Auðlindanýting í anda LÍÚ Vilhelm Jónsson skrifar 2. desember 2011 06:00 Það væri tilvalið fyrir ráðherra að setja kvótastýringu á rjúpnaveiðistofninn, þar sem hann er í sögulegri lægð og arðsemin lítil sem engin í greininni. Við verðum að bera gæfu til að ganga vel um þessa auðlind og af fyllstu nærgætni. Til að ná sem mestri hagræðingu og standa undir arðsemiskröfu ætti að loka fyrir rjúpnaveiðar til almennings, ráðherra gæti úthlutað rjúpnagjafakvóta til útvaldra vina og kunningja í þeim byggðarlögum þar sem lítill fiskikvóti er eftir í sárabætur, t.d. í 50 ár í senn til að hámarka arðsemina. Með þessu fyrirkomulagi þyrfti svo miklu færri byssur að greinin gæti endurnýjað sig og verið sjálfbær. Jafnvel væri hægt að fá notaðar hálfsjálfvirkar vélbyssur með fullkomnum miðunarbúnaði frá víkingasveitinni, sem hún væri hætt að nota, fyrir lítið til að hámarka skotnýtinguna og arðsemina. Menn skyldu ekki gera lítið úr því hvað þetta yrði mikil lyftistöng fyrir byggðarlögin sem fengju að njóta þessara auðæfa. Með þessu fyrirkomulagi yrðu margfeldisáhrifin jafnvel svo mikil að hægt væri fyrir kvótahafa að fjárfesta fyrir væntanlegan hagnað, t.d. í hótelkeðjum, bílaumboðum, öryggisfyrirtækjum, þyrlum, pizzafyrirtækjum og fleiru, sem myndi stuðla að enduruppbyggingu atvinnulífsins öllum til hagsbóta. Það væri ekki óvitlaust að fá hagfræðiprófessorana Ragnar Árnason og Þórólf Matthíasson og stærðfræðinginn Helga Áss Grétarsson til að útsetja það nánar í anda LÍÚ, þar sem þeir eru nú helstu talsmenn kvótastýringar LÍÚ. Til að ná veðsetningarhlutfalli í hærri hæðir gætu þeir jafnvel kallað eftir Dr. Gunna sér til fulltingis. Ef þessi leið yrði farin væri ekki óvarlegt að áætla að hagnaðurinn gæti numið tugum ef ekki hundruðum milljarða þegar margfeldisáhrifin væru búin að skila sér. Það væri ekki óeðlilegt að veita greininni kúlulán og viðeigandi afskriftir til að greinin yrði sjálfbær. Það væri vel við hæfi að endurskoðunarstofan Deloitte og lögmannsstofan Lex útfærðu þetta nánar í anda laganna og felldu að stjórnarskránni. Fyrir þá skotveiðimenn sem væru óánægðir með að fá ekki úthlutun mætti niðurgreiða félagsgjald hjá Leirdúfufélagi Íslands Geithálsi, og jafnvel niðurgreiða skoskar rjúpur fyrir þá sem væru ósáttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það væri tilvalið fyrir ráðherra að setja kvótastýringu á rjúpnaveiðistofninn, þar sem hann er í sögulegri lægð og arðsemin lítil sem engin í greininni. Við verðum að bera gæfu til að ganga vel um þessa auðlind og af fyllstu nærgætni. Til að ná sem mestri hagræðingu og standa undir arðsemiskröfu ætti að loka fyrir rjúpnaveiðar til almennings, ráðherra gæti úthlutað rjúpnagjafakvóta til útvaldra vina og kunningja í þeim byggðarlögum þar sem lítill fiskikvóti er eftir í sárabætur, t.d. í 50 ár í senn til að hámarka arðsemina. Með þessu fyrirkomulagi þyrfti svo miklu færri byssur að greinin gæti endurnýjað sig og verið sjálfbær. Jafnvel væri hægt að fá notaðar hálfsjálfvirkar vélbyssur með fullkomnum miðunarbúnaði frá víkingasveitinni, sem hún væri hætt að nota, fyrir lítið til að hámarka skotnýtinguna og arðsemina. Menn skyldu ekki gera lítið úr því hvað þetta yrði mikil lyftistöng fyrir byggðarlögin sem fengju að njóta þessara auðæfa. Með þessu fyrirkomulagi yrðu margfeldisáhrifin jafnvel svo mikil að hægt væri fyrir kvótahafa að fjárfesta fyrir væntanlegan hagnað, t.d. í hótelkeðjum, bílaumboðum, öryggisfyrirtækjum, þyrlum, pizzafyrirtækjum og fleiru, sem myndi stuðla að enduruppbyggingu atvinnulífsins öllum til hagsbóta. Það væri ekki óvitlaust að fá hagfræðiprófessorana Ragnar Árnason og Þórólf Matthíasson og stærðfræðinginn Helga Áss Grétarsson til að útsetja það nánar í anda LÍÚ, þar sem þeir eru nú helstu talsmenn kvótastýringar LÍÚ. Til að ná veðsetningarhlutfalli í hærri hæðir gætu þeir jafnvel kallað eftir Dr. Gunna sér til fulltingis. Ef þessi leið yrði farin væri ekki óvarlegt að áætla að hagnaðurinn gæti numið tugum ef ekki hundruðum milljarða þegar margfeldisáhrifin væru búin að skila sér. Það væri ekki óeðlilegt að veita greininni kúlulán og viðeigandi afskriftir til að greinin yrði sjálfbær. Það væri vel við hæfi að endurskoðunarstofan Deloitte og lögmannsstofan Lex útfærðu þetta nánar í anda laganna og felldu að stjórnarskránni. Fyrir þá skotveiðimenn sem væru óánægðir með að fá ekki úthlutun mætti niðurgreiða félagsgjald hjá Leirdúfufélagi Íslands Geithálsi, og jafnvel niðurgreiða skoskar rjúpur fyrir þá sem væru ósáttir.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar