitanda sinna og slíkt ástand er óásættanlegt. Forsætisráðherra lýsti nýverið vilja sínum til að lengja fæðingarorlofið og hækka greiðsluþak á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði en sagði það ekki raunhæft fyrr en að nokkrum árum liðnum. Slíkar breytingar yrðu vissulega framfaraskref en óhjákvæmilegt er að benda á það óréttlæti sem börn, er fæðast þangað til breytingarnar komast á, verða fyrir. Á meðan foreldrar eru að neita sér um fæðingarorlof vegna fjárhagsástæðna eða af ótta við að missa vinnuna í kjölfarið er kerfið ekki að virka. Stjórnvöld verða að tryggja að kerfið virki eins og því er ætlað og tryggja þannig rétt barna til samvista við báða foreldra líkt og markmiðið var með setningu fæðingar- og foreldraorlofslaga. Síðustu ár hefur öflugt séreignarlífeyriskerfi verið byggt upp á Íslandi. Nú er höggvið að rótum þess með tillögum að skattlagningu á inngreiðslum yfir 2% í séreignarlífeyrissjóði. Fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar opna á þann möguleika að tvískatta hluta af séreignarlífeyrissparnaði fólks og telur BSRB fullvíst að slíkar aðgerðir séu upphafið að endalokum séreignarlífeyriskerfisins. Bandalagið leggst alfarið gegn breytingum á séreignarlífeyriskerfinu og óttast jafnframt að þessar aðgerðir gætu verið fyrsta skrefið í átt að almennri skattlagningu inngreiðslna í lífeyrissjóði sem myndu á endanum rýra kjör lífeyrisþega til mikilla muna. BSRB vonast til að stjórnvöld leiðrétti þau mistök sem greinilega áttu sér stað við gerð fjárlagafrumvarpsins áður en það verður endanlega afgreitt sem lög frá Alþingi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar