Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg 14. janúar 2012 14:07 Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. Það var fréttastofa RÚV sem greindi fyrst frá málinu. Þar kom meðal annars fram að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til 91 fyrirtækis til matvælaframleiðslu á síðasta ári. Þar af eru stór fyrirtæki á matvælamarkaði. Um er að ræða salt frá hollenska fyrirtækinu Akzo Nobel, sem Ölgerðin hefur flutt inn og dreift til matvælafyrirtækja, í að minnsta kosti 13 ár. Saltið uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki ætlað til notkunar í matvælaiðnaði. Málið komst upp í nóvember á síðasta ári. Matvælastofnun gerði þá athugasemd við saltsölu Ölgerðarinnar. Aftur á móti heimilaði stofnunin Ölgerðinni að selja saltið áfram, gegn því að fyrirtækin sem keyptu það, væru upplýst um hverskyns salt væri um að ræða. „Það er forkastanlegt að Matvælaeftirlitið skuli leyfa slíkt," segir Jóhannes, en Neytendasamtökin hafa fundað um málið og mun lögfræðingur samtakanna skoða málið og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um það hvernig samtökin munu bregðast við. Jóhannes segir það samt alveg skýrt að það þurfi að upplýsa neytendur um það hvaða vörur séu á markaði sem innihalda iðnaðarsaltið. „Þegar gerð eru mistök eins og þessi, á að sjálfsögðu að leggja öll spil á borðið, þannig að neytendur, sem vilja sniðganga vörur sem innihalda iðnaðarsalt, geti það," segir Jóhannes. „Ég er svo sem enginn sérfræðingur í salti, en ég geng út frá því að iðnaðarsalt eigi að nota við iðnað, og matvælasalt í mat, ekki öfugt," segir Jóhannes en samtökin líta málið afar alvarlegum augum. Spurður hvort samtökin munu bregðast við málinu með formlegum hætti, segir Jóhannes að viðbrögðin séu enn til skoðunar. Þá þurfi lögfræðingur samtakanna að fara yfir málið. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Neytendur Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
„Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. Það var fréttastofa RÚV sem greindi fyrst frá málinu. Þar kom meðal annars fram að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til 91 fyrirtækis til matvælaframleiðslu á síðasta ári. Þar af eru stór fyrirtæki á matvælamarkaði. Um er að ræða salt frá hollenska fyrirtækinu Akzo Nobel, sem Ölgerðin hefur flutt inn og dreift til matvælafyrirtækja, í að minnsta kosti 13 ár. Saltið uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki ætlað til notkunar í matvælaiðnaði. Málið komst upp í nóvember á síðasta ári. Matvælastofnun gerði þá athugasemd við saltsölu Ölgerðarinnar. Aftur á móti heimilaði stofnunin Ölgerðinni að selja saltið áfram, gegn því að fyrirtækin sem keyptu það, væru upplýst um hverskyns salt væri um að ræða. „Það er forkastanlegt að Matvælaeftirlitið skuli leyfa slíkt," segir Jóhannes, en Neytendasamtökin hafa fundað um málið og mun lögfræðingur samtakanna skoða málið og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um það hvernig samtökin munu bregðast við. Jóhannes segir það samt alveg skýrt að það þurfi að upplýsa neytendur um það hvaða vörur séu á markaði sem innihalda iðnaðarsaltið. „Þegar gerð eru mistök eins og þessi, á að sjálfsögðu að leggja öll spil á borðið, þannig að neytendur, sem vilja sniðganga vörur sem innihalda iðnaðarsalt, geti það," segir Jóhannes. „Ég er svo sem enginn sérfræðingur í salti, en ég geng út frá því að iðnaðarsalt eigi að nota við iðnað, og matvælasalt í mat, ekki öfugt," segir Jóhannes en samtökin líta málið afar alvarlegum augum. Spurður hvort samtökin munu bregðast við málinu með formlegum hætti, segir Jóhannes að viðbrögðin séu enn til skoðunar. Þá þurfi lögfræðingur samtakanna að fara yfir málið.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Neytendur Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira