Hænufet í rétta átt
Samkomulag í sjónmáli?Leiðin að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum hefur verið þyrnum stráð undanfarna tvo áratugi. Fljótt þótti ljóst að upphaflegur loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna, sem undirritaður var árið 1992, dygði ekki til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar upp að því marki sem æskilegt væri. Til að bregðast við því var Kýótó-bókunin gerð við samninginn árið 1995, þar sem komið var á nokkuð skýru kerfi, með mælanlegum og lagalega bindandi markmiðum. Kýótó-bókunin mætti talsverðri mótspyrnu og þess sér enn merki í því að Bandaríkin hafa aldrei staðfest bókunina. Þannig stendur eitt stærsta losunarríkið utan Kýótó-bókunarinnar, en jafnframt hafa ört vaxandi þróunarríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu ekki tekið á sig skuldbindingar.
Undanfarin ár hafa ríki sem nú losa um 16% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu lýst sig reiðubúin að halda áfram skuldbindingum í takt við Kýótó-bókunina, en betur má ef duga skal. Hafa viðræður því stefnt að því að auka það hlutfall til muna í nýju samkomulagi, sem gæti tekið gildi þegar fyrsta skuldbindingatímabil Kýótó endar undir lok árs 2012. Því miður var niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Durban í meginatriðum sú að eina ferðina enn var ákveðið að komast að niðurstöðu síðar. Kýótó-bókunin verður framlengd um nokkur ár í stað þess að nýtt samkomulag taki gildi en vonir eru bundnar við að hægt sé að ljúka vinnu við alþjóðlega aðgerðaáætlun fyrir 2015 sem tekið geti gildi árið 2020.
ViðhorfsbreytingEinu ber þó sérstaklega að fagna. Það er sú þróun sem hefur verið undanfarin ár en kom sérstaklega skýrt fram í Durban, að þjóðir heims eru hættar að karpa um það hvort loftslagsváin sé raunveruleg og aðgerða sé þörf. Þetta er mikilvægt skref, því nú virðast öll lönd heimsins vera tilbúin að nálgast lagalega bindandi samkomulag – þótt enn greini þau á um eðli og inntak slíks samkomulags. Í fyrsta sinn eru ríki eins og Bandaríkin, Kína og Indland, sem til þessa hafa ekki viljað ljá máls á lagalega bindandi samkomulagi, komin að samningaborðinu. En tíminn er naumur og aðgerða er þörf.
Heimurinn hefur ekki efni á því að sífellt sé bætt við viljayfirlýsingum um að senn þurfi að bregðast við loftslagsvandanum. Fyrir sum ríki heims er tíminn í raun runninn út, fyrir enn fleiri er of seint að bregðast við vandanum innan einhverra ára. Að óbreyttu þurfum við að horfast í augu við gjörbreytt veðurfar og náttúrufar um alla jörð.
Í þessum málum hefur Ísland tekið skýra stöðu með þeim ríkjum sem vilja framlengja Kýótó-bókunina. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að vera í samfloti með nágrannaþjóðum okkar í Evrópu í samningaviðræðunum, en Evrópusambandið myndar meginstoð þeirra ríkja sem standa undir losunarskuldbindingum samkvæmt Kýótó-bókuninni.
Hér skiptir máli að ganga fram með góðu fordæmi, sama hversu stór eða smá ríki eru. Í því skyni hafa íslensk stjórnvöld sett saman aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem til stendur að endurskoða rækilega á næsta ári. Þar eru sett fram metnaðarfull og raunhæf skref í átt að minni losun á þeim sviðum þar sem Íslendingar standa sig ekki sem skyldi. Við megum vera ánægð með það hversu lítil losun er hér á landi í tengslum við húshitun og orkuframleiðslu en þegar kemur t.d. að samgöngum erum við óvenjumiklir umhverfissóðar.
Stærsta verkefni samtímansLoftslagsmálin eru stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og eitt stærsta jafnréttismál okkar daga. Loftslagsmálin snúast um jafnrétti á milli þjóða heims, en þau ríki sem verst verða úti við loftslagsbreytingar eru mörg hver meðal þeirra fátækustu og þau sem menga mest oft þau auðugustu. Loftslagsmálin snúast líka um jafnrétti kynslóðanna, að tryggja að komandi kynslóðir hafi sama rétt og við til að njóta gæða jarðarinnar um ókomna tíð.
Skoðun
Smábátar bjóða betur!
Kjartan Páll Sveinsson skrifar
Eru vísindin á dagskrá?
Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Hverskonar frelsi vill Viðreisn?
Reynir Böðvarsson skrifar
Tíminn til að njóta
Þröstur V. Söring skrifar
Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð?
Guðmundur D. Haraldsson skrifar
Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg
Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir
Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar
Jón Frímann Jónsson skrifar
40 ára ráðgáta leyst
Arnór Bjarki Svarfdal skrifar
Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni
Rósa S. Sigurðardóttir skrifar
Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti
Sigvaldi Einarsson skrifar
Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega?
Andrés Pétursson skrifar
Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona
Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar
Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára
Pétur Berg Matthíasson skrifar
Sýrland í stuttu máli
Omran Kassoumeh skrifar
Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Ólafur Ágúst Hraundal skrifar
Eftirlifendur fá friðarverðlaun
Andrés Ingi Jónsson skrifar
Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi
Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar
Dýravelferð dýranna
Árni Alfreðsson skrifar
Réttur kvenna til lífs
Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar
Bílastæði eru hættulegri en þú heldur
Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar
Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025
Matthildur Björnsdóttir skrifar
Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Getur rafmagnið lært af símanum?
Sigurður Jóhannesson skrifar
„Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“
Teitur Guðmundsson skrifar
Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur?
Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Loftslagsmál eru orkumál
Nótt Thorberg skrifar
Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn
Hallgrímur Óskarsson skrifar