Gífuryrði og upphrópanir Halldór Halldórsson skrifar 6. janúar 2011 14:42 Undirritaður ákvað að skrifa þessa grein til að fara aðeins yfir málefni Funa í Skutulsfirði en fréttaflutningur hefur verið mikill af díoxínmengun í útblæstri stöðvarinnar. Fyrstu dagana voru fréttirnar án samanburðar við annað en að undanförnu hafa meiri upplýsingar komið frá fjölmiðlum. Fullyrðingar voru einnig í fjölmiðlum um að fólk hafi ekki vitað af mengun þrátt fyrir að upplýsingar hafi strax komið fram um að tugir frétta voru um mengun frá Funa á tímabilinu. M.a. var sagt frá öllum mælingum varðandi Funa á opnum fundi haustið 2009. Umfjöllun í útvarpi og á bb.is var þó margfalt meiri og hægt að fletta því upp með einföldum hætti. Það verður að ítreka það enn og aftur að engin lágmörk eru varðandi díoxín frá Funa eða sambærilegum brennslustöðvum og verður ekki fyrr en eftir tvö ár. Þess vegna snerust mælingar um aðra mengunarþætti í samræmi við starfsleyfi. Nú hefur komið í ljós að díoxín hefur mælst í mjólk á bænum Engidal sem er rétt hjá Funa og málið er í rannsókn. Fram kom hjá forstjóra Umhverfisstofnunar í Kastljósi Sjónvarpsins 4. janúar að niðurstaða rannsókna kæmi ekki í ljós fyrr en eftir mánuð. Málið er því í höndum sérfræðinga sem munu rannsaka málið til að komast að því hvar þetta á uppruna sinn. Komið hefur fram að mælingin sýndi að magnið var ekki hátt yfir leyfilegum mörkum og bent hefur verið á af fagfólki að díoxín er víða að finna. Líka að díoxín berst ekki í fólk nema með því að neyta þess eins og t.d. með fiskneyslu o.fl. Þetta er alvarlegt mál sem ber að nálgast faglega og án upphrópana þar til heildarmyndin er ljós. Á þessu stigi kemur þingmaðurinn Ólína Þorvarðardóttir fram á sjónarsviðið og sakar bæjaryfirvöld að taka fjárhagslega hagsmuni fram yfir líf og heilsu íbúanna. Þetta eru svo alvarlegar fullyrðingar að þingmaðurinn hlýtur að ætla sér að standa við þær og fylgja þeim eftir. Ég fyrir mitt leyti sem fyrrverandi bæjarstjóri og bæjarfulltrúi mótmæli þessum ásökunum harðlega. Það er lágmark að rannsaka málið áður en ráðist er með þessum hætti að þeim fjölmörgu sem utan um þetta mál hafa haldið.Brennsla áfram eða urðun? Það hefur legið fyrir að Funa yrði að endurnýja eða hætta yrði brennslu og fara aðrar leiðir. Á síðasta kjörtímabili var ákvarðanataka undirbúin með skipan sorpnefndar sem lagði til að Funi yrði endurnýjaður. Þáverandi meirihluti var ekki sannfærður um þessa leið og vildi frekar bera saman kosti með útboði á frekari flokkun, endurvinnslu og urðun. Þáverandi minnihluti var ekki sáttur við þessa leið og lagði til að Funi yrði endurnýjaður og ekkert beðið með það. Undirritaður sagði ítrekað í tengslum við þá umræðu að útboð yrði að ráða endanlegri niðurstöðu en ég setti fyrirvara við endurbyggingu Funa því ég hefði ekki trú á því að hægt væri að endurbyggja Funa þannig að við losnuðum við þá mengun og sjónmengun sem væri okkur þyrnir í augum. Þessi ummæli má heyra á fleiri en einni upptöku af bæjarstjórnarfundum. Núverandi bæjarstjórn hefur svo komist að þeirri niðurstöðu eftir útboð að flokkun og endurvinnsla verði aukin og það sem eftir verður fari til urðunar.Díoxínmæling. Mæling á díoxíni og lágmark þess efnis er ekki í starfsleyfi Funa. Ísland fékk undanþágu frá slíkum reglum og var Funi meðal þeirra sem þurfti ekki að uppfylla skilyrði varðandi díoxín. Á vef Umhverfisstofnunar má lesa þetta: ,, Umhverfisstofnun tók saman skýrslu árið 2010 um útstreymi þrávirkra lífrænna efna þar sem m.a. kemur fram að dregið hefur úr heildarlosun díoxíns á Íslandi um 66% frá 1990 til ársins 2008 og um 82% í sorpbrennslu og úrgangsmeðhöndlun." Einhver myndi segja að þetta sé þokkalegur árangur og framfarir í umhverfismálum frá 1990 til 2008. Á vef Umhverfisstofnunar má líka sjá þessa töflu með díoxínmælungum: Díoxínmæling Díxoínmæling 2007 (ng/m3) Metin árslosun 2008 miðað við viðmiðunarstaðla (g I-TEQ) Vestmannaeyjar 8,4 0,338 Skutulsfjörður 2,1 0,087 Kirkjubæjarklaustur 9,5 0,020 Svínafell - 0,020 Þarna má sjá að langminnst af díoxíni af þessum stöðvum kemur frá Funa. Þá kemur líka í ljós að metin árslosun er mun minni frá Funa en í Vestmannaeyjum. Taka ber skýrt fram að allar þessar stöðvar eru undanþegnar díoxínmælingum skv. starfsleyfum þeirra. Á bb.is má lesa þetta 6. janúar: ,,Losun díoxíns á Íslandi er lítil í alþjóðlegum samanburði ríkja og landsvæða. Á síðastliðnum 20 árum hefur dregið hratt úr losun díoxíns í heiminum og minnkaði losun í ESB-27 ríkjunum úr 11 kg árið 1990 niður í rúm 2 kg árið 2008. Ísland losaði um 11 grömm árið 1990 en um 4 grömm árið 2008. Finnar losa lítið miðað við flestar Evrópuþjóðir eða aðeins rúmlega 15 g á ári, álíka og Írar. Norðmenn losa um 20 g á ári 2008 en Svíar reka lestina meðal Norðurlandaþjóða með rúm 35 g á ári. Bretland losaði um 200 g árið 2008."Viðbrögð og viðtalið á Stöð 2 Þegar það kemur í ljós að díoxín hefur mælst í mjólk í Engidal er brugðist við á ýmsum stöðum. Bæjarstjórn ákveður að loka Funa strax en ekki þremur vikum síðar eins og áætlað var. Umhverfisráðherra kallar eftir upplýsingum frá Umhverfisstofnun og tekin er ákvörðun um að gefa tveggja ára aðlögun að díoxínkröfum hjá þeim stöðvum sem eru undanþegnar. Funi er ein þeirra stöðva sem má vera í rekstri tvö ár í viðbót skv. þessari ákvörðun en það skiptir ekki máli þar sem stöðin hefur verið stöðvuð. Þingmaður Norðvesturkjördæmis Ólína Þorvarðardóttir óskar eftir fundi um málið í umhverfisnefnd Alþingis. Þessi viðbrögð eru að mínu mati til mikillar fyrirmyndar. En þessu til viðbótar skrifar þingmaðurinn Ólína greinar um mengunarhneykslið og lætur það ekki nægja heldur gefur í skyn í viðtali á Stöð 2 að Ísafjarðarbær hafi tekið rekstur Funa og fjárhagslega hagsmuni fram yfir hag og heilsu íbúanna. Í fréttinni á Stöð 2 segir þingmaðurinn: ,,Og í þessu máli kann að vera að það hafi aðrir hagsmynir vegið þyngra, það er að segja, tillitssemi við rekstraraðila sorpbrennslustöðvarinnar, fjárhagslegir hagsmunir bæjarfélagsins og svo framvegis, að þeir hafi í raun og verið fengið fullmikla athygli, þessir hagsmunir, á kostnað þess sem var nærtækara, og það er líf og heilsa og velferð íbúanna í næsta nágrenni við sorpbrennslustöðina." Það er ótrúlegt að þingmaður á Alþingi Íslendinga skuli setja svona fullyrðingar fram. Hún er að segja að stjórnendur bæjarins meti fjárhagslega hagsmuni mikilvægari en hag íbúanna. Þetta eru upphrópanir sem geta ekki þjónað neinum tilgangi öðrum en þeim að hræða fólk þó maður þykist vita að tilgangur hennar í þessu tilviki sé að hamast á pólitískum andstæðingum og skora ímyndaðar keilur í þeim ljóta leik. Hún ætti að hafa í huga að ábyrgast á þessu stigi er að stilla öllum fullyrðingum í hóf. Nú þegar eru miklar upplýsingar til um málið, t.d. samanburður við aðrar brennslustöðvar eins og í töflunni í þessari grein og í fréttum þar sem fram kemur að mjög ólíkegt sé að þetta hafi áhrif á fólk. Talað hefur verið við sóttvarnarlækni, Umhverfisstofnun o.fl. Hvað ætlar þingmaðurinn að segja við íbúa í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri? Stöðin á Kirkjubæjarklaustri er inni í byggðarlaginu. Hún mælist með 9,5 en Funi 2,1. Hvað ætlar þingmaðurinn að segja um sveitarstjórnir þessara byggðarlaga og eftirlitsaðila? Verður það 4,5 sinnum meira en hún hefur þegar látið flakka um bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og eftirlitsaðila? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður ákvað að skrifa þessa grein til að fara aðeins yfir málefni Funa í Skutulsfirði en fréttaflutningur hefur verið mikill af díoxínmengun í útblæstri stöðvarinnar. Fyrstu dagana voru fréttirnar án samanburðar við annað en að undanförnu hafa meiri upplýsingar komið frá fjölmiðlum. Fullyrðingar voru einnig í fjölmiðlum um að fólk hafi ekki vitað af mengun þrátt fyrir að upplýsingar hafi strax komið fram um að tugir frétta voru um mengun frá Funa á tímabilinu. M.a. var sagt frá öllum mælingum varðandi Funa á opnum fundi haustið 2009. Umfjöllun í útvarpi og á bb.is var þó margfalt meiri og hægt að fletta því upp með einföldum hætti. Það verður að ítreka það enn og aftur að engin lágmörk eru varðandi díoxín frá Funa eða sambærilegum brennslustöðvum og verður ekki fyrr en eftir tvö ár. Þess vegna snerust mælingar um aðra mengunarþætti í samræmi við starfsleyfi. Nú hefur komið í ljós að díoxín hefur mælst í mjólk á bænum Engidal sem er rétt hjá Funa og málið er í rannsókn. Fram kom hjá forstjóra Umhverfisstofnunar í Kastljósi Sjónvarpsins 4. janúar að niðurstaða rannsókna kæmi ekki í ljós fyrr en eftir mánuð. Málið er því í höndum sérfræðinga sem munu rannsaka málið til að komast að því hvar þetta á uppruna sinn. Komið hefur fram að mælingin sýndi að magnið var ekki hátt yfir leyfilegum mörkum og bent hefur verið á af fagfólki að díoxín er víða að finna. Líka að díoxín berst ekki í fólk nema með því að neyta þess eins og t.d. með fiskneyslu o.fl. Þetta er alvarlegt mál sem ber að nálgast faglega og án upphrópana þar til heildarmyndin er ljós. Á þessu stigi kemur þingmaðurinn Ólína Þorvarðardóttir fram á sjónarsviðið og sakar bæjaryfirvöld að taka fjárhagslega hagsmuni fram yfir líf og heilsu íbúanna. Þetta eru svo alvarlegar fullyrðingar að þingmaðurinn hlýtur að ætla sér að standa við þær og fylgja þeim eftir. Ég fyrir mitt leyti sem fyrrverandi bæjarstjóri og bæjarfulltrúi mótmæli þessum ásökunum harðlega. Það er lágmark að rannsaka málið áður en ráðist er með þessum hætti að þeim fjölmörgu sem utan um þetta mál hafa haldið.Brennsla áfram eða urðun? Það hefur legið fyrir að Funa yrði að endurnýja eða hætta yrði brennslu og fara aðrar leiðir. Á síðasta kjörtímabili var ákvarðanataka undirbúin með skipan sorpnefndar sem lagði til að Funi yrði endurnýjaður. Þáverandi meirihluti var ekki sannfærður um þessa leið og vildi frekar bera saman kosti með útboði á frekari flokkun, endurvinnslu og urðun. Þáverandi minnihluti var ekki sáttur við þessa leið og lagði til að Funi yrði endurnýjaður og ekkert beðið með það. Undirritaður sagði ítrekað í tengslum við þá umræðu að útboð yrði að ráða endanlegri niðurstöðu en ég setti fyrirvara við endurbyggingu Funa því ég hefði ekki trú á því að hægt væri að endurbyggja Funa þannig að við losnuðum við þá mengun og sjónmengun sem væri okkur þyrnir í augum. Þessi ummæli má heyra á fleiri en einni upptöku af bæjarstjórnarfundum. Núverandi bæjarstjórn hefur svo komist að þeirri niðurstöðu eftir útboð að flokkun og endurvinnsla verði aukin og það sem eftir verður fari til urðunar.Díoxínmæling. Mæling á díoxíni og lágmark þess efnis er ekki í starfsleyfi Funa. Ísland fékk undanþágu frá slíkum reglum og var Funi meðal þeirra sem þurfti ekki að uppfylla skilyrði varðandi díoxín. Á vef Umhverfisstofnunar má lesa þetta: ,, Umhverfisstofnun tók saman skýrslu árið 2010 um útstreymi þrávirkra lífrænna efna þar sem m.a. kemur fram að dregið hefur úr heildarlosun díoxíns á Íslandi um 66% frá 1990 til ársins 2008 og um 82% í sorpbrennslu og úrgangsmeðhöndlun." Einhver myndi segja að þetta sé þokkalegur árangur og framfarir í umhverfismálum frá 1990 til 2008. Á vef Umhverfisstofnunar má líka sjá þessa töflu með díoxínmælungum: Díoxínmæling Díxoínmæling 2007 (ng/m3) Metin árslosun 2008 miðað við viðmiðunarstaðla (g I-TEQ) Vestmannaeyjar 8,4 0,338 Skutulsfjörður 2,1 0,087 Kirkjubæjarklaustur 9,5 0,020 Svínafell - 0,020 Þarna má sjá að langminnst af díoxíni af þessum stöðvum kemur frá Funa. Þá kemur líka í ljós að metin árslosun er mun minni frá Funa en í Vestmannaeyjum. Taka ber skýrt fram að allar þessar stöðvar eru undanþegnar díoxínmælingum skv. starfsleyfum þeirra. Á bb.is má lesa þetta 6. janúar: ,,Losun díoxíns á Íslandi er lítil í alþjóðlegum samanburði ríkja og landsvæða. Á síðastliðnum 20 árum hefur dregið hratt úr losun díoxíns í heiminum og minnkaði losun í ESB-27 ríkjunum úr 11 kg árið 1990 niður í rúm 2 kg árið 2008. Ísland losaði um 11 grömm árið 1990 en um 4 grömm árið 2008. Finnar losa lítið miðað við flestar Evrópuþjóðir eða aðeins rúmlega 15 g á ári, álíka og Írar. Norðmenn losa um 20 g á ári 2008 en Svíar reka lestina meðal Norðurlandaþjóða með rúm 35 g á ári. Bretland losaði um 200 g árið 2008."Viðbrögð og viðtalið á Stöð 2 Þegar það kemur í ljós að díoxín hefur mælst í mjólk í Engidal er brugðist við á ýmsum stöðum. Bæjarstjórn ákveður að loka Funa strax en ekki þremur vikum síðar eins og áætlað var. Umhverfisráðherra kallar eftir upplýsingum frá Umhverfisstofnun og tekin er ákvörðun um að gefa tveggja ára aðlögun að díoxínkröfum hjá þeim stöðvum sem eru undanþegnar. Funi er ein þeirra stöðva sem má vera í rekstri tvö ár í viðbót skv. þessari ákvörðun en það skiptir ekki máli þar sem stöðin hefur verið stöðvuð. Þingmaður Norðvesturkjördæmis Ólína Þorvarðardóttir óskar eftir fundi um málið í umhverfisnefnd Alþingis. Þessi viðbrögð eru að mínu mati til mikillar fyrirmyndar. En þessu til viðbótar skrifar þingmaðurinn Ólína greinar um mengunarhneykslið og lætur það ekki nægja heldur gefur í skyn í viðtali á Stöð 2 að Ísafjarðarbær hafi tekið rekstur Funa og fjárhagslega hagsmuni fram yfir hag og heilsu íbúanna. Í fréttinni á Stöð 2 segir þingmaðurinn: ,,Og í þessu máli kann að vera að það hafi aðrir hagsmynir vegið þyngra, það er að segja, tillitssemi við rekstraraðila sorpbrennslustöðvarinnar, fjárhagslegir hagsmunir bæjarfélagsins og svo framvegis, að þeir hafi í raun og verið fengið fullmikla athygli, þessir hagsmunir, á kostnað þess sem var nærtækara, og það er líf og heilsa og velferð íbúanna í næsta nágrenni við sorpbrennslustöðina." Það er ótrúlegt að þingmaður á Alþingi Íslendinga skuli setja svona fullyrðingar fram. Hún er að segja að stjórnendur bæjarins meti fjárhagslega hagsmuni mikilvægari en hag íbúanna. Þetta eru upphrópanir sem geta ekki þjónað neinum tilgangi öðrum en þeim að hræða fólk þó maður þykist vita að tilgangur hennar í þessu tilviki sé að hamast á pólitískum andstæðingum og skora ímyndaðar keilur í þeim ljóta leik. Hún ætti að hafa í huga að ábyrgast á þessu stigi er að stilla öllum fullyrðingum í hóf. Nú þegar eru miklar upplýsingar til um málið, t.d. samanburður við aðrar brennslustöðvar eins og í töflunni í þessari grein og í fréttum þar sem fram kemur að mjög ólíkegt sé að þetta hafi áhrif á fólk. Talað hefur verið við sóttvarnarlækni, Umhverfisstofnun o.fl. Hvað ætlar þingmaðurinn að segja við íbúa í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri? Stöðin á Kirkjubæjarklaustri er inni í byggðarlaginu. Hún mælist með 9,5 en Funi 2,1. Hvað ætlar þingmaðurinn að segja um sveitarstjórnir þessara byggðarlaga og eftirlitsaðila? Verður það 4,5 sinnum meira en hún hefur þegar látið flakka um bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og eftirlitsaðila?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun